Vikan


Vikan - 26.05.1988, Síða 40

Vikan - 26.05.1988, Síða 40
SNYRTING TEXTI: BRYNDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR MYNDIR: PÁLL KJARTANSSON Mjúkar andlitslínur og dökkar, þrýstnar varir Nú eru það eplakinnar! Andlitsfardinn er fölur og litill litur umhverfis augun. Þá kemur það vel út að setja lit efst á kinnbeinin. Engar loðnar augnabrúnir meir! Nú eru brúnirnar burstaðar til og þær for- maðar um augun og augnskuggann. Gott er að þurrka mesta litinn úr maskaraburstanum og nota hann síðan til að laga augnabrúnir Punkta undir augun! Notið plómulitan eða svartan augnblýant undir augun, alveg upp við augnhárin. Gerið litla punkta, aldrei þykka iínu, til að forma augun og fá hvítuna til að virka hvítari. Bogadregnar línur! „Nýju“ varirnareiga að vera bogadregnarog virka þrýstnar. Dragið mjúka, bogadregna linu aðeins fyrir ofan og neðan eigin varal- ínu og betrumbætið þannig öriítið það sem náttúran gaf. Litur og aftur litur! Gleymdu ekki að setja kinnalit á kjálkann. Dragið boga undir kjálkann frá eyra til eyra. Dreifið vel úr svo ekki myndist skörp skil. Andlitslitapróf: Til að athuga hvort andlits- farðinn hæfi húðlitnum, setjið þá örlítið á andlitið nálægt kjálkanum, í staðinn fyrir á handarbakið. Sýnikennsla var haldin fyrir snyrtifræð- inga í Evrópu í vor þar sem förðunarmeist- ari ffá Los Angeles í Bandaríkjunum kenndi kollegum sínum hér það nýjasta í förðun. Hún notaði Trúcco snyrtivörur sem eru framleiddar af Sebastian snyrti- vörufyrirtækinu en á vegum þeirra var hún hér. Samkvæmt snyrtifræðingum Trúcco er í vor og sumar lögð áhersla á að húðin sé, eða virðist vera, slétt og hrein og að and- litsmálning sé fínleg og ekki mjög sterk, eða áberandi. Kim Carillo, förðunarmeistari frá Sebastian, málar hér íslenska stúlku eins og færi vel ef hún væri að fara í kvikmyndatöku. Þessi stúlka var máluö fyrir Ijósmyndatöku og þessi málning á að henta einkar vel fyrir svart-hvítar myndir, en einnig lit. Útlithennar átti að vera dálítið í Gretu Garbo stíl, eða frá árunum 1930-40. Meiri áhersla erlögð á að nota andlitspúður en „meik“ því þannig fást mýkri iínur og áhersla lögð á varirnar. Litirnir umhverfis augun eru hafðir Ijósir. Þessi er aftur á móti máluð eins og hún væri að fara í kvikmyndatöku. Innan í neðri augn- hvarmana er hún máluð með húðlitum augnblýanti, sem lætur augun virka stærri. í hár hennar var borið efni sem kallast „mud", sem lætur hárið virka þykkara og meira gljáandi, auk þess sem það verður mjög meðfærilegt. Snúið var þétt upp á hárlokk- ana og þeir haldast í föstum skorðum með „mud“. \ 38 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.