Vikan


Vikan - 24.08.1989, Side 53

Vikan - 24.08.1989, Side 53
C5ÆLUDVRIN Dreymir dýrin okkar? TEXTI: FRlÐA BJÖRNSDÓTTIR Dreymir dýrin? spyrja margir, sem horft hafa á heimilisköttinn eða hundinn liggja sof- andi, en fara svo skyndilega að gefa ffá sér torkennileg hljóð, mjálma eða stynja í svefhinum. — Já, sérfræðingarnir halda því fram að dýrin dreymi, og ein- mitt þetta, sem við töldum upp hér að ffaman, gefi það til kynna. Það er mjög algengt að hundar, sem eiga erfiðan dag að baki, með miklum hlaupum og leik, sofha en fara svo að hreyfa fæturna eins og þeir væru enn á hlaupum, þótt steinsofandi séu. Þá er trúlega að dreyma um ævintýri dagsins, hvort heldur þau hafa verið eltingaleikur við eigand- ann eða kindur upp um fjöll, ef um sveitahund er að ræða. Sagt er að kettir láti ekki eins illa í svefhi og hundar en þó kemur oft fyrir að sjá má þá slá út í loftið með loppunni rétt eins og þeir væru að reyna að krækja í mús. Hinir vantrúuðu láta sér eflaust ekki þessar staðhæflng- ar nægja og segjast ekki trúa því að dýrin geti dreymt, en þeir geta þá fengið að vita að hægt er að merkja bylgjur frá heilanum ef línuriti er tengdur við höfuð þeirra. Fram hafa komið á línuritum dýra sam- svarandi hreyfingar eins og sjást á línuritum fólks sem er að dreyma. Kisusaga Dýrleif í Mosfellssveit hefur sent okkur frásögn af kisunni Prinsessu sem hlaut nafhið af því að farið var með hana eins og væri hún postulínsdúkka. Dýrleif fékk Prinsessu mánað- argamla og vildi hún í byrjun aðeins liggja á koddanum hennar og hreyfði sig lítið, en það átti eftir að breytast og hún fór síðar upp á allar hillur og henti öllu sem þar var nið- ur auk þess sem hún át öil þau blóm sem hún komst í tæri við. Og Dýrleif segir: Þó svo Prinsessa væri vel kassavanin þótti henni ágætt að breyta til og pissaði þá í blómapottana, svo oft þurfti að gera stór- hreingerningar á eftir. Ég átti stóran bangsa sem sat alltaf úti í horni og var mikið loðinn. Prinsessa hélt að þetta væri mamma hennar og lá undir hrömmum bangsa og tottaði hann, en engin kom mjólkin. Prinsessa vildi ekki kattamat, hún vildi vera eins og mann- fólkið. Helst vildi hún kjötboll- ur og kartöflur. Sykur fannst henni góður, auk þess sem súkkulaði og malt var hennar uppáhald, svo ekki sé nú talað um kókópöffs og seríós. Einu sinni var ég að borða kornfleks en þurfti að skreppa frá. Þegar ég kom til baka sat kisa á eld- húsborðinu og borðaði korn- fleksið mitt með bestu lyst. Eftir það fékk hún sama morg- unmat og ég og var mjög ánægð. Á jólunum „rústaði" hún jólatrénu og öllum kúlun- um. Þegar gestir komu í heim- sókn hljóp hún til dyra og mjálmaði og lét ekki gestina í friði, vildi alltaf liggja ofan á þeim en hvæsti þó þegar þeir settust í stólinn hennar. Ég varð að loka hana úti úr her- berginu mínu á næturnar því annars beit hún mig í tæmar, en stundum var hún í vondu skapi og þá var ekki svefhfrið- ur vegna þess að hún klóraði og klóraði í hurðina og stökk á hana. Þegar opnað var fyrir Prinsessu kom hún og sleikti mig í framan til að vekja mig. Prinsessa var mikil skræfa. Hún var hrædd við snjó og hljóp inn um leið og hún var sett út í snjóinn. Hún var líka hrædd við bíla og stórar kisur og kæmu ókunnar kisur inn um gluggann faldi hún sig svo erf- itt var að finna hana aftur, segir Dýrleif að lokum og segist ætíð muni minnast kisunnar Prinsessu. Hugleiðing í fram- haldi af kisusögu Það er tvennt sem kemur fram i þessari sögu sem við getum hugleitt svolítið betur. Fyrra atriðið er að Dýrleif seg- ist hafa fengið Prinsessu aðeins mánaðargamla. Það hefur komið fram hjá okkur áður í þessum þáttum að hvolpa eða kettlinga á fólk alls ekki að taka til sín fýrr en þeir eru orðnir tveggja mánaða gamlir. Þeir verða að fá að vera hjá móður- inni að minnsta kosti það lengi svo þeir fái tækifæri til þess að Iæra sem mest af henni, en að þeim lærdómi eiga þeir eftir að búa um alla ókomna tíð. Yfirleitt er ekki erfitt að fá kettlinga, og þess vegna er á- stæðulaust að taka kettling sem er yngri en tveggja mán- aða, betra er að bíða þar til kettlingur fæst sem náð hefur þeim aldri og fengið að vera í fi-iði hjá móður sinni. Hvað varðar hvolpana þá lætur eng- inn ábyrgur ræktandi eða hundeigandi hvolp frá sér yngri en 2 mánaða, svo reikna má með að ekki hafi verið vel að ræktuninni staðið ef eigand- inn reynir að koma hvolpinum frá sér fyrr. Verið því vel á verði! Að venja hunda og ketti Síðara atriðið, sem gaman væri að hugleiða betur, er hvernig venja má ketti á að pissa í kassa. Köttum er eðli- legt að gera stykkin sín í sand og þess vegna er kattasandur til mikilla bóta. í upphafi er gott að venja kettlinginn með því að fá sér kassalok eða lágan kassa og setja í hann kattasand eða rifin dagblöð. Kisunóru er sýndur kassinn og henni leyft að skoða sig um í honum. Áður en langt líður pissar hún áreið- anlega í kassann. Hún er fljót að læra og leitar sjálfkrafa í kassann þegar hún þarf á því að halda, en í byrjun er þó rétt að fara með kettlinginn í kass- ann um leið og hann vaknar eða er búinn að borða eða leika sér í nokkra stund. Þess verður þó að gæta að ekki má fera kassann úr stað, því varla er hægt að búast við því að kisa leiti hann uppi ef hann er ekki þar sem hún á von á honum. Það þarf meiri þolinmæði við að venja hvolpa en það er þó svo sannarlega hægt. Þegar hvolpar eru orðnir fjögurra til fimm vikna hætta þeir yfirleitt að gera stykkin sín í bælið sitt. Þá er byrjað að setja dagblöð við bælið og eftir að þeir hafa pissað á blað einu sinni leita þeir gjarnan á það aftur. Mesta þörf hafa þeir fyrir slíkt þegar þeir vakna eða eru nýbúnir að borða. Það verður að hrósa hvolpinum fyrir að nota blaðið og aldrei má skamma hvolpinn fyrir að gera það ekki, en sé hann staðinn að verki er rétt að segja „nei“ í ströngum tóni og setja hann svo beint á blaðið. Hann er fljótur að skilja hvað við er átt. Þegar hvolpurinn er orðinn fjögurra mánaða er hann far- inn að geta sofið af nóttina án þess að þurfa að losa sig og þá er rétt að fara að venja hann fyrir alvöru á að gera stykkin sín utan dyra. Auðvitað má byrja á því fyrr, þótt árangur- inn verði ef til vill ekki mikill. Sumir fara nú út með blað, sem pissað hefur verið á, og setja hvolpinn á það þegar hann er nývaknaður eða ný- búinn að borða. Hvolpurinn hleypur ef til vill fram og til baka og kannar umhverfið, en það er ekkert nema þolinmæði sem gildir. Eftir að hundurinn hefur lært að fara út, biður hann eiganda sinn um að lofa sér út, þegar þörf krefur, og einnig er gott að venja hann á að fara út á vissum tímum. Ef skilja verður hundinn eftir ein- an í nokkra klukkutíma er gott að setja blað á gólfið fyrir inn- an dyrnar þar sem hann er vanur að fara út því yfirleitt notar hann sér það ef nauðsyn krefur.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.