Vikan


Vikan - 24.08.1989, Page 47

Vikan - 24.08.1989, Page 47
LEIKLI5T KIRK DOUGLAS LIFIÐ HEFUR VERIÐ MÉR GOTT Kvikmyndaleikarinn Kirk Douglas birtist fyrst á hvíta tjaldinu þegar amma var ung og enn er hann að. Elsti sonur hans Michael er þó líklega þekktari leikari hjó yngri kyn- slóðinni og þeir sem fylgjast með þóttunum Kærí Jón á Stöð 2 á mónudagskvöldum geta séð yngsta son hans, Eric, leika þar hinn óþolandi Kirk. í nýútkominni ævisögu sinni, sem ógrip birtist úr hér, segir Kirk fró þvi hversu vel honum - syni blófótæks rússnesks innflytjanda - hefur farnast í lífinu - þrótt fyrir allt - og hann segir fró samskiptum sínum við nokkrar af fjölmörgum konum í lífi sínu, eiginkonum og öðrum, og fró sonunum fjórum. Eg kom í þennan heim í undurfagurri gylltri öskju, fagurlega skreyttri ávöxtum og blómum, sem í örfínum silki- þræði hékk niður úr himni. Mamma var í eldhúsinu að baka brauð á sólbjörtum vetrarmorgni og sá gylltu öskjuna glitra í snjónum. Hún flýtti sér út í garð, opnaði öskjuna... og þar var ég! þannig kom ég í heiminn. Ég veit að þetta er satt af því að mamma sagði mér frá þessu... Ég er sonur ólæsra rússn- eskra innflytjenda sem bjuggu í Amsterdam í New Yorkfylki. Faðir minn, Herschel Daniel- ovitch, flýði ffá Rússlandi 1908; mamma, Bryna Sanglel, varð eftir og vann í bakaríi til að vinna sér inn næga peninga til að komast til Bandaríkjanna tveim árum seinna. Hún vildi að öll sín börn feddust í þessu frábæra nýja landi. Á árunum 1910, 1912 og 1914 feddust systur mínar, Pesha, Kaleh og Tamara. Síðan kom ég, Issur, árið 1916. Þá komu þrjár stelpur í viðbót; ÞÝÐING: BRYNDlS KRISTJÁNSDÓTTIR tvíburarnir Hashka og Siffra 1918 og loks Rachel árið 1924, þegar mamma var fertug. Þegar ég fór í skóla varð ég að skipta frá blöndunni af ensku og máli gyðinga — sem foreldrar mínir töluðu — yfir í ensku. Þá þegar var búið að „ameríkansera" föðurnafh okk- ar yfir í Demsky. Pabbi varð Harry og mamma breytti Bryna í Bertha. Mínu nafni var breytt í Isadore, sem ég hef aldrei getað þolað. Amsterdam var rúmlega 30.000 manna bær og í honum voru þrjár risastórar teppa- verksmiðjur, stærsta hnappa- framleiðsla sem nokkurn tíma hefúr verið reist og aðrar verk- smiðjur. En ekki einn einasti þeirra mörg þúsunda sem þarna vann var gyðingur; gyð- ingum var meinað að vinna í verksmiðjunum. Það sem faðir minn gerði þá, en hann hafði verið hestakaup- maður, var að fá sér hest og vagn og gerast „tuskumaður"; hann ók um og keypti gamlar tuskur, málmhluti og ýmislegt rusl fýrir smáaura. Jafhvel í götunni okkar, þar sem engir bjuggu nema fátæklingar, þótti tuskumaður það lægsta sem hægt væri að komast. Og ég var sonur tuskumannsins. Issur var ánægður þegar hann komst í burtu frá húsinu við Arnarstræti, eða Eagle Street, nr. 46, þar sem þær voru alltaf systur hans sex og mamma þeirra. Allar þessar konur! Hann þurfti svo á föður sínum að halda, en pabbi hans var sífellt fjarverandi - í ein- hverjum dularfullum karl- mannserindum. Issur hataði pabba sinn - og þótti um leið afar vænt um hann. Ég stal mat. Ég laumaði hendinni undir hænu nágrann- ans eftir volgu eggi, tók ávexti og grænmeti af pöllunum fyrir framan verslanirnar. Ég vann við hvaðeina sem barn gat gert til að afla sér peninga og lét tvo þriðju þeirra ganga til heimilisins, einn þriðja geymdi ég til að sleppa burt — í háskóla. Mig hefur alltaf langað til að verða leikari — ég held frá því að ég fór fyrst með ljóð í barnaskóla. Þá var klappað fýr- ir mér — sem mér líkaði vel og svo er enn. Þegar gyðingastrák- ur er orðinn þrettán ára þá er hann kominn á fermingarald- ur. í fermingargjöf fékk ég ör- fáa gullpeninga og þegar ég bætti þeim við það sem ég hafði sparað af vinnupening- unum mínum átti ég 313 dali, sem eru rúmlega 17.000 krónur, og þótti þetta fjársjóð- ur í þá daga. Pabbi bað um að fá peningana lánaða. Hann ætl- aði að kaupa nokkurt magn af málmi sem selja átti ódýrt. Mamma reyndi að fá mig ofan af því að lána honum. Hún vissi að ég var að spara þessa peninga fýrir háskólanámi, en ekkert hefði getað komið í veg fýrir að ég léti hann fá þá. Til allrar óhamingju var þetta árið 1929 og málmmark- aðurinn hafði kolfallið. Pabbi tapaði öllu sparifénu mínu. Stóru systur mínar, sem voru þá allar orðnar útivinn- andi, vildu að við flyttum í betra hverfi. Miklar deilur risu vegna þess að pabbi vildi ekki flytja. Ef pabbi hefði bara sagt: ’Vertu kyrr hjá mér, sonur minn.’ En hann sagði ekki neitt. Ég skildi pabba, sem þá var 46 ára, eftir og flutti burt með mömmu og systrum mínum. Kennslukonan vill meira, en ég var bara 14 ára Yfirmaður enskudeildarinn- ar í grunnskólanum sem ég var í breytti lífi mínu. Hún kom mér í kynni við heim Ijóðsins 17. TBL 1989 VIKAN 45

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.