Vikan - 12.01.1939, Blaðsíða 3
Nr. 2, 1939
VIKAN
3
Of hár blóðþrýstingur.
Eftir Jónas Sveinsson, lœkni.
Of hár blóðþrýstingur og fylgikvillar hans er ein af algengustu
dauðaorsökum þeirrar kynslóðar, sem nú lifir.
MJÖG er það algengt, að fólk, er kem-
ur til okkar læknanna með allskon-
ar umkvartanir, eins og gengur,
spyrji eitthvað á þessa leið:
Skyldi ekki geta átt sér stað, að ég gangi
með of háan blóðþrýsting ?
Þessi spurning er í sjálfu sér mjög
skiljanleg. Sjúkdómur þessi, ásamt hinum
alvarlegu afleiðingum er honum fylgja, er
orðinn svo algengur, að fullyrða má, að
fólk á öllum aldri geti gengið með hann.
Vitanlega er hann þó algengastur hjá
þeim, sem farnir eru að reskjast. Og það
er ekkert leyndarmál, að hár blóðþrýst-
ingur og fylgikvillar hans er ein algeng-
asta dauðaorsök þeirra kynslóðar, er nú
lifir.
Aldarfarssjúkdómar.
Hver öld hefir sinn sjúkdóm. Fyrr á tím-
um geysuðu drepsóttir allskonar um lönd-
in og gjörðu usla á mannfólkinu. Kunnugt
er t. d., hvernig svartidauði og stóraplága
æddu um löndin og lögðu heil héruð í
eyði. Og eldri kynslóðin, sem nú lifir, minn-
ist sennilega usla þess er barnaveikin gerði
fyrir noltkrum áratugum síðan. En lækn-
arnir hafa verið furðu seigir að finna ráð
við þessu, svo að nú heyrist aðeins lítið
eitt frá þessum vandræðagestum forfeðra
vorra.
Vafalaust kemur margt til greina, þeg-
ar minnst er á viðhorf sjúkdóma hins líð-
andi tíma hverrar kynslóðar. Atvinna
manna skapar suma þeirra, t. d. ýms ný-
tízku iðnaður. Honum fylgja margir sjúk-
dómar, er ekki hafa áður gjört vart við
sig. Breyttu mataræði fylgja og nýir sjúk-
dómar. Breyttir lifnaðarhættir hljóta og
að ráða miklu í sjúkdóma-straumhvörfum
hverrar aldar. Hár blóðþrýstingur, hjarta-
og æðasjúkdómar eru vafalaust miklu al-
gengari hjá núlifandi kynslóð en áður
var, hver svo sem orsökin er. Um það
greinir læknana á.
Hjartað og blóðrásin.
Eins og kunnugt er, knýr hjartað blóð-
ið í gegnum æðarnar, alla leið út í yztu
greinar þeirra. Þrýstist það inn í þær í
hvert sklpti, sem það dregur sig sam-
an. Þreyfi maður á slagæðinni á öðrum
hvorum framhandlegg, þá finnst greini-
lega að æðin lyftist: við finnum púlsinn.
Nú getur ýmislegt komið fyrir, sem gerir
hjartanu erfitt um að dæla blóðinu hina
löngu leið. Má þar til nefna óeðlilega mik-
inn samdrátt í fínustu æðagreinunum, —
eða ef kalk myndast í þeim. Og því meiri
sem fyrirstaðan verður, því erfiðara verð-
ur hjartanu að vinna hlutverk sitt. Lyft-
ingin í æðaveggnum verður meiri, og það
er einmitt sú hreyfing, sem við köllum of
háann blóðþrýsting. Sérstök áhöld eru
notuð til að mæla blóðþrýstinginn. Er það
gúmmíhólkur, sem settur er á annan upp-
handlegg ,og er svo dælt lofti inn 1 hann.
En áhaldið er aftur í sambandi við kvika-
silfurmælir. Á mælir þennan er svo hægt
að lesa nákvæmlega, hversu mikinn þrýst-
ing þarf til þess að æðaslátturinn á fram-
handleggnum hverfi.
Orsakirnar:
Hreyfingarleysið og þægindin!
Hverjar eru svo helztu orsakir þessa
sjúkdóms ?
Það er talið,að um margar orsakir sé
að ræða. Því er haldið fram að lifnaðar-
hættir séu mjög breyttir frá því, sem áður
var. Borgarbúinn hréyfir sig minna en
áður. Bifreiðum og öðrum þægindum má
því að nokkru leyti hér um kenna. Breytt
mataræði og of mikil neyzla tóbaks og
áfengis hafa að sjálfsögðu mikil áhrif í
þá átt að mynda kölkun í æðunum. Þá er
og kunnugt, að vissir sjúkdómar geta vald-
ið auknum blóðþrýstingi, t. d. nýrnasjúk-
dómar og almenn æðakölkun. Arfgengi
kemur og til greina. Börn foreldra, sem
snemma hafa fengið of háan blóðþrýst-
ing, eða börn gamalla manna fá iðulega
á unga aldri blóðþrýstingseinkenni. En
því má slá föstu, að eitthvað fleira al-
menns efnis hlýtur að koma til greina, þvi
svo mikill f jöldi manna fær sjúkdóm þenna
meðan þeir enn eru á bezta aldri.
Áhrif geðbreytinga.
Próf. Wenceback í Vínarborg, einn af
þekktustu hjartasérfræðingum heimsins,
mun hafa verið einn hinna fyrstu lækna,
er benti á samband aukins blóðþrýstings
og geðbreytinga, — og þá sérstaklega ef
um endurtekningu þeirra er að ræða. Má
• fullyrða, að þessi skoðun hafi vald'ð
straumhvörfum á þessu sviði. Úr hinu dag-
lega lífi þekkjum við þetta, að minnsta
kosti hjá þeim, sem erfitt eiga með að
leyna geðhrifum. Við sjáum menn roðna
eða fölna, beri eitthvað alvarlegt fyrir.
Aðrir titra, og enn aðrir svitna — kaldur
svitinn brýzt út. Það getur liðið yfir menn
við skyndilegar sorgar- eða gleðifréttir,
og dæmi eru til þess, séu áhrifin mjög
sterk, að þá deyi menn snögglega. Það er
heldur ekki óalgengt, að við miklar geð-
breytingar finni menn til verkjar yfir
hjartanu, — verkjar, sem stundum er ekki
mikill, en þó greinileg aðkenning. Stundum
getur þetta orðið það mikið, að viðkom-
andi geti vart á fótunum staðið og hnígi
niður — örendur. Þau sálarlegu fyrir-
brigði, er við köllum hræðslu, kvíða og
reiði, eða geðbreytingar, sem kalla má
öðrum nöfnum, hafa þau áhrif á hjartað,
að það dregst kröftuglega saman, og því
meir, því sterkari sem áhrifin eru. Og ein-
mitt þar sem veilan er fyrir, þar er hætt-
an meiri og eykst áreiðanlega við endur-
tekninguna.
Æðabólga og æðakölkun.
Hjá fólki, sem kemst í geðshræringu,
skeður þetta: Áhrif þau, er geðshræring-
in veldur, berast með taugabrautunum út
til allra lífæra líkamans. Meðal annars
skeður það, að smæstu slagæðarnar drag-
ast meira eða minna saman. Við það eykst
skyndilega, og oft mikið, starf hjartans.
Jafnar þetta sig venjulega áður en langt
um líður. Hinn krampakenndi samdráttur
smáæðanna hverfur og allt fellur í samt
lag. En við margfalda endurtekningu fer
það svo, að einmitt hinar mjóu slagæðar,
er fyrr voru nefndar, þrútna upp — og
stundum sezt í þær kalk. Þannig helzt hið
aukna starf hjartans. Stækkar það svo
smám saman og verður að lokum ekki
fært um að vinna sitt erfiða starf. Þessari
kölkun, sérstaklega ef um er að ræða í
hinum viðkvæmari líffærum, hjarta og
heila, fylgir hin mesta hætta. Æðarnar
geta brostið og blæðingar á hættulega staði
orsakast. Úr daglega lífinu þekkjum við
læknarnir þetta svo vel. Maður nokkur
stóð nýlega yfir moldum sonar síns. Þegar
kistan seig niður í gröfina, kenndi hann
allt í einu sárinda fyrir hjartanu, svo að
hann varð að beita öllu sínu viljaþreki til
að hníga ekki niður. í þessu tilfelli hefir
maðurinn sennilega verið veill fyrir, —
æðakölkun. En hjartakrampinn hinsvegar
ekki nógu sterkur til þess að orsaka blæð-
ingu inn í hjartað og þannig gert út af
við manninn. En maðurinn hefir verið veill
síðan og má vart hreyfa sig, svo að hann
finni ekki til þrauta fyrir hjartanu.
Kona nokkur, sem gengið hafði með of
háan blóðþrýsting um skeið, varð fyrir