Vikan


Vikan - 26.05.1988, Blaðsíða 31

Vikan - 26.05.1988, Blaðsíða 31
Ég hef alltaf verið mikill dýravinur, átti hamstra og páfagauk og ætla að fá mér hund....“ „Mér finnst ég eiga gott að vera heilbrigður og finnast gaman í vinnunni." stjörnuspeking til að finna réttan dag fyrir opnun Stjörn- unnar! Ég trúi hins vegar á fyrri og seinni tilverustig og að fólk hafi ákveðinn tilgang í líf- inu sem er fyrirfram ákveð- inn.“ — Hvað gerirðu annað en að vinna við útvarp? „Hvað geri ég annað? Er það ekki nóg? Ég svara nú ekki svona spurningu. Ég er með morgunþátt alla virka daga og stjóma útsendingunni í hádeg- isútvarpinu hjá Bjarna Degi, þess utan er maður á fúndum og það má eiginlega segja að ég sé í vinnunni tólf tíma á dag alla daga vikunnar. Á þessu ári hef ég tvisvar farið í ffí, eina viku í New York, og eina helgi sem ég eyddi á Laugavatni." — En ef þú værir ekki í útvarp- inu, hvað værirðu þá að gera? „Petta er erfið spurning. Ég er sveinn í húsasmíði, en ég hætti í því áður en ég fór í út- varpið. Það á ekki við mig að vinna í byggingarvinnu á vet- urna. Húsasmíðin er að því leyti skemmtileg að maður sér áþreifanlegan árangur af vinn- unni, en það er bara of lítið um að vera. Ég vil hafa mikið stress og læti í kringum mig, þá líður mér vel. Golf hefur til dæmis aldrei heillað mig, en íþróttir eins og skíði og segl- bretti em meira að mínu skapi. Ætli ég segi ekki bara upp- tökustjóri í sjónvarpi (produc ent). Ég hef aðeins fengið nasasjón af vinnu við sjónvarp. Það var þegar ég kynnti rokk- tónleika í beinni útsendingu á afmæli Reykjavíkurborgar. Innst inni er ég frekar feiminn, fyrir fimm ámm hefði ég aldrei trúað því að ég gæti staðið uppi á sviði og verið kynnir í beinni útsendingu fyrir framan alþjóð." Órakaður með úffið hár Gunnlaugur hefúr verið kynnir á fegurðarsamkeppn- um, tískusýningum og tónleik- um, m.a. Fegurðarsamkeppni íslands og Ungfrú Hollywood. Hvernig er tilfinningin að vera í návígi við allar þessar fegurð- ardísir? „Það hafa sumir sagst öfúnda mig að vera innan um allar þessar fegurðardrottningar, en þær em flestar ósköp venju- legar íslenskar stelpur. Ég kann annars vel við að vera kynnir, fæ ákveðið „kikk“ út úr spennunni og álaginu sem því fylgir. Stundin er hrikaleg þeg- ar ég geng upp á svið og heyri minn eigin hjartslátt, en það er of seint að hætta við. Svo byrja ég „Gott kvöld..." og þá slappa ég af og hef bara gaman af þessu.“ Áður en varir emm við aftur farin að ræða um fyrri tilveru- stig og dulræn efni almennt, sem Gunnlaugur hefur mikinn áhuga á. „Það hefur oft sýnt sig að fslendingar spá mikið í dul- ræn málefhi, en fólk virðist hálfþartinn skammast sín fyrir það. Til dæmis er það oft þann- ig að ef farið er að ræða þessi mál í kafifi á vinnustað þá em þeir sení sýna þessu áhuga oft álitnir eitthvað skrítnir." — Svo við snúum okkur aftur að persónunni Gunnlaugi Helgasyni: Hugsar maður sem hefúr verið viðloðandi fegurð- arsamkeppnir og tískusýningar mikið um útlitið? „Mér líður náttúrlega betur þegar ég er vel til fara, en dags daglega er ég oft dmslulega klæddur. Ef ég vakna seint þá gríp ég bara það sem hendi er næst. Kosturinn við útvarpið er sá að maður getur mætt ó- rakaður í trimmgalla með úfið hár — eins og ég geri oft. Mér líður líka mjög vel í smóking. Finnst ekki öllum gaman að fara í spariföt? Af fjárhagsá- stæðum er ég samt ekki dag- lega hjá Sævari Karli og Garð- ari.“ Útvarpið er mitt dóp — Ferðu mikið út að skemmta þér? „Nei, ég gerði mikið af því hér áður fyrr, en ætli ég sé ekki farinn að róast með aldrinum. Böll em ekki efst á vinsældar- listanum hjá mér. Ég reyni að fara út á land ef ég á frí yfir helgi, komast aðeins úr skark- alanum. Síðan ég kynntist írisi fýrir nokkrum mánuðum er ég meira heima við. Ætli ég sé ekki frekar heimakær, alla vega er ágætt að slappa af heima á kvöldin þegar maður er að vinna allt upp í tólf tíma á dag.“ Þess má geta að íris er rit- stjóri Gestgjafans. Gunnlaugur hikar svolítið þegar ég spyr hvort hann fái eitthvað út úr því að vera í sviðsljósinu. „Auðvitað er maður svolítið fyrir „showið". Það býr í okkur öllum ákveðið egó sem verður á fá útrás. Það er svolítill galli í svona litlu landi hvað lítið þarf til að menn verði almenningseign, en ég er aðallega að gera það sem ég hef gaman af. Ég veit að það er fjöldinn allur af fólki sem hundleiðist í vinnunni, en neyðist til að pína sig áffam peninganna vegna. Mér finnst ég eiga gott að vera heilbrigð- ur og finnast gaman í vinn- unni. Útvarpið er mitt dóp.“ VIKAN 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.