Vikan


Vikan - 24.08.1989, Qupperneq 17

Vikan - 24.08.1989, Qupperneq 17
Mörtuvöndur. Þetta er sumarblóm sem mikið eru keypt til að hafa líka blómstr- andi blóm inni yfir sumartímann. St. Pála er alltaf vinsæl, einkum hjá eldri konum. Hún er litrík, smágerð og auð- veld í meðförum. í blómavendi sem ætlaðir eru syrgj- endum eru gjarnan valin hvít blóm og stundum er fölbleikt notað með, eða ein rauð rós. — Hvernig jurtir henta best á skrifstof- um? Er eitthvað til í því að blóm geti hjálp- að til við loftræstingu, þar sem hún er slæm? „Harðgerðar, grænar jurtir eru bestar á skrifstofur. Blóm bæta loftræstinguna þar sem mjög þurrt loft er því þau skapa loft- raka. Níiarsef er gott dæmi, en potturinn þarf að standa í vatni og þannig eykst rak- inn í loftinu. Ef mikið er um blóm á vinnu- stað borgar sig að einhver einn sjái alfarið um vökvunina. Annars getur orðið um of- vökvun eða jafnvel enga vökvun að ræða.“ — Eru til sígild pottablóm — þ.e. sem tískusveiflur hafa ekki haft áhrif á? „Burknar hafa staðist allar sveiflur. Af gamla vinsældalistanum eru nokkur að koma aftur s.s. aspas, gyðingur, hortensíur og hawaiirósir." — Er ræktun japanskra smátrjáa — bons- ai — vinsæi hér? „Það eru bara grúskarar sem stunda bonsairæktun hér. En það er hægt að kaupa sérstaka bonsai-potta í blómabúð- um og nota fyrir hvaða blóm sem er. Þess- ir pottar takmarka rótarvöxtinn.“ Flöskugarðar, plöntusambýli og svalagróður — En hvað með fiöskugarða? „Þeir eru ekki algengir. Best er að nota seinvaxin blóm í flöskugarða, eins og beinvið, og blóm sem auðvelt er að klippa, eins og bergfléttur. Svo eru kaktusar upp- lagðir í svoleiðis ræktun.“ — Eru plöntusambýli meira notuð núna en áður? „Plöntusambýli eru vinsæl, sérstaklega þau minni. Oft eru settir fallegir steinar, rekaviður eða styttur með í pottinn." — Eftir hverju á að fara í vali jurta í plöntusambýli? „Bestur árangur í plöntusambýlum næst ef valdar eru saman plöntur sem þurfa svipaða birtu og vökvun.“ — Hvernig á að útbúa ílát fýrir plöntu- sambýli? „Það er vinsælt á vinnustöðum að hafa stór ker með misstórum pottablómum. Oft er öruggara að nota „sjálfvökvandi" potta, en þar á ég við potta með fölskum botni, þar sem vatnið er í. Rör úr botnin- um gengur upp úr moldinni, og í gegnum það er vökvað. Á rörinu er svo mælir sem gefur til kynna hvort vatnsskortur er. Fyrir minni plöntusambýli í heimahús- um, myndi ég mæla með grunnum og víð- um ílátum. Þá er óþarfl að setja neitt á botninn, en þá þarf aftur á móti að fylgjast betur með vökvuninni. í dýpri ílát er gróf- ur vikur settur á botninn og blómunum svo plantað í mold.“ — Hvað með grænmetisrækt í gluggum? „Hún er að aukast. Það rækta margir C5RÓÐURH0RNIÐ tómata, bæði litla og stóra, með góðum árangri. Hægt er að kaupa jurtirnar, eða notast við fræ. Svo er ræktun kryddjurta á þennan hátt vinsæl, t.d. graslaukur og steinselja.“ — Er fólk farið að nota blóm á svölum meira, eða er íslensk veðrátta kannski of köld og risjótt? „Ef svalir snúa rétt er ýmislegt hægt að gera. Hægt er að kaupa kassa til að hengja á svalabrún, hvort sem er að utan eða innan. Einnig fást blómaker á fæti. Fólk með goðar svalir getur ræktað sumarblóm, lítil tré eða rósir, svo eitthvað sé nefiit. Svo gefa hengipottar nýja möguleika. En erfltt er um vik ef svalirnar snúa þannig að vindasamt er á þeim.“ — Hvað er hægt að rækta í óupphituð- um garðskálum? „Það er hægt að rækta öll blóm sem hér lifa og að auki þau sem ekki þola vetrar- veður. Rósir og einir eru upplagðar plönt- ur. Ef garðskálinn er alveg frostlaus, eykst úrvalið mikið. Þá má til dæmis rækta vín- berjaplöntur, fíkjutré og önnur ávaxtatré." — Hvaða blóm er hægt að hafa í þak- íbúðum eða þar sem ekki er mikil birta? „Það eru fá blóm, en nokkrar innfluttar skuggaplöntur þola alls ekki sól. Einnig má nota blómaljós og þá er hægt að hafa þar flest pottablóm. Og svo eru silkiblómin..." - Háir gluggar í stigagöngum geta verið erfiðir hvað blóm snertir. Nokkur ráð? „Nota „sjálfvökvandi“ potta. Þá þarf að- eins að vökva á 3—5 vikna fresti. Eða nota samsetningu af silkiblómum og lifandi." Hanna var spurð hvort hún hefði nokk- ur ráð í lokin sem hún vildi koma á fram- færi. Og ekki stóð á svari hjá henni. Hún vildi vara við suðurgluggum. Þeir væru eins og grillofnar fyrir blómin og þeim því erfiðir. Mikilvægt væri að úða blómin og hafa vatn á undirskál á milli þeirra til að hjálpa upp á loftraka — og vökva vel. Muna að draga gardínur frá, séu blóm í gluggan- um, Ef rimlatjöld eru fyrir suðurglugga er gott að hafa dregið niður í sterku sólskini og hafa rimlana hálfopna. í rigningu eða þungbúnu veðri er nauðsynlegt að draga gardínurnar upp fyrir blómin, svo að þau fái næga birtu. Niðurlag Lesendur ættu nú að vera uppfúllir af hugmyndum eftir þetta skemmtilega spjall við Sigríði og Hönnu. Svo er bara að þreifa sig áfram. Vera betur undirbúin fyrir næsta vetur þannig að grípi menn blómaþrá þá er hægt að hafa sumarið nærtækara en það var í vetur... 17.TBL. 1989 VIKAN 17

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.