Vikan


Vikan - 24.08.1989, Page 8

Vikan - 24.08.1989, Page 8
FEC5URÐ líkja svona keppni við að sækja um vinnu. Þetta er spurning um mikla atvinnumögu- leika ef vel gengur, enda er þetta kjörið tækifæri fyrir stúlkur á mínum aldri sem hafa mikinn áhuga á fyrirsætustörfum. Slík tækifæri koma víst ekki á hverjum degi þannig að maður verður að grípa þau þeg- ar þau bjóðast. Þetta er eflaust mjög lifandi starf þar sem inn í það koma heilmikil ferðalög. Það er alltaf eitthvað nýtt að tak- ast á við og í leiðinni er maður að víkka sjóndeildarhringinn því það er einnig allt- af eitthvað nýtt að sjá. Það er líka ljóst að þetta er erfitt starf og kröfuhart og því verð ég að gefa mig alla í það. Öðruvísi gengur það bara ekki.“ — Hvernig er að vera fyrir framan myndavél? „Mér finnst það mjög gaman og ég held að það eigi ágætlega við mig. Hingað til hafa myndatökur gengið vel en ég viður- kenni þó að það tók smátíma að venjast þeim. Ég var svolítið feimin fyrst en þetta kemur fljótt því maður þarf að aðlaga sig aðstæðunum." — Hvernig er áhugi á fyrirsætustörfum meðal íslenskra stúlkna? „Ég held að hann sé frekar mikill ef út í það er farið. Það er samt mikið af stelpum sem taka þátt í keppni og gefast síðan upp þegar þeim býðst að starfa sem fyrirsætur. Ég held að það verði spennandi að starfa í Tókýó, ef ég verð svo heppin. Fyrirsæt- urnar eru minni þar og það myndi koma betur út fyrir mig því ég er ekki nógu há að mati margra. Mér flnnst hæðin ekki innan um marga vini og er mikil félags- vera. Ég get til dæmis ekki hangið heima og horft á sjónvarpið og gert ekki neitt. Ætli það sé ekki bara aldurinn, það er svo mikið að gerast í kringum mann og maður prófar allt.“ Það er greinilegt að Anna Lára er ekki aðgerðarlaus heima fyrir, enda eru vinirnir margir og alltaf nóg að gera. — Hvað um tómstundir, gefst einhver tími fyrir þær? „Ég er nú hrædd um það. Fjölskyldan á sjö hesta og ég hef sérstaklega gaman af að fara á hestbak. Ég verð nú samt að viður- kenna að undanfarna mánuði hefúr verið minni tími fýrir hestana og verður það ör- ugglega í ffamtíðinni ef ég fer að starfa er- lendis." — Svo við víkjum okkur nú að keppninni sem þú tekur þátt í, Queen of the World, hvernig leggst hún í þig? „Mjög vel, enda held ég að hún opni mér enn ffekari möguleika sem fyrirsæta. Mér finnst allt í kringum svona keppni svo skemmtilegt og það myndast sérstaklega góður andi, bæði með keppendum og þeim sem að baki standa. Ég stend ágæt- lega að vígi því ég hef verið að sýna með Model 79 sýningarsamtökunum í eitt ár, þannig að ég er ekki óvön því að standa á sviði fyrir ffaman áhorfendur. Mér hefur líka alltaf fúndist svo spennandi að fara utan því maður sér alltaf nýja hluti. Það er líka hverjum manni hollt að víkka sjón- deildarhringinn og keppnin gerir það svo sannarlega. Ég reyni auðvitað að gera mitt besta, meira get ég ekki. Ar.nars finnst mér alveg ótrúlega stutt í keppnina þannig að ég er komin með smáfiðring í magann. Ég var búin að vera ffekar róleg yfir þessu öllu saman og var heldur ekkert að stressa mig. Það þýðir hvort eð er ekki neitt. Ég veit bara að ég hlakka mikið til og er orðin spennt fyrir kepnina. Má líkja svona keppni við að sækja um vinnu Ég verð að vera mjög ákveðin því þetta verður hörð keppni. Að mínu mati mætti 8 VIKAN 17. TBL. 1989

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.