Vikan


Vikan - 24.08.1989, Side 24

Vikan - 24.08.1989, Side 24
FOLK Lysette Anthony fækkaði fötum fyrir Playboy. Hvað hefur það gagnað henni? Notum við hinar kynþokkann til þess að flytja okkur upp metorðastigann? í síðustu VIKU fjölluðum við um klækina sem karlmenn geta notað gegn konum í valdaaðstöðu. Hvernig klæki nota konur? A ð fækka fötum fyrir framan mynda- /» vél eða sofa hjá yfirmanni til þess / % að fá stöðuhækkun ætti hvort -Á. JL tveggja að vera einungis bitrar minningar og heyra sögunni til. En í hörð- um og vægðarlausum kvikmyndaheimin- um, þar sem vinsældir ráðast í klippingar- klefanum, getur munað öllu að vekja at- hygli á sér og halda henni. Lysette Anthony er falleg kona og hún er ekki heimsk. Hún er líka leikkona sem vill láta taka sig alvarlega. Hún trúir því að hún hafl margt á móti sér vegna þess ein- mitt að hún lítur út eins og „uppstoppuð dúkka“. Þess vegna var það að á síðasta ári ákvað hún að taka meðvitað skref í átt að auknum vinsældum með því að koma fram nakin í myndaröð hjá Playboy. Áður en siðavendnin í okkur tekur til við að dæma hana skulum við athuga að hún er ekki ein um að nota útlitið til þess að koma sér áleiðis upp metorðastigann. Það er til mik- ið af konum, sem ekki eru í sviðsljósinu, sem velja þennan kostinn til þess að koma sér áíram. Það er ef til vill auðveldast að skilja þetta í heimi fyrirsæta og auglýsinga en jalfiffamt væri mjög heimskulegt að gera ráð fyrir að ekki sé algengt víða um heim að nota líkamann til að koma sér áfram í atvinnulífinu. Lysette Anthony er auðvitað ekki fyrsta leikkonan sem kemur fram í Playboy. Af leikkonum, sem eru breskar eins og hún, má nefna Stephanie Beacham og Sarah Miles. En ákvörðun Lysette vekur margar spurningar. Annars vegar segir hún af festu: „Ég vil fá erfið verkefhi. Ég vil vinna með fólki sem ég ber virðingu fyrir. Á næstu tíu árum vil ég einnig taka þátt í framleiðsluhlið kvikmynda." í næstu andrá réttlætir hún Playboymyndirnar með því að segja: „Auðvitað er ég að notfæra mér útlitið. Það hefur tekið mig langan tíma að sætta mig við útlit mitt og ég er rétt byrj- uð að njóta þess að vera falleg. Ef ég vil ganga inn í kvikmyndaheiminn verð ég að draga andann djúpt og ganga í verkið." Hún er fljót að benda á að myndirnar í Playboy séu mjög smekklegar. Þær eru það. Þær eru undurfögur listræn stúdía á fögrum líkama effir Matthew Rolston sem er ljósmyndari á heimsmælikvarða. Thom Eberhardt, sem stjórnaði Lysette, Ben Kingsley og Michael Caine í kvikmyndinni Without a Clue, segir: „Þegar ég sá mynd- irnar stóð ég mig að því að horfa á það sem ég sé alltaf við Lysette, nefnilega aug- un. Kynferðislega orkan, sem er í myndun- um, kemur ffá augunum. Hún sýnir hæfi- leikann til þess að geisla ffá sér kynorku, sem er notaður í mörgum kvikmyndum. Myndirnar eru sýningarefhi. Hefðu þær ekki verið í Playboy heldur í Museum of Modern Art í New York, hefði fólk sagt: Sjáið lýsinguna, sjáið þessi stórkostlegu augu.“ Lysette neitaði að hafa þá stellingu sem Hugh Hefner vildi ffaman á blaðinu svo hún kemur aðeins ffam inni í blaðinu. „Þeir reyndu að vefja mig inn í sellófan með stóra bleika kanínu í slaufu. Ljós- myndari blaðsins, ekki Mathew, spurði hvort ég vildi krossleggja handleggina. Ég sagði honum að ég vissi að hann væri að- eins að vinna sitt starf en að ég neitaði að kreista brjóstin saman. Ég er ekki svoleiðis stelpa.“ En verður ekki þessi myndaröð í Playboy, hversu listræn sem hún er, til þess að ýta undir ímynd hennar sem heimskrar ljósku? „Nei,“ segir Lysette. „Fólk virðist ekki skilja það. Þetta hefur öfug áhrif. Fólk er farið að taka eftir. Jafh- vel fólk sem var ósammála ákvörðun minni segist skilja það núna hvers vegna ég er farin að fá tilboð um góð verkefhi." Engu að síður eru margir af aðalfram- leiðendum og stjórnendum kvikmynda áhugalausir eftir sem áður. Þegar þeir voru spurðir hvort þeir álitu hana hafa tekið rétta ákvörðun höfðu þeir ekki áhuga á að svara, til dæmis David Puttnam og Sir Ric- hard Attenborough. Aðeins Michael Winn- er hafði eitthvað um þetta að segja. „Hún fer ekki endilega fleiri hlutverk. Það má vera að einhverjir í Bandaríkjunum firétti af henni, sem annars hefðu ekki gert það, en ég á erfitt með að trúa því að nakin fyrirsæta sýni leikaraltæfileika sína á mynd- unum.“ Lysette lítur ekki þannig á sjálfa sig. „Ég álít mig ekki vera Playboystelpu. Mér finnst leikferill minn gera mér kleift að vinna að því með miklum listamanni að til verði listrænar ljósmyndir. Ég hefði verið ánægðari ef myndirnar hefðu birst í annars konar blaði — og þær munu gera það. En þá hefðu þær ekki vakið alla þessa athygli sem hefur verið mér svo gagnleg. Þær hafa sett mig aftur á A-listann.“ En var hún ekki á leiðinni inn á listann hvort eð var? Hún lék á móti Michael Caine í sjónvarpsmyndaröðinni um fjölda- morðingjann Jack the Ripper og leikur með honum í kvikmyndinni Without a Clue. Hún hefúr hlutverk í myndaröð BBC, Three Up, Two Down. Hún er einnig stjarnan í sjónvarpsmyndaröð sem heitir The Lady and the Highwayman. Hún bygg- ist á skáldsögu eftir Barböru Cartland og var frumsýnd í Bandaríkjunum. Að auki hefúr leikur hennar í hollensku myndinni Eileen vakið talsverða athygli. Lysette er greinilega á báðum áttum um réttmæti þess að hafa komið ffiam í Playboy, þótt hún hafi tekið ígrundaða á- kvörðun um það ferils síns vegna. Þrátt fýrir að hún fúllyrði að hún myndi gera það sama aftur viðurkennir hún fúslega að hún vakni stundum í köldu svitabaði og hugsi með sér hvað hún sé eiginlega að gera. Þennan vef andstæðna, sem hún er flækt í, þótt tímabundinn sé, þekkja margar kon- ur þótt í smærri sniðum sé. Eins og Lysette vinnum við flestar störf þar sem karlmenn eru í meirihluta og flestir bregðast við okkur sem konum fyrst og sem starfsfélög- um á eftir. Þetta á einkum við áður en þeir hafa metið starfsgetu okkar. Það er auðvelt að fúllyrða með festu að við myndum aldrei notfæra okkur þá staðreynd að við erum konur til þess að auðvelda okkur leið, en ég efast um að við segðum allar satt. t sagnffiæðibókum er fullt af konum sem hafa notað líkamann og kyntöffiana til þess að ná völdum, ffiama eða hvort tveggja. Nell Gwyn er sögulegt dæmi og Mandy Smith er dæmi úr nútímanum. Hefði hún ekki átt í sambandi við Bill Wyman úr Rolling Stones hefði nafn hennar ekki komist á hvers manns varir svona fyrir- hafnarlaust. Hún notferði sér frægð sína út í ystu æsar og gerði það gott. Hversdagslegu vandamálin eru miklu smærri í sniðum. Þrátt fýrir að okkur sýn- ist þróunin vera í átt að jafnrétti höfum við flestar einhvern tímann unnið með konu sem okkur grunar að hafi komið við í ból- inu hjá einhverjum hátt settum á leið sinni upp metorðastigann. Það er ekki óþekkt fyrirbæri að sofa hjá forstjóranum og það væri fráleitt að halda öðru fram. Venjulega berum við enga virðingu fýrir konunni sem gerir það, okkur finnst jafnvel við vera sviknar og erum himinlifandi ef hún einangrast þegar yfirmaðurinn snýr sér að einhverri annarri eða ef hún veldur ekki starfinu sem hún ávann sér á svo óheiðar- legan hátt. Ámóta pirrandi og oft hættulegar eru þær konur sem vilja að samstarfsfólkið haldi að þær séu í sérstöku sambandi við yfirmanninn þótt þær séu það ekki. Þær vilja láta líta á sig sem æðri en aðrar, að þær geti notað kyntöfrana sem vopn á þann hátt sem okkur hinum er ekki kleiffi, okkur sem erum ekki eins aðlaðandi í út- liti. Og þótt yndislegt væri að geta fullyrt að áratuga barátta kvenréttindahreyfinga hefði borið endanlegan árangur þá væri það algjörlega óraunhæft. Ekki síst vegna þess að konur eru ennþá til í að leika þennan leik. Þegar ég hóf starf sem blaða- maður var ég sífellt á varðbergi gegn kynja- misrétti og veittist að fólki út af því en svo komst ég að því að ég var að eyða tíman- um til einskis. Karlmennirnir, sem ég vann með, flokkuðu allar konur, án nokkurs til- lits til hæfni þeirra, undir girnilegar eða forljótar og ekkert þar á milli. Þeir heyrðu ekki það sem ég var að segja og ég gerði 22 VIKAN 17. TBL 1989

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.