Vikan


Vikan - 24.08.1989, Side 38

Vikan - 24.08.1989, Side 38
vera í íriði, segi þeim að þær geti ekkert fyrir mig gert. Ég er heilbrigð og lifandi og líði svo vel. Bara að þær láti þetta sem sé í rúminu vera kyrrt. En þær heyra ekki til mín, sjá mig ekki. Þetta þykir mér afar undarlegt og ótrúlegt. Þær eru fyrir mér að sjá líkastar svefhgenglum. Ég virði fyrir mér líkamann í rúminu og fer að hugsa um hvað það sé sem fólk sé að flytja til grafar og syngja yfir og flytja ræður um. Það sé nánast sagt eins og flík og mér finnst þetta svo fúrðulegt og fjarstæðukennt. En ég átta mig eins og stendur ekki á því að ég sé í öðru ástandi nú en almenningur er dag- lega. Þær gefa ekki gaum að orðum mínu. Öll þeirra athygli beinist að því sem í rúminu er. Það er kippt í mig en það er eins og fyrr, ég næ engu valdi á líkamanum. Þær hrista á mér handleggina, kalla nafhið mitt. Það ber engan árangur. Þær fara aftur. Ég svíf út frá rúminu. Staðnæmist eins og áður lóðrétt milli rúms og veggjar. Ein- hvem veginn finnst mér, en veit þó ekki hvernig, að ég muni fá næðisstund. Mig langar svo óumræðilega til að vera látin í friði og stend kyrr. Það er þó nokkurt bil ffá fótum mínum að gólfinu. En það skiptir engu máli. Ég er farin að kunna betur við það eftir því sem ég æfist við að fara úr lík- amanum. Það sem nú fyllir huga minn er að ég finn að ég er heilbrigð og þegar ég næ að hugsa um það grípur mig mikill fögnuður og að sama skapi er eins og heilbrigðin aukist. Ég hrópa upp: Guð veri lofaður. Ég er alheilbrigð! Og heilbrigðin er svo tak- markalaus að það er eins og hún sindri um mig alla og út frá mér í ómælanlegum krafti. Enginn — hversu heilbrigður sem hann er í sínum jarðneska líkama og jafh- vel ekki þegar æskuþrótturinn er á æðsta stigi — getur nokkurn tíma fundið nema lít- ilfjörlegt brot af þessari lífsorku. Hún er bundin og fjötruð í efhislíkamanum. Ég stend kyrr, einhver dularfullur máttur veldur því að ég stend kyrr og hreyfi mig ekki. Óafvitandi er eins og ég sé að bíða eftir einhverju. Mér líður óumræðilega vel og hjarta mitt er fullt af fögnuði og þakk- læti til Guðs fyrir þessa miklu gjöf að vera heilbrigð. Og þar sem ég stend þarna og hugsa um Guð kemur á móti mér geisla- magn í stríðum straumum og líkast því sem því rigni niður í kringum mig. Þetta geislamagn er þrungið svo miklum kær- leika að því fá engin orð lýst. Allt í kring- um mig er þrungið miskunn og mildi. Og jafhffamt skynja ég svör við svo mörgu sem ég hef þráð að vita en aldrei fengið svör við. Hugsun mín er skýr, ég er næm og móttækileg fyrir guðleg áhrif. Geisla- magnið heldur áfram og ég veit ekki fyrr en hellist yfir mig svo máttugur guðdóm- legur kærleikur, eins og flóðbylgja. Ég sé allar bænirnar mínar í þessu geislaflóði, allar ffá upphafi, og ég stend í hafi af kær- leika. Ég sé að brjóst mitt vinstra megin, í hjartastað, er eitt skínandi ljóshaf. Ég skynja Guð og orð frelsarans koma mér í hug: „Guðs ríki er innra með yður.“ Ég hrópa upp af óumræðilegri sælu. Ég 36 VIKAN 17. TBL. 1989

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.