Vikan


Vikan - 26.05.1988, Blaðsíða 17

Vikan - 26.05.1988, Blaðsíða 17
BRIDGE ísak Örn Sigurðsson Er bridge ekki fyrir kvenmenn? Slök staða kvenna hér á landi Hversu undarlegt sem það er, þá virðist sem bridgeíþróttin, líkt og skák- íþróttin, sé mun minna stunduð af konum heldur en körlum. Karlmenn virð- ast einnig ná miklu betri árangri í íþróttinni heldur en konur. Þetta er sérstak- lega áberandi hér á landi. Bridgespilarar eru með stig sem kveða á um styrkleika líkt og Elo-stig skákmanna og þar tala tölurnar skýru máli. Af 40 stigahæstu spilurum landsins, er aðeins ein kona. Auk þess hefur kona aldrei orðið ís- landsmeistari í tvímenning né sveitakeppni í bridge. Árangur kvennalandsliðsins er heldur ekki til að hrópa húrra fyrir. Á Evrópumótum hefur best náðst 13 sæti af 16 og á Norðurlandamótum eru kon- urnar vanar að vera í neðsta sæti eða því næst neðsta. Karlalandsliðið hefur aftur á móti oft náð góðum árangri, varð til dæmis í 4—5 sæti á síð- asta Evrópumóti af 23 þátt- tökuþjóðum. Jöfn skilyrði Þegar gengið er út frá þeirri staðreynd að kvenfólk er ekki verr gefið en karlmenn, hver er þá ástæðan fyrir þessum mun? íþróttin er þess eðlis að jafnir möguleikar ættu að vera fyrir bæði kynin. Þetta er ekki íþrótt eins og knattspyrna þar sem kvenmenn eiga ekki möguleika líkamsbyggingar vegna að verða jaínokar karla í íþróttinni. Ástæðan er í raun ósköp ein- föld. Stærsti áhrifavaldurinn er sá að íþróttin er að mestu stunduð frá hálf átta á kvöldin þegar áhugamenn í bridge þyrpast á spilastaði landsins til að etja kappi hver við annan. Fyrir þann sem stundar bridge, rétt vinnst tími til að hvolfa í sig kvöldmat og rjúka af stað, og það er iðulega svo að kven- maðurinn situr eftir og verður að eyða sínum tíma í að ganga ffá eftir matinn. Auk þess verð- ur oft í ofanálag að passa lítil börn, og það hlutverk lendir enn sem komið er ffekar á kvenmanninum. Til þess að ná góðum árangri í bridge þarf helst að spila lágmark tvisvar í viku á virkum dögum og taka þátt í stærri keppnum um helgar. Það eru fáir kvenmenn sem finna sér þann frítíma og því er hlutfallið svona óhag- stætt kvenfólkinu. Þessi atriði eru líklega meginástæða þess að mun færra kvenfólk stundar bridge og nær síður árangri. Þó er ekki laust við að konur almennt séu frekar neikvæðari fyrir íþróttinni en karlar og getur það átt sinn þátt í þessu ójafhvægi. Stórmót framundan Nú eru framundan á þessu ári bæði Norðurlandamót og Evrópumót fyrir íslenska kvennalandsliðið og spurning hvort einhverra breytinga sé að vænta. Nokkur breyting hefúr orðið á íslenska kvenna- landsiiðinu sem nú um árabil hefúr verið skipuð sömu kón- unum. Tvö ný nöfn eru í lands- liðinu nú, það eru ungar stúlk- ur með litla reynslu sem koma inn í liðið, en þær heita Anna Þóra Jónsdóttir og Hjördís Ey- þórsdóttir. Anna Þóra Jónsdóttir hefur fjögurra ára reynslu af keppn- isbridge, en Hjördís Eyþórs- dóttir byrjaði að spila keppnis- bridge fyrir um ári síðan. Það að þær skuli vera komnar í landsliðið eftir svona stuttan tíma sýnir í raun að kvenna- landsliðið er ekki vel á vegi statt, án þess að verið sé að kasta rýrð á þær sem spilara, því þær þykja mjög efnilegar og áhugasamar. Eyðir miklum tíma Undirritaður setti sig í sam- band við Hjördísi og spurði hana nokkurra spurninga um feril hennar og stöðu kvenna- landsliðsins. Það má segja um Hjördísi eins og marga aðra bridgespilara, að bridgeíþrótt- in er í ættinni. Faðir hennar og móðir spila bridge en hafa þó ekki hellt sér eins rækilega í spilamennsku eins og hún sjálf. Hjördís segir bridgeíþrótt- ina hafa heltekið sig og sinn ffítíma og hún eyði að meðal- tali 4 kvöldum á viku í spila- mennsku þessa dagana. Vegna tilkomu hennar í landsliðið verður hún að æfa með því að minnsta kosti tvisvar í viku og hrekkur þó hvergi nærri til. Hjördís telur að megin- vanda kvennalandsliðsins megi rekja til þess að það hafi aldrei fengið nægilegan tíma til undirbúnings, auk þess sem konurnar verði að vera tilbún- ar að leggja meira á sig fyrir íþróttina. Þegar þessi atriði eru komin í lag, þá fer árangur kvennalandsliðsins að batna er álit Hjördísar. Hérna koma topparnir Hjördís Eyþórsdóttir segist hafa orðið óþægilega vör við sérkennilega afstöðu karla til kvenna í bridge. „Hérna koma topparnir hugsa þeir með sér og ætla sér aldeilis að taka okkur í bakarí- ið, en fara oft með skottið á milli fótanna frá borðinu," seg- ir Hjördís, „ég skal segja þér dæmi. Þegar við Anna Þóra byrjuðum að spila bridge vor- um við ákaflega „grænar" i íþróttinni. Til dæmis vissum við ekki að dobl er oft notað í öðrum tilgangi en sem áhugi á refsingu. Einmitt vegna þess reyndist okkur létt að rass- skella spilara sem ætluðu að éta okkur í einum bita í spili sem ég spilaði fyrir tæpu ári. Þá sat ég með þessa hendi í suður. KDG109X XX XXX XX „Við spiluðum eðlilegt kerfi (Standard) og Anna Þóra opn- aði á einu laufi. Austur sem var með lítil spil ákvað að stela af okkur spaðalitnum og sagði einn spaða. Ég doblaði í sak- leysi mínu og vestur bætti um betur og hækkaði í tvo spaða. Anna doblaði einnig því hún átti sterka hendi. Austur var nú orðinn hræddur og redoblaði sem beiðni um annan lit hjá félaga. En félagi hans skildi ekki merkingu redoblsins sem flótta og sat sem fastast. Tveir spaðar redoblaðir utan hættu og fimm niður var ekkert sér- lega góð tala fyrir þá. Við skrif- uðum 2200 á skorblaðið og það voru lúpulegir menn sem stóðu upp ffá borðum í það skiptið. Reyndin er sú að flest- ir karlmenn þola ekki að tapa fýrir kvcnmönnum," sagði Hjördís að lokum. Kvennalandsliðið í ár er skipað 6 konum eða þremur pörum, þeim Hjördísi og Önnu Þóru, Esther Jakobs- dóttur (móður Önnu Þóru), Valgerði Kristjónsdóttur, Erlu Sigurjónsdóttur og Kristjönu Steingrímsdóttur. Þær Esther, Valgerður, Erla og Kristjana hafa allar áður verið í kvenna- landsliðinu og því margreynd- ar. Landslið kvenna æfir nú stíft fyrir Evrópu- og Norður- landamótið eins og áður sagði og umsjónarmaður bridgeþátt- arins óskar þeim góðs gengis í þeirri rimmu. Anna Þóra Jónsdóttir (snýr baki í Ijósmyndarann) og Hjördís Eyþórsdóttir eru komnar í kvennalandslið íslands í bridge þó þærhafi ekki spilað saman nema í tæptár. Hér sjást þær spila hjá sterkasta félagi landsins, Bridgefélagi Reykjavíkur. VIKAN 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.