Vikan


Vikan - 26.05.1988, Blaðsíða 49

Vikan - 26.05.1988, Blaðsíða 49
Eddy Raven er annar „Coun- try“ söngvarinn sem kemur lagi inn á Islenska listann, lagið sem hann flytur er „I’m gonna get you“ og er að finna á safnplötu sem hann sendi írá sér nú í febrúar. Það er skemmtileg saga á bak við vinsældir þessa lags hér heima. Magnús Pálsson og Anna kona hans voru á ferðalagi í Bandaríkjunum, en þau bjuggu þar í mörg ár en eru nú flutt heim. Þau eru miklir aðdáend- ur „Country" tónlistar og þeg- ar þau heyrðu þetta lag í út- varpinu hugsa þau með sér að best sé að kaupa þetta lag og færa heim. Plötuna sendu þau undirrituðum sem um hæl skellti því undir nálina og viti menn, það var ekki liðin nema ein mínúta af Iaginu þegar símalínur urðu glóandi, allir vildu vita hvaða lag þetta væri. Bergþór Pálsson, sá ágæti söngvari, söng þetta lag svo í beinni útsendingu hjá Hemma Gunn og tveimur vikum síðar var þetta lag kom- ið á íslenska listann. Lagið er sérlega vel til fallið að syngja með því og þegar maður hefur heyrt það einu sinni kann maður það nógu vel til að syngja með. Ég er þakklátur þeim Önnu og Magnúsi fyrir velvildina. • •• Climie Fisher er dúett sem samanstendur af Rob Fisher og Simon Climie. Báðir hafa um árabil unnið að tónlist og vegnað vel á sínu sviði. Rob Fisher hóf ungur að spila á pí- anó og spilaði í mörgum hljómsveitum á meðan hann gekk í skóla. Það var svo í des- ember 1979 að hann hitti Peter Byrne söngvara og þeir stofn- uðu hljómsveitina Neon en til liðs við sig fengu þeir Roland Orzabel og Curt Smith úr Te- ars for Fears. Þremur árum síð- ar breyttu þeir nafninu í Nak- ed Eyes en þá voru Orzabel og Smith löngu hættir með þeim. Fyrsta plata Naked Eyes gekk illa í Bretlandi en mun betur í Bandaríkjunum og náðu þeir tveimur lögum inn á topp 10. Rob Fisher þykir afburðargóð- ur lagasmiður og má í því sambandi nefna lag eins og „When the going gets Tough, the Toughe get going“ sem Billy Ocean gerði þekkt. Simon Climie er einnig Breti og fékkst við spilamennsku á unga aldri. Hann hætti í skóla 15 ára til að gerast gítarleikari með ýmsum hljómsveitum. Hann vissi hvað hann vildi og tók um það ákvörðun að ganga þann veg til enda. Um tíma samdi hann lög fyrir Leo Sayer og Roger Daltrey (The Who). Undanfarin tvö ár hefúr hon- um þó vegnað betur og hefúr samið lög fyrir Pat Benatar og Smokey Robinson. Það lag sem er líklegast þekktast af þeim lögum sem hann hefur samið er „I Knew You Were Waiting For Me“ sem Aretha Frankl- in og George Michael sungu saman. Þessi Dúett hefúr sent frá sér eina breiðskífu sem út kom 1. febrúar og þaðan er lagið „Love Changes Ever- ything" sem komið er á ís- íenska listann. Föstudagurinn 13. maí var ekki med öllu illur; fimmta platan frá Mannakornum kom þá út. Á myndinni eru þeir félagarnir Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson, sem mest komu þar við sögu. VIKAN 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.