Vikan


Vikan - 26.05.1988, Blaðsíða 12

Vikan - 26.05.1988, Blaðsíða 12
ekki eins feimnir við það og ég var að taka við fféttamennskunni. En svo varð það úr að ég skrifaði grein sem birtist tiltölulega fljótt. Pað tók þá mikinn tíma að koma bréfúm á milli miðað við það sem nú er. Þegar ég var búin að skrifa þessa grein heyrði ég margt ljótt í símanum. Það vissi enginn að ég var að hlusta í símann, en ég hafði auðvitað gam- an að heyra hvernig talað var um mig. Sumir voru auðvitað sammála því að það væri skömm að því að hafa ekki saltið til þegar nógur væri fiskurinn. Ég eiginlega vorkenndi þessum dugnaðarmönnum sem sáu ekkert annað en rollur. Fiskur var bara aukaatriði hjá þeim. Þeir voru bara ánægð- ir ef þeir höfðu að éta, en þó Kaupfélagið væri kaupandi að flskinum höfðu þeir eng- an áhuga. Ég vissi aldrei hvort saltfeysið var Kaupfélaginu að kenna eða Samband- inu. Ég skal heldur ekkert fullyrða um það. Svo kom saltið en þá var ekki orðinn eins mikill fiskur og það versnaði tíðin. Það var allt sem hjálpaðist að. En þetta reddaðist nokkuð og það náðist upp nokk- ur fiskur. Um þetta skrifaði ég og það varð upp- hafið af fréttamennskunni. Ég var hjá Morgunblaðinu frá 1954 til ársins 1962 en þá fluttumst við til Eskifjarðar. Það var stundum lítið að gera í Árneshreppi. Það varð þá að vinna hjá öðrum. Enda varð það svo að fólkið flutti burt í tugatali. Unga fólkið fór á vertíð og fór að vinna annars- staðar og kom svo bara ekkert aftur. — En þegar þið flytjið austur þá gerist þú fféttaritari fyrir Dagblaðið? - Þegar ég fór austur var ég spurð að því hvort ég yrði ekki áfram fréttaritari Morgunblaðsins, en þá held ég að það hafi verið þar þrír fféttaritarar fyrir. Það geng- ur enginn svoleiðis inn í störf annarra. Emil sonur minn var í Verslunarskólanum þegar Dagblaðið var stofnað og hann fór að spyrja mig hvort ég vildi ekki verða fréttaritari blaðsins, hann skildi tala við þá. Ég var þá ekkert spennt fyrir því, taldi ekk- ert stórt gerast á Eskifirði. Mér fannst eng- ar stórar fféttir eins og af Ströndum. Það voru ekki margar fréttir þar, en þær voru oft stórar og lygilegar. — Fara ekki fréttir stundum eftir frétta- riturunum? Er þetta ekki eins og hver önn- ur matreiðsla? - Það getur nú satt verið. En það varð úr að þeir hringdu til mín frá Dagblaðinu og ég hefl verið fréttaritari fyrir þá og er enn þó ég sé komin á Selfoss. Þegar ég fer austur á vorin, sem ég geri offast til að hitta börnin og barnabörnin, Ieysi ég Emil af, en hann er fféttaritari á Eskifirði núna. Þá sendi ég þeim fréttir. Mér þykir alltaf gaman að koma austur og sé alltaf eftir því að hafa þurft að flytja. Það var bara svo 12 VIKAN mikil mengun fyrir austan frá loðnu- bræðslunni. Þetta er eins og í stofú. Það er svo stutt á milli fjallanna. Bræðslan er svo innilokuð löngu eftir að hætt er að bræða, alveg reykjarmökkurinn í tvo eða þrjá daga. Ég er nefnilega með asma. Sfmastúlkunni líkuðu ekki alitaf fréttirnar — Færð þú aldrei skammir fyrir frétta- bréfin? — Nei, það er ekki svo mikið. Það er miklu meira um að það sé hringt í mig og mér þakkað fyrir. En það var nú dálítið vandamál á Ströndunum að hringja til mín því þar var bara þriðja flokks stöð og að- eins opið ffá klukkan 9 til 10 á morgnana og svo ffá klukkan 4 til 5 í eftirmiðdaginn. Það var svona eldri kona við símann, góð og guðhrædd manneskja sem mætti alltaf í kirkju þegar messað var, en hún misbeitti dálítið valdi sínu, að ég tel. Hún sagði mér t.d. einu sinni að Morgunblaðið væri lokað eða þeir væru ekki við um þetta leyti og ég trúði því þá. Ég vissi þá ekkert hvað væri opið lengi hjá Morgunblaðinu. Henni lík- uðu ekki alltaf fféttirnar, sjáðu til. Hún var stundum að gjamma ffam í ef henni líkuðu ekki lféttirnar og eitt sinn sagði hún að ég ætti ekki að segja frá því að mýsnar hafl étið Tímann, en ég sagði ffá því á sínum tíma. Það var auðvitað hálfgerð sorgar- ffétt. Þetta var í prívathúsi og þar var mað- ur sem hafði safhað Tímanum alveg frá því hann kom fyrst út. Hann safnaði held ég einnig ýmsum tímaritum. Safnið var allt geymt niðri í kjallara og þar komust mýsn- ar í Tímann. Það var sameiginlegur grátur hjá Framsóknarmönnum þá. Ég gerði að sjálfsögðu grín að öllu saman, en skil þetta kannski betur núna. Þetta er auðvitað menning hjá þeim að safna og fletta gömlu blöðunum. En músunum varð held ég ekk- ert meint af. Ég held bara að þeim hafi fjölgað. — Hvernig var með búskap hjá ykkur á Ströndum? - Það var nú varla hægt að kalla það búskap. Okkur var gefln kind þegar við fluttum að Gjögri og svo jókst þetta smátt og smátt. Guðmundur á Bæ gaf mér kind líka. Þetta voru víst orðnar 30 kindur þeg- ar við fluttum. Útvegurinn var aðal lifi- brauðið, en það er líka mikils virði að hafa mjólk og kjöt. Það er allt talið ffítt sem maður ffamleiðir sjálfur. Fyrir sunnan er sagt að í sveitinni kosti maturinn ekki neitt Hér fyrir sunnan heyri ég þá segja, að það kosti ekkert maturinn í sveitinni. Þeir segja að það sé ekki bara fjölskyldan sem komi í heimsókn heldur vinir þeirra og kunningjar. Þeir segja um Reykvíkinga að þeir séu svo ágjarnir að þeir segi að það kosti ekkert að borða í sveitinni. En ég er ekki alveg sammála þessu og ég segi fyrir mig að mér þykir alltaf gott að fá heim- sókn. Annars er mér alltaf sárt um bænd- urna því sjálf er ég fædd og uppalin í sveit. — Hvaðan ertu? — Frá Stuðlum á Reyðarfirði. Þá varð hver bóndi að sjá um sig sjálfúr og það var ekki alltaf hægt að hlaupa til ríksins. Það er eins og ég sagði á fúndi um daginn um byggðastefnuna, að mér fyndist að bænd- urnir láti draga sig á asnaeyrunum og mér fýndist þeir óttalega sljóir. Að láta hvít- flibbamenn í Reykjavík hugsa um sinn hag. Ég hálf skammast mín stundum fyrir að vera bóndadóttir þegar ég horfi upp á þetta. Það eru líklega tvö eða þrjú ár síðan ég sá það í sjónvarpinu að það hefði verið fúndur í Njálsbúð skammt frá honum Eggert Haukdal á Bergþórshvoli og þar var líka séra Páll. Þeir urðu svo reiðir bænd- urnir yfir því að mega ekki setja meiri mjólk inn í mjólkurbúið. Það átti að minnka kvótann. Auðvitað, það var nauð- syn. Hvernig er það með verkalýðinn? Fólkið er orðið sljótt síðan það fór að geta étið áhyggjulaust. Það gleypir allt bæði það sem það étur og heyrir. Þó ég sé manneskja komin á áttræðisaldur er ég oft að hugsa um þetta. Maður reynir að í- grunda margt. Þar sem ég var uppalin vorum við níu systkinin og tvö fósturbörn og það var mikill gestagangur. Þetta var stórt bú mið- að við það sem þá gerðist. Það kom fýrir eitt haustið að við misstum talsvert af fé úr einhverju fári. Ekki var það bætt að neinu leyti og það datt engum í hug að fara fram á slíkt. Svo var bara smá bætt við stofninn aftur. Nú er hver að velta sínum vanda af sér og heimta af ríkisstjórninni. Og þetta er svo sem ekki nein ríkisstjórn. Þetta eru bara súkkulaðibörn. Þorsteinn Pálsson er nú okkar þingmaður en við sjáum hann aldrei. Hann fer aldrei í búðir hérna. Hann situr bara einhvers staðar inni á skrifstofú. Ég held hann heimsæki aldrei fólk hérna svo hann er allt öðru vísi þingmaður en ég á að venjast. Hermann heilsaði þó upp á fólk á Ströndum. Hann húsvitjaði fólk, en aldrei bað hann mig að kjósa sig, utan einu sinni þá orðaði hann það við mig. Það var þegar kjördæmabreytingin var, líklega 1959. Hann spurði hvort mér væri sama þó ég kysi á móti kjördæmabreytingunni. En ég sagði honum að ég vildi ákveðin breyta kjördæmaskipulaginu, maður fengi þá kannski eitthvað gert. Hann sagði bara að þetta þá næði ekkert lengra. Eg man líka að þegar ég var að alast upp að Stuðlum á Reyðarfirði voru stjórnmála- fúndirnir með allra skemmtilegustu sam- komum. Þingmennirnir voru bara allt öðruvísi. Þá máttu allir spyrja þingmenn- ina, en nú má helst enginn spyrja neins. Þetta er eins og í kirkju. — Þú vitnar til félaga og funda. Hefúrðu alltaf verið mikil félagsmálamanneskja? — Já, ég held ég megi segja það. Ég ólst upp á svoleiðis heimili. Það var pólitískt heimili. Pabbi var í ýmsum nefndum og svoleiðis og þá drekka börnin þetta í sig með móðurmjólkinni. Þetta kemur af sjálfu sér. Og þá lærði maður jafnvel þing- mannavísur, en nú heyrir maður varla vísu frá þingmönnum. Það var einu sinni ort um hana Ingibjörgu skólastjóra Kvenna- skólans, en hún var líklega fýrsta konan sem var kjörin á Alþingi: Allir kannast við Ingibjörgu íhaldskonuna af lífí og blóð enn þú ert nú orðið margt í mörgu hvað manneskjan reynist tr)rgg og góð laus við alls konar ektastand elskar stíft sitt föðurland. Hún var svoleiðis manneskja sem ekki var að krjúpa fyrir Ameríku eða svoleiðis. Þessar vísur voru sungnar margar hverjar heima og Tíminn var lesinn eins og Guðs- orðabók. Það kom til okkar mikið af blöð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.