Vikan


Vikan - 01.09.1988, Page 8

Vikan - 01.09.1988, Page 8
staklega einn sem mikið hafði skrifað um þessi mál. Hann er einmitt kennari við þennan háskóla sem ég fór til náms í. Ég áttaði mig fljótt á því að það er mjög róttækt fólk sem vinn- ur að málefnum fatlaðra til dæmis í Bandaríkjunum. Þetta var kannski megin ástæðan fyr- ir því að ég fór þangað. íslend- ingar vita lítið hvað er að ger- ast annars staðar í þessum mál- um nerna helst á Norður- löndunum. Ég reyndi að kynna mér hvað var að gerast fyrir vestan. Ég kynntist fólki sem var að vinna þar og ég fékk áiiuga á að bæta þarna við mig. — En hvernig tókst Alþýðu- bandalagskonunni að komast inn í Bandaríkin? — Það gekk bara vel, engin vandamál. Allir hafa tekið mér þar vel. En það er þannig með pólitíkusana eða þá sem eru að vasast í pólitík að þeir verða fyrr eða síðar að gera það upp við sig hvort þeir ætla að gera pólitíkina að sínu aðalstarfi eða hvort þeir vilja halda á- fram í sínu fagi. Það er ekki hægt að gera hvoru tveggja nema í takmarkaðan tíma því það fylgir þessu það mikiö álag, þessurn stjórnunarstörf- um þegar fólk er í sveitar- eða bæjarstjórn. Þetta er unnið að mestu leyti utan venjulegs vinnutíma, Það vaknar því sú spurning hvort fólk vill halda áfram í pólitíkinni eða halda áfram að þróast í sínu fagi. Fólk getur að sjálfsögðu snúið sér að landsmálapólitík og haft þá af því fúllt starf en við sveit- arstjórnarstörf er þetta erfitt nema geta alveg ráðið tíma sínum sjálfúr. Það er ekki hægt að vera tvöfaldur í roðinu. Ég gerði það upp við mig að snúa mér að mínu fagi og þess vegna ákvað ég að fara í þetta nám. — Svo þú hefúr ekki hætt vegna þess að þú haflr verið orðin þreytt á pólitíkinni eða látið deigan síga með þínar vinstrisinnuðu skoðanir? Og í framhaldi af því, sérðu nokkuð eftir þeim tíma sem þú eyddir í stjórnmálin? — Jah, ég hrökk nú inn í bæjarstjórnina öllum að óvör- um og ekki síst sjálfri mér. Ég hafði haft allar mínar skoðanir á hreinu en ekki tekið þátt í neinu pólitísku opinberu starfi fyrr en ég ljáði rnáls á því að vera í öðru sæti fyrir Alþýðu- bandalagið í bæjarstjórnar- kosningunum 1978. Kjörtíma- bilið á undan hafði alþýðu- bandalagið haft einn bæjarfúll- trúa svo ég bjóst við því að verða þarna í varamannshlut- verki. Síðan verður þessi vinstri sveifla í þessum kosn- ingum svo ég hrekk þarna inn á fyrstu spá, og okkur til ánægju sem vorurn að fýlgjast 8 VIKAN með, þá féll ég ekki út aftur og komst inn í bæjarstjórn. Ég var nú ekki alveg undir það búin að takast á við það að verða fullgildur bæjarfúlltrúi. Ég átti ekki von á því. En þetta gekk allt ágætlega. Ég þótti nú vera mjög róttæk og svo öðruvísi. Þetta var nú á hippatímabilinu og ég var partur af þessari upp- reisnarkynslóð sem gekk í gallabuxum, pokamussum og lopapeysu á meðan karlarnir mættu þarna í jakkafötunum. Þannig að ég stakk nú dálítið í stúf, og svo reykti ég pípu. En ég var þarna fúlltrúi ákveðinn- ar kynslóðar sem vildi breyt- ingar á samfélaginu í ýmsar áttir, bæði í jafnréttisátt og í þátttöku almennings í ákvörð- unum um sitt líf. Og það var nú bara erfltt í upphafi að fá menn til að taka mig alvarlega. í fyrsta lagi var ég nú af þessari kynslóð, þessari pokamussu- kynslóð, og svo var ég kona. Mér fannst nú svolítið erf'itt að vera orðin hluti af kerflnu. Mér fannst þetta dálítil klemnta hjá mér að láta ekki kerfið gleypa mig. En þetta var ákaflega lær- dómsríkt tímabil og ég sé ekki eftir þessurn tíma. Þetta var mikil vinna og maður lærði mjög margt og fékk allt aðra yfirsýn. Maður sér sitt bæjar- félag og sitt samfélag frá öðru sjónarhorni þegar maður situr inni í sveitarstjórn og það varð mér lærdómsríkt. Einnig tók ég mikinn þátt í starfi Alþýðubandalagsins í Iandspólitíkinni og ég sat í framkvæmdastjórn flokksins í nokkur ár. í gegnum það kynntist ég þingflokknum og störfúm þingsins. Allt var þetta ntjög lærdómsríkt og ég sé ekki eftir því. En pólitík hefur ekki alltaf gott orð á sér, því miður, en það er þó með réttu. Ég ákvað að gera þetta ekki að ævistarfi en snúa mér held- ur að mínum hjartans málum sem eru fyrst og frernst mál- efni fatlaöra og málefnum kvenna. í mínu námi tel ég mig vera að tengja þetta hvoru tveggja saman. — Segðu mér meira um námið. Að hverju stefnirðu? í hverju er námið fólgið? — Ég er þarna við háskólann í Syracusborg í New York fylki og deildin sem ég stunda nám við er kennd við sérkennslu og endurhæfingu. Þetta er kannski dálítið villandi því það sem ég er fyrst og fremst að læra er hvernig á að standa að stefnumótun í sambandi við málefni fatlaðra og skipulagn- ingu í stærra samhengi. Þetta með sérkennsluna er bara hluti af mínu námi. Þannig að það sem ég er að velta fyrir mér eru þessar stóru spurning- ar hvað á að gera við þennan hóp fólks sem fæðist eða verð- ur fyrir fötlunum síðar á æv- inni. Það hefúr verið hefð- bundið að loka þetta fólk inni og einangra það á einhverjum sérstofnunum. Þetta fólk hefúr ekki verið úti í samfélaginu. Það hefur meira að segja átt sér stað að fjölskyldur hafa verið leystar upp. Varðandi til dæmis ung börn þá hafa for- eldrarnir verið hvattir til að senda þau frá sér á sérskóla og sérstofnanir, en nú hafa öll við- horf varðandi fatlaða breyst. Þetta þykir orðið siðferðislega rangt að setja fólk í einangrun bara af því að það hleypur ekki nógu hratt eða hugsar ekki nógu hratt, eða hvað það er sem amar að þessu fólki. Nú er stefnan sú að fatlaðir taki þátt í samfélaginu eins og kostur er, á sama hátt og við sem teljum okkur vera ófötl- uð. En við sitjum uppi með þetta gamla þjónusutkerfi, til dæmis allar þessar stóru sólar- hringsstofhanir fyrir vangefna og þessi stóru hús fyrir fatlaða við Hátún. Við eru á vissu breytinga- skeiði í þessurn efnum. I öllum þeim löndum sem ég hef kynnt mér þessi mál er verið að leggja niður þessar stóru sólarhringsstofnanir og fólk flytur í íbúðir þar sem það býr sjálfstætt, en með stuðningi eða þá að það býr í sambýli við aðra fatlaða kannski tvo eða þrjá. Það hafa einmitt kornið fram tillögur hér á landi nú nýlega um að leggja niður þessar stóru stofnanir fyrir vangefna og það er verið að takast á um það núna hvað á að gera með þessar tillögur. Þessi mál eru í brennidepli, ekki bara hér á landi, heldur ekki síður í Bandaríkjunum. Það er til dæmis stór stofnun í Syracuse sem er verið að þfysta á að verði lögð niður svo fólkið geti flutt út í borgina og búið í íbúðum eins og við hin. Allir sem þekkja þessar stofnanir vita að þær eru þannig að fólk býr við ákaflega mikið ófrelsi, og fólkið hefúr eiginlega enga Pað vaknar því sú spuming hvonfólk. vill halda áfram í pólitíkinni eða halda áfram að þróast í sínu fagi. Fólk getur að sjálfsögðu snúið sér að landsmálapólitík og haft þá afþví fullt starf en við sveitarstjórnarstörf erþetta eifitt nema geta alveg ráðið tíma sínum sjálfur.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.