Vikan


Vikan - 24.08.1989, Qupperneq 56

Vikan - 24.08.1989, Qupperneq 56
GAUTI Einn dag framyfir en þú veist það samt með vissu Predictor Stick er einfalt og öruggt þungunar- próf sem þú notar sjálf heima. Nákvæmar leiðbeiningar á íslensku fylgja Predictor Stick pakkanum. Ef prufan sýnir bleikan lit þá er barn á leiðinni. Sáraeinfalt og enginn þarf að vita neitt nema þú ein. En því fyrr sem þú veist það, þess betra fyrir barnið. Predictor Stick fæst í apótekum. l lí LYFHF. Gamla góða gæruskinnið! TEXTI: BRYNDlS KRISTJÁNSDÓTTIR að kemur að sjálfsögðu ekki í staðinn fyrir móð- urfaðminn en með rannsókn- um í Cambridgeháskóla í Eng- landi hefúr verið sýnt fram á að þegar gæruskinn er lagt undir smábörn í stað venju- legra bómullarlaka virðast þau sofa betur og lengur - og börn, sem fæddust mjög lítil og létt, döfnuðu betur og þyngdust fyrr en þau sem ekki voru á gæruskinni. Setjið gæruskinn í vögguna, barnastólinn, bílstólinn, vagn- inn eða kerruna, segir í gæru- skinnsauglýsingu. Frá náttúr- unnar hendi er uUin gædd þeim hæfileikum að vera ein- angrandi og heldur kuldanum því frá börnunum að vetri og hitanum að sumri. Hér á ísl- andi hafa þessir góðu eigin- leikar gæruskinnanna verið kunnir lengi og þau verið mik- ið notuð fyrir kornabörn jafht sem eldri, t.d. gæruskinns- kerrupokar, en erlendis virð- ast þessir góðu eiginleikar ekki hafa verið kunnir almennt hingað til. Gæruskinnin, sem boðið er upp á fyrir kornabörn í Banda- ríkjunum, koma frá Nýja Sjá- landi og í auglýsingu um þau segir að þau megi þvo og þurrka eins oft og nauðsyn krefur. Hárin á íslensku gær- unni eru aftur á móti allt öðru- vísi að gerð þannig að hana má ekki þvo en þess í stað er hún þurrhreinsuð — að öðru leyti kemur hún að sama gagni varðandi börnin og er einnig mjög góð fýrir gamalt fólk og aðra sem mikið þurfa að liggja í rúminu, því hún getur komið í veg fýrir legusár. 54 VIKAN 17. TBL.1989

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.