Vikan - 12.01.1939, Blaðsíða 17
Nr. 2, 1939
VIKAN
17
Sér grefur gröf . . .
Framh. af bls. 10.
— Ekki þetta! hrópaði hann — Ekki
þetta! í guðanna bænum, hleypið honum
ekki inn.
— Láttu ekki eins og fífl, maður, sagði
Chicot. — Auðvitað opnum við fyrir Pétri.
En Medina hafði gripið hurðarhúninn
með báðum höndum og lá á hurðinni af
öllu afli, meir en öllu afli, því nú var hann
sturlaður af hræðslu.
— Sindon — komdu ekki nálægt mér.
Ég veit, að ég gerði það. Ég veit að ég
setti það í vínið, en ég neyddi þig ekki til
.að drekka það, Sindon. Ég skal gera allt.
Ég skal biðja fyrir sálu þinni —
Skóhljóðið barst að dyrunum, og rödd
með amerískum hreim söng laglaust:
„Ouverz moi ta porte,
Pour l’amour de Dieu.“
Hún þagnaði. Hönd hristi og skók hurð-
:arhúninn.
Þá var Medina öllum lokið. Hann efað-
ist ekki um, að sál Sindons, véluð af af-
brýðisemi hans út í myrkrið kalda, biði
hans við dyrnar, hefnigjörn og grimm.
Hann missti allan mátt og seig niður á
gólfið. Svo spratt hann upp aftur.
— Farið frá! æpti hann tryllingslega.
— Varið ykkur! Síðan sleppti hann
hurinni, hljóp til og stökk út um gluggann.
Hurðin opnaðist.
— Sankti Mikki sé mér náðugur, sagði
rödd, sem ekki var rödd Sindons. Hvað
gengur á hjá ykkur, strákar ? Ég er kom-
inn aftur. Hvar er Pétur B. ?
Það var Vanderloo, sem inn kom og
spurði þessara spurninga.
Þama lá nú Medina á gangstéttinni fyr-
ir neðan, en drengurinn stóð í dyrunum.
— Við héldum, að þetta væri Pétur B.
— Ég ætlaðist líka til, að þið hélduð
það, svaraði hann. Gæti ég líkst þeim
gamla skrögg í öðru eins og þessu, þá
yrði ég Samuel frænda til sóma.
Allt í einu rankaði Chicot við sér. Skil-
urðu ekki? hrópaði hann. Mannstu — ég
setti það í vínið, sagði Medina. Við verð-
um tafarlaust að fara til Sindons. Ekkert
hik. Ef hann drekkur vínið, þá deyr hann.
Til allrar hamingju var lögreglan ekki
komin. IJti var fjöldi fólks, en enginn til
að stjórna og allt á ringulreið, svo að við
sögðum ekkert og komumst burt.
Við höfðum útskýrt allt fyrir drengn-
um, þegar við komumst til vinnustofu
Péturs B. Ljós var í glugga yfir dyrunum.
Við börðum, við hringdum og kölluðum,
og þögnuðum svo allir í einu. Lá lík vinar
okkar þarna inni?
Þá heyrðist rödd fyrir innan dyrnar:
— Þér ræningjar og skríll. Má ekki fá-
tækur málari eta kvöldverð sinn í friði.
Það var Sindon. Hann opnaði dyrnar,
og við flyktumst inn.
— Pétur B., hrópaði Chicot. Hvað ertu
að drekka?
— Ekkert, sagði Sindon. — Það veit
trúa mín. Er það í þeirri von, sem þið
krúnkið hér um allt eins og hrafnar. Að
vísu fyllti Medina okkar vínflöskuna mína
af einhverju sérstaklega góðu sherry, sem
hann átti. Mjög svo hugulsamt, þar sem
við erum keppinautar. Ég verð að drekka
skál hans í því.
— Bíddu við, sagði ég og tók flöskuna.
— Þú hefir hvorki etið né drukkið síð-
an í morgun? spurði Chicot.
— Enginn tími til þess, sagði hann.
— Þakkaðu þá þínum sæla, hrópaði ég.
Heiðursmaðurinn Medina treysti því, að
þú myndir reyna sherryið hans með mið-
degisverðinum.
Pétur B. varð alvarlegur.
— Haltu áfram, sagði hann.
— Hann kom til okkar. Hann virtist
þess fullviss, að hann fengi verðlaunin á
sýningunni. Sérstaklega, skilurðu, eftir að
blaðadrengirnir komu hrópandi um það, að
listamaður á Montmartre hefði framið
sjálfsmorð.
— Nú, og svo?
— Hann var rétt að fara, þegar einhver
kom upp stigann, barði trumbuna hjá
Dubois gamla, og söng ,,Pierrot“ fyrir
utan dyrnar mínar.
— Það var ég, sagði Vanderloo. Ég var
rétt nýkominn frá Barbizon. Ég bjóst við
að finna þig þar.
— Hvað varð um Medina? spurði Pét-
ur B. og hnyklaði brýrnar.
— Sá herra fór skemmstu leið niður,
gegnum um gluggann, sagði Chicot. Hann
sneri sér að Sindon:
— Hefirðu nokkuð vín, sem þú getur
treyst, Pétur B. Gefðu okkur öllum glas.
Það væri ekki úr vegi, að fá eitthvað
taugastyrkjandi.
Þeir helltu í glösin og Chicot lyfti sínu.
— Skál fyrir svipnum hans Péturs B.,
megi hann lengi lifa og birtast okkur oft.
Sindon tók í hendina á Vanderloo og
talaði á sinni eigin tungu. Komið nú, sagði
hann, og sjáið myndina.
Það var „Davíð og Jónatan". Þér kann-
ist við hana. Allur heimurinn kannast við
hana. Og andlitið á Davíð var andlit
Vanderloos.
w
Ogœfan.
Framh. af bls. 11.
kom ölvaður heim, sagði ég við sjálfa mig,
að þetta mætti ekki svo til ganga, ég yrði
að fara. En hann sagði alltaf:
— Þú getur bjargað mér, ef þú verður
hjá mér og treystir mér. En ef þú yfir-
gefur mig, kæri ég mig ekkert um að lifa,
og þá drep ég mig.
Og ég var alltaf fús til að reyna einu
sinn enn. Mér fannst hann frekar vera
barn, sem þyrfti umhyggju minnar með
heldur en maður, sem áður hafð' verið
verndari minn. Við héldum fullu áliti sem
þjóðfélagsþegnar, þó almenningur þekkti
þennan veikleika hans. Allir vissu, að hann
reyndi að yfirstíga hann, og vorkenndu
honum. Til allrar hamingju áttum við eng-
in böm. Einu sinni leiddist mér það, en nú
er ég fegin því. Ég þarf því ekki að bera
neinn kvíðboga fyrir því, að bömin okkar
erfi þennan veikleika föður síns.
Dag nokkurn vildi hann endilega fara
dauðadrukkinn í sjúkravitjun. Þá sagði ég
honum, að ég gæti ekki átt í þessu lengur,
og að ég yrði að fara frá honum.
Þar sem hann var læknir sá hann, að
ég gat ekki þolað þetta lengur, heilsu minn-
ar vegna. Og hann féllst á það, að ef þetta
kæmi fyrir aftur, yrði ég að fara.
í þrjá mánuði bragðaði hann ekki vín,
og mér þykir ánægjulegt að minnast þess
tíma.
Svo dundi óhamingjan yfir! Hann kom
heim með gest til miðdegisverðar. Ég sá
strax, að hann hafði svikið loforð sitt. Ég
horfði ásakandi á hann, en snéri mér síð-
an við til að heilsa gestinum, og reyndi
að láta á engu bera.
Anton afsakaði sig, og kvaðst þurfa að
skreppa í burtu andartak. Hann ætlaði nið-
ur í kjallarann að gæta að miðstöðinni.
Ég var að tala við gestinn, og allt í einu
heyrðum við óp. Anton hafði dottið niður
kjallarastigann, skollið með höfuðið í stein-
gólfið og lá hreyfingarlaus.
Ég var gagntekin af skelfingu — og
nötraði svo ég gat yarla staðið á fótun-
um. En með aðstoð vinar okkar komst ég
niður stigann. Við sáum samt strax, að
við gátum ekkert gert. Læknirinn, sem
sóttur var, sagði, að hann væri dáinn.
Þetta var hræðilegur endir á hjónaband-
inu okkar, sem hafði byrjað svo vel. Dög-
um saman grét ég látlaust og lét ekki
huggast. En loksins róaðist ég. Þegar ég
horfði í síðasta sinn á andlit hans á lík-
börunum, fróaðist ég að fullu og öllu.
Mér þótti vænt um, að hann fékk að deyja,
áður en verra hafði af hlotizt, áður en
vinir hans voru búnir að snúa við honum
bakinu, og á meðan mér þótti vænt um
hann. Ég fann, að ég mátti ekki syrgja
hann. í stað þess átti ég að vera ánægð
yfir því, að dauðinn skyldi vera svona
miskunnsamur. Nú hefir vesalings Anton
líka fengið hvíldina, og allir vinir hans
tala aðeins um hina góðu og fögru eigin-
leika hans. Og hann hafði sannarlega
marga góða eiginleika. .— En þessi eini
veikleiki hans var nógur til að eyðileggja
líf okkar beggja.
Ég lít aftur til fortíðarinnar og velti
því fyrir mér, hvort ég hefði getað hjálpað
honum meira en ég gerði. Ef ég hefði ekki
farið þessar árlegu ferðir heim, mundi
hann þá hafa byrjað að drekka? Það eitt
veit ég, að ef ég gæti lifað þetta upp aftur,
mundi ég gera allt, sem ég gæti, til þess
að maðurinn minn hefði alltaf verið eins
og þegar við vorum nýgift.
Það er hryllilegt að þurfa að horfa upp
á að sá, sem maður elskar, verði að ræfh.
Og þess vegna segi ég það, þó að það virð-
ist vera kæruleysislega sagt, að mér þykir
vænt um, að maðurinn minn fékk að deyja,
áður en hann sökk dýpra.