Vikan


Vikan - 26.05.1988, Blaðsíða 42

Vikan - 26.05.1988, Blaðsíða 42
Súóþnwtandí Vikunni áskotnaðist bréf sem reykvísk húsmóðir I skrifaði fyrir tæpum fjörtíu árum þar sem hún hugleiðir húsmóðurstarfið og hvemig má gera sér það léttara og skemmtilegra — og um leið beinir hún tali sínu til ástvina húsmóðurinnar og bendir þeim á að öil hjálp við störfin sé vel þegin - þó ekki sé annað en að lesið sé fyrir hana á meðan hún vaskar upp eftir kvöldmatinn! I Með þessari yfirskriit er ekki átt við hinn iðjusama verslunarmann, hinn æfða íþróttamann eða aðra af nútímans þekktu iðjumönnum sem eingöngu gefa sig að áhugamálum með óskiftum áhuga. Hér er átt við lítinn heim sem er alveg útaf fyrir sig, sem stjórnað er af einum, og ekki vek- ur mikla eftirtekt útávið og í hringiðu dag- legs lífs, en er aftur á móti staður sem ómögulegt er að vera án, í þeirri stöðu sem viðkomandi er í. Þar er sýnt óþreytandi starf unnið af manneskju sem aldrei gefst upp. Og hver önnur skyldi hún vera en húsmóðirin? Þessi orð hér eiga við hana. Hún hefur alla þræðina í sinni hendi; bæði þá sterku og praktísku sem hún stjórnar öllu heimilinu með og líka fínu ósýnilegu þræðina sem tengja hjörtun saman. Það gerist þó við og Þær finnast varla tnargar húsmæðumar nú sem em jafn nægjusamar og ánægðar með hlutskipti sitt og lesa má af einlægum skrifum þessarar húsmóður fyrir fjörtíu ámm, en þessar hug- ieiðingar hennar opna augu okkar fyrir breyttu hlutskipti kvenna og um leið að margt af því sem hún er að tala um á fyllilega við um heimilislífið í dag. Sjálfsfórn er þráðurinn í lífi eiginkonu og móður. Hún kemur, ómissandi, í hvert sinn sem þörf er fýrir hana og það er í hvert sinn sem heimili er myndað af tveimur sem elska hvort annað og hún verður enn meiri þegar lítið barn er lagt í arma móðurinnar. Þá vex þessi fagra þörf: að fórna sér alveg fyrir aðra, gleyma sjálffi sér og lifa algjörlega fýrir þá sem guð hef- ur falið í hennar umsjá. Slíkan kærleika og óeigingjarna undirgefhi er ekki hægt að meta til gufls. Þetta er einungis hægt að launa með tilvonandi auðæfum: dýpstu til- finningum hjartans, en sá sem veitir slíkan kærleika og tekur á móti honum fýrir hann virðast launin það mesta og besta sem hugsast getur — og hægt væri að óska sér. í efnishyggjuheimi vorum er eins og menn flýi burt ffá hugsjónum sínum og hinu góða í sjálfum sér — og burt frá heim- ilunum — þá ber sérstaklega að meta stöðu hinnar góðu húsmóður. Því hún stendur á mjög þýðingarmiklum verði, þar sem hún heldur sinni stöðu og skilur sitt starf án þess að gefast upp eða flýja yfir til óvina- hersins, eins og þeir gera sem hlaupa ffá skyldum sínum. Til eru þeir sem ekki virðast skilja verkahring húsmóðurinnar eða húsverkin yfir höfuð. Það er eins og þeir líti niður á hússtörfin og að það sé ekki þess vert að helga þeim krafta sína og tíma. En sé litið rétt á þau sést að þetta eru þau verk sem hafa allra mesta þýðingu — svo framarlega sem heimilið og heimilislífið er grund- völlurinn að góðu lífi ffá vöggu til grafar. Margir halda að það að halda húsinu hreinu, hafa fötin í lagi, búa til mat, þvo og strauja, sé ekki fullnægjandi og veiti ekki ánægju. Þessi störf verði alltof einhæf og vanaleg — alltaf það sama dag eftir dag — að þau dragi niður og verði þreytandi þegar til lengdar lætur, en það fer allt eftir því hvernig á þetta er litið. Ef maður nú, í stað- inn fyrir að hugsa eingöngu um tilbreyt- ingarleysi vinnunnar og skuggahliðarnar, reyndi að líta hana öðrum augum þá fynd- ist manni störfin allt öðruvísi. Á meðan verið er að taka til, þvo og hreinsa þá ætti maður að hugsa um hvað það verður gaman þegar allt er komið í lag — orðið hreint og þrifalegt — og þegar þeir k við að þessi dásamlega húsmóðir þarf að koma fram úr sinni þöglu tilveru og vera þannig sett að við getum öll séð hana og fengið að kynnast hennar mikla starfi og henni sjálffi. Hún verðskuldar það, því það hendir að hún gengur dag eftir dag að sínu verki án þess að hennar nánustu veiti henni nokkra viðurkenningu fýrir og það er synd. Það er ekki fyrr en hún heimtar það og það er nú einu sinni svo að hún að nokkru leyti lifir og styrkist við kærleik þann sem hún mætir ffá stórum og smáum, við hlýju orðin sem þakka henni, við augnaráðið sem fýlgir henni og við smá hjálp sem að henni er rétt. Þetta er sólin á vegi hennar og aðeins örlítill vottur af þessu getur fengið hana til að ganga í gegnum eld og vatn fyrir sína. HngCtiðingar fiúsmóður jyrir tizpum fjörtíu ámm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.