Vikan


Vikan - 24.08.1989, Page 51

Vikan - 24.08.1989, Page 51
LEIKLI5T ástríðu. Ég áttaði mig ekki á því sem var að gerast og mér leið illa. Pier sagði: „Ef það er þannig sem þér liður þá ættum við ef til vill að slíta trúlofun- inni.“ Ég svaraði: „Líklega." Hún tók litla trúlofunar- hringinn af fingrinum og ég tók við honum. Þetta var búið. Ég fór heim og hringdi í Anne. Það var ekki fyrr en þá sem hún sagði mér það sem hún hafði vitað allan tímann: Pier hafði alltaf haldið framhjá mér. Ég fór síðan aftur til Kaliforníu, en var alltaf að hugsa um Anne. Ég bauð henni í heim- sókn og hún samþykkti að koma og vera í tvær vikur. Ég vissi að ef hún færi aftur til Evrópu að heimsókninni lok- inni væri ég búin að missa hana — og það vildi ég ekki. Það var fimmtudagur og hún var í svefnherberginu þeg- ar ég gekk inn og sagði: „Heyrðu, ættum við ekki að gifta okkur?“ Laugardaginn á eftir, sem var 29. maí 1954, flugum við til Las Vegas og giftum okkur. Áður en langt um leið var Anne orðin ófirísk og ég var að vinna við fyrstu myndina sem ég ffamleiddi upp á eigin spýtur The Indian Fighter en fyrirtæki mitt kall- aði ég Bryna Company eftir móður minni. Næsta mynd sem mig langaði til að Bryna Company gerði og ég léki í var Lust for Life eftir samnefndri bók Irving Stone sem fjallaði um líf Vincent Van Gogh. Þriðji sonurinn Á meðan á tökum stóð, þann 23. nóvember 1955, fæddist barnið okkar. Sonur, nærri 4 kíló og með ákveðið péturs- spor í hökunni. Við nefhdum hann Peter og miðnafnið var Vincent, já eftir Van Gogh. Óskarsverðlaunaafhending- in nálgaðist og ég var tilnefnd- ur fyrir Lust of Lifc, sem var þriðja tilnefning mín. Allir sögðu mér að ég ætti sigurinn vísan. Ég var í Munchen við tökur á Paths of Glory. Á ósk- arsverðlaunaafhendingarkvöld- inu sá ég a.m.k. 50 ljós- myndara samankomna í mót- tökunni á hótelinu mínu um leið og ég fór upp á herbergið mitt, en þeir voru að bíða eftir að ná sigurvegarabrosinu um leið og tilkynnti yrði að ég hefði unnið óskar. Ég æfði undrunarsvipinn sem ég ætl- aði að hafa á andlitinu þegar ég yrði vakinn af fastasvefhi og mér sagt að ég hefði unnið. Þegar ég vaknaði var undrun- arsvipurinn ekta — Yul Brynn- er hafði unnið fyrir The King and I. Þarna var ég aleinn - enginn óskar og fjölskyldan langt í burtu. Bankað var á dyrnar hjá mér og ókunnugur maður færði mér pakka. Gjöf eftir allt saman. Óskarsstytta. Og á henni stóð: „Til pabba, sem alltaf er óskars virði fyrir okkur. Stolz og Peter." Ég kallaði Anne alltaf Stolz en það þýðir stolt. Rúinn inn að skinni Við Anne höfðum í nokkurn tíma verið að þræta um Sam Norton, besta vin minn, um- boðsmann, lögfræðing og framkvæmdastjóra. Allar mínar tekjur fóru beinustu leið til hans og hann greiddi reikning- ana. Anne hafði sínar efasemd- ir í hans garð. Dag einn sagði ég hlæjandi við Sam: „Konan mín vill vita hversu mikla pen- inga ég á.“ Þú ert milljónamæringur." Ég færði konu minni þessar góðu fréttir. „Hvar eru þær?“ spurði hún. „Það er eitthvað ekki eins og það á að vera með Sam Norton,“ sagði hún, „ég finn það á mér. Ég held að hann sé óheiðarlegur." „Nei, heyrðu nú. Ég er bú- inn að þekkja Sam í nærri 15 ár og ég vil að við hættum að ræða um þetta!“ sagði ég. En Anne hlýddi mér ekki. Ég fór að fá verulega bakþanka, ekki um Sam heldur hjónabandið. Ég fór einn til London að gera Devil’s Disiple og þegar ég kom heim aftur fræddi Anne mig á því að hún hefði látið endurskoða fjárhald mitt og það sem kom í ljós var að ég átti ekki krónu í bankanum, ég skuldaði skattinum 750.000 dollara (43,5 milljónir) og all- ar pottþéttu fjárfestingarnar, sem ég taldi mig hafa lagt í, voru í gervifyrirtækjum sem Sam Norton hafði skráð — og þannig hélt listinn áfram. Þetta þýddi að Sam Norton hafði rúið mig inn að skinni. Ég átti ekki krónu og var stórskuldugur. Niðurbrotin héldum við Anne fund með nýjum lögffæðingi. Með tímanum endurgreiddi Sam mér um 200.000 dollara (11.6 milljónir) sem var ekki nema örlítið brot af því sem hann skuldaði mér, en það var allt og sumt sem við fengum til baka. Hver stórmyndin á fætur annarri Við eignuðumst annað barn og gáfum því gott víkinga- nafh: Eric. Frumsýning á mynd minni The Vikings stóð fyrir dyrum á Broadway og var hún auglýst á risastóru ljósaskilti, sem mig langaði að mamma sæi. í hvert sinn sem ég hafði heimsótt hana í gegnum árin þá hafði ég sagt: „Mamma. Ameríka er svo ffábært land og ég ætla að koma þínu nafhi á ljósaskilti." Og núna hafði ég gert það. Við ókum niður á Times Square: „Sjáðu mamma. Nafnið sem ég kenndi þér að skrifa er þarna upplýst: BRYNA PRESENTS THE VIKINGS." Mamma horfði á það óttasleg- in. Ég var ánægður yfir því að hafa gert þetta því aðeins nokkrum mánuðum síðar hringdi hún til mín og spurði hæglátlega hvenær ég kæmi aftur á austurströndina, hana langaði að sjá mig. Svona hafði hún aldrei verið fyrr, ég flýtti mér út á flugvöll. Mamma var á spítala þegar ég kom, í súrefh- istjaldi vegna lungnabólgu, auk þess sem hún var veik fyrir hjarta og með sykursýki. Ég og systur mínar vorum hjá mömmu til skiptis dögum saman á meðan hún varð veik- ari og veikari. Ég hélt í hönd hennar þegar hún leit upp til mín og brosti: „Vertu ekki hræddur, Issur. Þetta kemur fyrir okkur ölL“ Ég kyngdi og horfði á hvernig hún dró and- ann hægt að sér og síðan frá sér með miklum erfiðleikum, þar til síðasti andardrátturinn kom ...og svo ekkert meir. Næst mynd mín var Spartac- us sem varð afar vinsæl, jafnvel í Rússlandi, mömmu og pabba hefði líkað hún. Ég var viss um að úr bókinnni „Seven Days in May“ mætti gera frábæra mynd. Þó margir yrðu til þess að reyna að telja mér hughvarf fór ég til Washington til að tala við höfundana. Þar var mér boðið í fínt hlaðborð. Þar sem ég stóð þarna og var að vand- ræðast með fullan disk af heit- um mat þá er sagt við mig: ,/Etlarðu að gera kvikmynd effir „Seven Days in May?“ Ég sneri mér við; Kennedy forseti! ,Já, herra forseti." „Gott.“ Hafi ég verið í ein- hverjum vafa, þá drekkti þetta sterka „já“ öllum „neiunum". Mestum hluta ársins 1987 eyddi ég í að skrifa sjálfsævi- sögu mína. Núna ligg ég í rúm- inu og horfi á bókahillurnar umhverfis mig, hver bók árit- uð af höfundinum fyrir mig og ég hef lesið hverja einustu þeirra. Mamma og pabbi lærðu aldrei að lesa. Ég lít á hillurnar þrjár þar sem ég geymi inn- bundin handrit að kvikmynd- um mínum. Kannski mun barnabarn mitt, Cameron, líta yfir þessar myndir í framtíð- inni. Ég hef svo margt sem ég get verið þakklátur fyrir. 17. TBL 1989 VIKAN 49

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.