Vikan


Vikan - 24.08.1989, Blaðsíða 49

Vikan - 24.08.1989, Blaðsíða 49
LEIKLI5T k fæðist..." Barniðl? Ég datt næst- um úr rúminu. í júní 1944, þegar ég hafði legið í rúminu í marga mánuði, var mér sagt að blóðkreppusóttin gæti gert vart við sig á ný, þannig að ég var útskrifaður úr hernum með sóma. Ég hélt því austur á leið til að hitta konu mína og væntanlegt barn. Við Diana bjuggum um tíma hjá systur hennar, Ruth. Ég fór niður í bæ á hverjum degi og reyndi að fá vinnu á Broadway. Áður en mjög langt um leið varð gæfan mér hliðholl. Ég tók yflr hlutverk annars leikara í leikritinu Kiss and Tell. Eitt kvöldið, þegar ég kom heim úr leikhúsinu, var Diana enn glaðvakandi og búin að pakka niður; það var kominn tími til að fara með hana á spít- alann. Sonur minn feddist næsta morgun, klukkan hálf- ellefú þann 25. september 1944. Diana vildi nefha hann í höfúðið á mér: Kirk Douglas. En mér hefúr aldrei líkað við titilinn „yngri“. Og samkvæmt venjum gyðinga eru börn aldrei látin heita í höfúðið á ættingja sem er enn á lífi. Við komumst að samkomulagi og létum hann heita Michael K. Douglas. Þegar Michael var um þriggja vikna fluttum við í íbúð í Greenwich Village. í júní 1945 lék ég í leikriti sem hét The Wind Is Ninety. Þegar gagnrýnin birtist þá var þar mynd af mér og undir stóð: „Ekkert minna en frábær!“ Þessa nótt, þar sem ég lá við hlið Dianu, gat ég ekki soflð: Hvað eiga þeir við með „ekk- ert minna en“? Ef þeim finnst ég frábær, af hverju segja þeir það þá ekki? Framhjáhöldin Þrátt fyrir nánar stundir, þá áttum við Diana okkar vanda- mál. Við höfðum gifst, eins og svo margt annað ungt fólk í stríðinu, í flýti og af hræðslu. Þegar við vorum búin að koma okkur fyrir og fórum að takast á við daglega lífið þá komumst við að því að við þekktum hvort annað í raun og veru ekki mjög vel. Án þess að ég vissi hafði Lauren Bacall gert mér greiða. Hún hafði sagt þekktum kvikmyndaffamleið- anda, Hal Wallis, frá mér og hann hringdi til mín og bauð mér hlutverk í mynd og Bar- bara Stanwyck átti að leika á móti mér. Ég ákvað að gefa Hollywood tækiferi. Byrjað var á tökum og ég var ungur og hræddur en reyndi að láta sem ég væri eldri en ég var. Og í miðjum tökum birtust þær Diana og móðir hennar með Michael. Ég lék síðan í annarri mynd fyrir Hal og þá með Burt Lan- caster. Okkur Burt samdi jafn- vel þá eins og nú. Eftir að ann- ar sonurinn, Joel, feddist fór þetta að verða enn erfiðara hjá okkur Diana. Við vorum svo ólík í skapi. Einu sinni sagði ég við hana: ‘Þú ert alltaf glöð og ánægð nema eitthvað gerist sem gerir þig óánægða. Ég er alltaf óánægður nema eitthvað gerist sem gerir mig ánægðan og meira að segja þá er ég ekki viss um að ég sé ánægður. Ég lék ýmis hlutverk sem mér líkaði ekki, í myndum sem mér líkaði ekki. Ég lék besta vin kvensöguhetjunnar í Walls of Jerícho á móti Lindu Darnell...og líka þegar við vor- um ekki að leika. Þegar ég lék enskan prófessor í A Letter to Three Wives og Ann Sothern lék eiginkonu mína, þá æfðum við hlutverk okkar án þess að vera nálægt sviðinu. Ég held að Diana hafi vitað meira en hún lét uppi. Einu sinni þegar við Diana rifumst heiftarlega í eldhúsinu þá sáum við hvar Michael, sem þá var um 6 ára, kom gangandi í áttina til okkar. Við hættum að rífast um leið, en hann brast í grát. Hann fann álagið. Þá 17. TBL.1989 VIKAN 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.