Vikan


Vikan - 24.08.1989, Side 55

Vikan - 24.08.1989, Side 55
leyti sem ungur maður yfir- lýsti köllun sína sem sendiboði Guðs, þessi maður hét Bahá’u’lláh eða Dýrð Guðs eins og það þýðir á íslensku. Þetta nafh hljómar líklega framandi fyrir flesta, en ástæð- an fýrir því er sú að fólkið, hvort sem það eru prestar eða aðrir, hefur sofið á verðinum. Allir prestar læra eitthvað um Bahá’u’lláh og trú hans í guðffæði en samt sem áður halda þeir áffam að sofa. Bahá’u’lláh opinberaði yfir 100 bækur og rit og skrifaði skýringarrit fyrir spádóma Biblíunnar og annarra trúar- bragða, því að kristnin er ekki eina trúin sem vænst hefúr hins fýrirheitna. Múhameðstrúarmenn bíða eftir honum en í íran eru fylgj- endur Bahá’u’lláh pyntaðir og drepnir fýrir það eitt að trúa á hann. Bahá’í trúin telst til sjálf- stæðra trúarbragða heimsins og er þeirra yngst. Stofhandi hennar Bahá’u’lláh (1817- 1892), er að áliti Bahá’ía sá boðberi Guðs sem stendur okkur næst í tíma í röð boð- bera, sem nær aftur fýrir ritöld. f þeirri röð eru meðal annarra Abraham, Móses, Búdda, Sara- þústra, Kristur og Múhammeð. Meginkenningar Bahá’u’lláh eru þessar: Eining mannkyns eða jafhrétti kynþátta, jafhrétti milli karla og kvenna. Alheims- leg menntun, útrýming á öfg- um fátæktar og auðs, afstæði trúarlegs sannleika, sjálfstæð leit sannleikans, sett verði á stofn heimsbandalag, órjúfan- leg tengsl trúarbragða við skynsemi og vísindi, stighækk- andi opinberun Guðs til mann- kyns gegnum sendiboða sína, eitt alheimslegt hjálpartungu- mál. Guðlegt stjórnskipulag sem virkar í raun og margt fleira. Ef þessi fullyrðing um að Kristur sé kominn aftur kemur þér á óvart og þú átt bágt með að trúa því þá er mjög auðvelt að rannsaka málið því að á skrifstofu Bahá’ía í Reykjavík og víða úti um land eru til bækur sem auðvelt er að lesa og komast að sannleikanum. Leitið og þér munið finna er setning sem ég hef oft heyrt og held að eigi vel við um þetta málefni. Hægt er að fá upplýsingar í síma sem er skráður undir Bahá’í í símaskránni. Sigurjón Hákonarson. pósTURmn Vikcm og Biblían Eg kom í heimsókn til tengdamömmu. Hún er indæl og forvitin kona. Eitthvað hafði vakið áhuga hennar á Vikunni. Mér var rétt blaðið, opið og beðinn um að lesa greinina um endurkomu Jesú. Eftir þann lestur fletti ég blaðinu víðar og fræddist um reynslu annarra í annarri eða þriðju sambúð — það þótti mér athyglisvert. Mér finnst nefhilega alltaf sárt til þess að vita þegar fólk yfirgefur maka sinn og lendir hjá öðrum maka ekki endilega betri — bara öðruvísi. í greininni um endurkomu Jesú segir höfundur, Guð- mundur S. Jónasson, að Biblían sé „staglsöm og leiðinleg með vænum skammti af úreltum siðaprédikunum." Ekki hirðir höfundur um að tilgreina dæmi um úrelta siðaprédikun heldur er lesandanum gefið sjálfdæmi í málinu, hvað til- heyrir þessum úreldingar- flokki og væntanlega veit höf- undur eitthvað betur um þá siðalærdóma sem laða fram hjá manninum betra og fegurra mannlíf. G.S.J. gefúr prestum lélega umsögn og segir þá vorkunn- arverða í þessu máli með trú þeirra á endurkomu Jesú og að „vantrú þeirra sé skiljanleg". Af því leiðir að varla er mikið að sækja til slíkra manna í þessu endurkomumáli en hvað með þá annað sem Kristur boðaði? Geta menn upplýst aðra um mál sem þeir hafa enga trú á? Gæti stærðfræðikennari kennt stærðfræði ef hann tryði ekki aðferðunum eða grundvallar- reglum stærðfræðinnar? Og ef prestur trúir ekki boðskap Bibliunnar um endurkomu Jesú, getur hann frekar trúað siðalærdómi Biblíunnar? — Jes- ús Kristur kenndi jú hvort tveggja. Og það var með þessar úr- eltu siðaprédikanir, svo ég víki aðeins að þeim. Ég las greinina um þá sem voru í seinni sam- búð eða jafnvel þeirri þriðju. Frásögur þeirra sem höfðu gengið í gegnum hjónaskilnaði sýna engan veginn að Biblían fari með úrelta siðalærdóma í hjónabandsmálum. Hún ráð- leggur fólki að slíta ekki hjóna- bandi heldur vinna í vandan- um og blátt áffam skipar hún karlmönnum að elska konur sínar. Er þetta nokkuð úrelt? Ef þessi siðalærdómur hefði feng- ið að hljóma á heimilum þeirra sem talað er við í Vikunni um seinni sambúð og fólk tekið mark á honum þá hefði ekki orðið hjónaskilnaður. Til að forðast skilnað verða aðilarnir að beygja sig fyrir maka sín- um og vilja þóknast honum. Hvert var þá að fara? Jesús hef- ur ekki enn reynst lygari. Er ekki hamingjan fólgin í því að njóta þess góða sem Guð hefur gefið inn í sköpunina? Út frá þessu sé ég að ykkur hjá Vikunni er nokk sama um áreiðanleika þess efnis sem birtist í blaðinu. Enda kemur það fram hjá blaðamanninum G.S.J. að honum er í lófa lagið að gera ský að fljúgandi fúrðu- hlut. Með sömu röksemdum er fljúgandi furðuhlutur ský. Geimverur búa því væntanlega í skýjunum, því ský eru í raun rétt við yfirborð jarðar; — svo eru þá geimverur nokkuð til? Allir þeir vottar sem sáu Jesú Krist stíga upp til himins og hverfa í ský, áttu þar af leið- andi ekki betri lýsingu á fljúg- andi diski en ský. Hvernig stóð á þessu? Þeir sem greina frá fljúgandi fúrðuhlutum í dag ruglast ekki á þeim og skýi. Á blaðamaðurinn skýringu á því? Gæti skýringin legið í því að fýrir 2000 árum þekktu menn ekki ský? Einhverja reynslu höfðu þeir af yfirnáttúrulegum at- burðum eins og því þegar Jesú ummyndaðist, hann og klæði hans urðu skínandi hvít, Móse og Elía stóðu hjá honum og töluðu um krossfestingu og dauða Jesú. Þá kom ský og huldi þá alla, (Lúk. 9:34) ekki geimfar eða fljúgandi fúrðu- hlutur, heldur ský. Ekki þykir mér undur röksemdir G.S.J. á endurkomu Jesú þar sem mér sýnist vera reynt að troða henni í ramma „sjáenda" og „ný-aldarsinna“ sem vænta annarra lausna fyrir mannkyn- ið en Jesú Krist. Höfuðmálið er þetta.: Biblí- an segir frá Guði, skaparanum, og manninum sem er skapaður af Guði og fýrir Guð. Eðli mannsins hefur aftur á móti verið að treysta EKKI á þann Guð sem skapaði og leggur okkur boð og bönn. Maðurinn vill fara sínar eigin leiðir. Guð sendi þá Jesúm og hingað mun hann aftur koma til að stofh- setja sitt ríki þar sem réttlætið býr. Sá atburður verður ekki dagsettur en hann er tengdur öðrum atburðum og kemur í réttri atburðarás. Einn þess- ara atburða er stofhun ísraels- ríkis (1948). Annar er stofhun EBE, Efhahagsbandalags Evr- ópu, sem verður heimsveldi, sem nú heitir Evrópubandalag- ið og er skammstafað EB. Síðan mun EB fá „konung" sem æðsta yfirvald. Hann kallast á máli Biblíunnar Antikristur (andstæðingur Krists). Hann mun koma því til leiðar að enginn getur keypt eða selt nema hafa tölu eða númer á enni og handarbaki. Talan verður tákn um að menn hafi vígst inn í „Ríkið", ríki Anti- krists. Sá sem tekur þá tölu á sig mun glatast. Þeir sem ekki trúa því sem Biblían segir sjá auðvitað ekki neina ástæðu til að hlýða henni og munu taka töluna, tölu Antikrists sem er 666. Þeir eru blindir, segir Biblían, og talar þá um skilning okkar, eða passar betur að segja „í skýi“. Hinir sem trúa að Jesús Kristur sé frelsarinn, Guðssonurinn, trúa B'iblíunni og hafa andvara á sér — gæta sín svo enginn taki Krist ffá þeim. Þegar búið er að skipta liði og Antikristur hefur heim- inn í hendi sinni ætlar hann að gerast sjálfur konungur og Guð þessarar jarðar en þá mun sá sem „hefúr allt vald á himni og jörðu“ koma og tortíma hinum illa Antikristi. Svo allan tímann er þetta barátta milli guðs og djöfulsins, ljóss og myrkurs. Það tekur mann sárt að sjá þegar þessi boðskapur er rifinn úr samhengi og gerð- ur að einhverjum skýjabólstra sem engan upplýsir og þjónar þeim tilgangi að rýra trú manna á Guðs Orð, efla sið- blindu og hjúpa skilning les- enda Vikunnar skýjahulu van- trúarinnar. Snoni Óskarsson Áshamri 58 17. TBL.1989 VIKAN 53 VIKAN, Pósfurinn, Háaleitisbraut I.Pósthólf 5344,105 Reykjavík

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.