Vikan


Vikan - 24.08.1989, Síða 37

Vikan - 24.08.1989, Síða 37
DULFRÆÐI HUGUOMUN BRÉF FRÁ SJÚKLINGI Sá sem þetta hripar hefur um all- mörg ár fengist við tilraunir til huglækninga og stundum með nokkuð góðum árangri. Hef ég í þessu sambandi haft viðtalstíma í síma mínum tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum kl. 11-12 f.h. Lækningar þær sem ég stunda eru þess eðlis að sá sem til mín leitar um hjálp þarf ekki að hitta mig persónulega. Ég þarf að- eins nafn hans og dvalarstað og hef svo huglægt samband við hann. Prátt fyrir þetta hafa ýmsir óskað þess að skrifa mér og hef ég jafhan tekið því vel. En ég lagði mér sjálfum þær skyldur á herðar í því sambandi að svara öllum bréfum sem til mín bærust, ekki síst þegar bréfritari lýsir vandamálum sínum og óskar ráða til að bregðast rétt við þeim. Jafhan hef ég gert það að venju minni að taka afrit af öllum slíkum svörum mínum. Síðan geymi ég bréf þau sem mér þannig berast og hjá þeim afritin af svörum mínum. Með þess- um hætti hafa safnast hjá mér fimm þykk bindi af slíkum bréfum og mætti með lestri þeirra stundum fýlgjast með því hvaða áhrif ég kann að hafa haft á hugsun- arhátt bréffitara. Vitanlega eru slík bréf algjör trúnaðar- mál en þó ætla ég að þessu sinni að gera undantekningu firá því með því að birta bréf frá sjúklingi, sem varð fýrir óvenju- legri reynslu í veikindum sínum, því mér skilst að hann hafi ekki á móti því að láta aðra vita um þessa upplifun sína ef það mætti verða einhverjum til góðs eða að minnsta kosti umhugsunarefni. Já, hérna kemur þá bréfið: Ég veit ekki hvort ég á að láta mér detta í hug að reyna að festa á blað það undursamlegasta sem ég hef reynt og Guð gaf mér að upplifa á Landspítalanum í al- varlegu sjúkdómstilfelli. Ég vildi svo fegin geta gefið öðrum hlutdeild í því sem mér var gefið. Öðrum, sem ef til vill ganga með dulda þrá í leit að sannleikanum. Pó veit ég samt sem áður að mig brestur orð til að geta lýst því eða klætt það í þann búning sem þarf til að geta náð þeirri fyllingu sem felst í því að geta gert öðrum ljóst með orðum það sem manni er ekki unnt að sýna. En vildi óska öðrum þess að hver og einn mætti verða slíkrar sælu aðnjótandi sem ég fékk að reyna í veikindum mínum. Á Landspítalanum, klukkan tíu um kvöld, kom stúlka til mín með pappaspjald sem á stóð „fastandi". Þá vissi ég það, að aðgerðin átti að hefjast að morgni. Ég greip bréfsefiti og penna og skrifaði nokkr- ar línur heim. Ég vildi senda fólkinu mínu kveðju, þó ekki væri nema á blaði. Að því loknu lagðist ég fyrir, bað fýrir mér og fól Guði allt sem mér var kært og einnig bað ég fyrir öðrum. Það eru svo margir sem þurfa hjálpar við. Ég fann nálægð þess góða umlykja mig. Svo sofnaði ég og svaf vel um nóttina. Á mínútunni kl. 9 um morguninn kom konan svo með „líknar- sprautuna" svokölluðu og önnur með „ampúlansinn" og mér var ekið inn á skurðstofuna. Ég hagræddi mér á skurðarborðinu og meðan verið var að laga til kringum mig varð mér hugsað heim. Læknirinn, sem stóð hjá mér, þreifaði eftir æðinni á hand- arbakinu á mér. Svo kom sprautan, dofinn nálgaðist hægt, eins og vinalegt ský. Ég hafði opin augun. Mig langaði til að vita hvort ég sæi engan löngu farinn ættingja eða vinafólk í nálægð við mig. Nei. Ég lét aftur augun og leið inn í óminnið. Það næsta sem gerðist og það fyrsta sem ég vissi um var að haldið var í báða hand- leggi á mér og ég hrist og skekin. Og það var kallað í mig hvað eftir annað með nafni. Ég kom langt að en ekki vissi ég hvaðan ég kom. Ég þjáðist en gat ekki hreyft líkamann í rúminu og ekkert látið til mín heyra. Ég veit að hjúkrunarkonurn- ar tvær, sem standa sín hvorum megin við mig, fá ekki vakið mig. Þær hverfa því ffá aftur en þá er það að ég er allt í einu að fara ffam úr rúminu og ffá líkamanum. Hreyfingar mínar eru undarlega léttar og svífandi. Og ég er á að líta einna líkust ljós- leitu skýi. Ég styð hægri hönd á litla borð- ið sem stendur við rúmið mitt en ég finn ekki þéttleika efhisins. Mér er ekki ljóst hvað ég ætlast fyrir eða öllu heldur ætlast ég ekkert fyrir. Mér er þetta ekki sjálfrátt. En fýrsta hugsun mín er að fara úr þessu eða geta ekki verið, verði að fara, en veit ekki hvert. Ég stend upp og það næsta sem grípur hugann er að ég er hissa og undr- andi. Hvað hefur skeð? Ég geng út að veggnum en kem ekki við gólfið. Ég áleit mig verða að fara út að glugganum til að sjá út. En nú bregður svo við að ég þarf þess ekki. Ég sé í gegnum vegginn. Ég horfi út á flugvöllinn og út til Bessastaða sem blöstu jafnan við þegar litið var út ffá herberginu sem ég var í. Ég finn ekki til ótta eða hræðslu. Það eina sem mér finnst óviðfelldið og kann ekki við er að mig vantar þyngdarlögmálið. En nú er kippt í mig og ég dregst að líkamanum og samein- ast þjáningunni sem heltekur mig. Hjúkr- unarkonurnar standa aftur sín hvorum megin við mig og heldur hvor í sinn hand- Iegg og kalla til mín. En ég get ekki látið heyra til mín og þá fara þær aftur. En nú þýt ég út úr líkaman- um eins og raketta, svíf í loftinu og segi fagnandi: „Ég er svo létt!“ Ég kemst í lóð- rétta stöðu út við vegginn og fer á ný að hugsa um ástand mitt. Það varð ekki hjá því komist að sjá og finna það að ég var í tvennu lagi. Og það sem ég alltaf hafði tal- ið sjálfa mig og ég sá og horfi á í rúminu finn ég að svo er ekki. Ég er einmitt það sem stendur við vegginn úti á gólfi. En hvemig er mér varið? Er ég þreytuleg? Ég strýk báðum höndum ffá mjöðmum og niður fótleggi. Ég finn að ég er áþreifanleg og þétt viðkomu, alveg eins og áður, en öll eins og fíngerðari. Ég er ánægð með þessa uppgötvun og algerlega óttalaus þó mér sé orðið ljóst að allt í kringum mig sé orðið óáþreifanlegt. En nú er kippt í mig og ég dregst að hálfú leyti upp að líkamanum og inn í hann að nokkru, en mér finnst að þær hafi ekki kraft til að ná mér og er ég því mjög fegin því nú er mér ljóst að ég get ekki sameinast þessari kvöl sem ég veit að bíð- ur mín í líkamanum. Þær hverfa aftur ffá og ég tek mér stöðu aftur út við vegginn. Mér líður svo ósegjanlega vel og er undr- andi á því að ég finn hvergi til. Seyðingur- inn og vanlíðanin, sem fylgt hafði mér um árabil eins og skugginn, er gjörsamlega horfið. En nú sé ég þær koma aftur. Ég þekki þær, önnur heitir Vaka, hin Guðrún. Ég ávarpa þær, bið þær að leyfa mér að 17. TBL. 1989 VIKAN 35

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.