Vikan


Vikan - 12.01.1939, Blaðsíða 8

Vikan - 12.01.1939, Blaðsíða 8
8 VIK AN Nr. 2 1939 ur. Það var draum- ur Margrétar að sameina þessi þrjú ríki. En Albrecht frá Mecklemborg átti tilkall til Svíþjóðar, og af því leiddi lang- varandi deilur. Ólafur dó á unga aldri, og Margrét var kjörin bæði í Danmörku og Nor- egi „ráðandi beggja ríkjanna“. Með dugnaði sín- um náði hún undir sig Svíþjóð, og Al- brecht frá Mecklem- borg var fluttur fangi til Danmerk- ur. En í þessari bar- áttu hafði Margrét komizt að raun um, hve sjóræningjamir gátu orðið henni til mikils gagns í stríðinu við Albrecht. Auð- vitað var verzlun Hansastaðaborgahna henni þyrnir í augum. Þess vegna opnaði hún bæi og hafnir fyrir ræningjana, svo að þeir kæmu ránsfeng sínum fyrir. Gamlir, þýzkir sagnfræðingar halda því fram, að Margrét hafi birgt þá að mat- vælum. Þetta styrkti stöðu sjóræningjanna svo, að þeir gátu árið 1382, undir forastu Störtebeckers, komið fram með þeim mynd- ugleik, að bæirnir urðu að semja við þá. Á fundi einum í Wismar bauð hann þeim vopnahlé til næsta vors, og bæirnir tóku tilboði hans fegins hendi. Þeir héldu sér í skefjum á meðan á vopnahléinu stóð, en notuðu tímann til að útbúa sig betur. Bæimir fengu líka smjör- þefinn af því, þegar friðurinn var úti. Nú gekk það svo langt, að ákveðið var að leggja niður verzlunarferðir á Eystrasalt- inu. Afleiðingin varð sú, að þurð varð á vörum, verðlag hækkaði og gjaldþrot vofði yf- ir verzlunarfyrirtækjunum. — Nokkrar verzlanir létu í ör- væntingu skip sín leggja á sjóinn, en þau urðu Störtebeck- er og hinum nafnkunna starfs- bróður hans, Gödeke Michel að bráð. Borgarstjórinn í Stralsund tók þá það til bragðs að verð- launa hvem þann, sem tekið gat herfang af sjóræningjun- um, svo að ekki leið á löngu áður en Hansastaðaskipin sigldu fram og aftur um Eyst.rasaltið. Margrét drottn- ing snérist nú á sveif með borgarstjóranum, af því að J Störtebecker hafði ekki hlíft norskum og dönskum skipum. hólmsbúar, er vom að miklu leyti þýzk- ir, voru alltaf fylgj- andi Albrecht. Sat því her Margrétar um borgina. Jóhann hertogi frá Meck- lemborg tók það þá til bragðs ásamt forráðamönnum bæjanna Wismar og Rostock að hjálpa Albrecht til að verja Stokkhólm. Þá var lítið um hermenn, svo að leitað var til sjóræningjanna, er borgarstjórinn í Stralsund var ný- búinn að flæma í burtu. Þeir voru ýmist hér og þar á Eystra- saltinu eða stund- uðu rán á landi. I Wismar og Rostock var látið boð út ganga, að hver sá, sem vildi ræna og brenna í Danmörku og Noregi og sjá Sví- þjóð fyrir matvælum, skyldi koma í aðra hvora borgina, þar sem hann myndi fá ránsbréf. Er hægt að lá ræningjaflokkunum það, að þeir skyldu streyma þangað í stórum hópum? Störtebecker, sem var um eitt skeið einvaldi Norðursævarins, kom einna fyrstur á vettvang með alla sína menn. Aðsóknin var yfirleitt svo mikil, að gömul frásaga hermir: „Það er ekki hægt að lýsa því, hve margir vondir menn frá öll- um löndum gáfu sig fram, bændur, borg- arar, hirðfólk og margir fleiri, af því að allir, sem ekki nenntu að vinna, töldu sér trú um, að þeir gætu orðið auðugir á kostnað dönsku og norsku bændanna.“ En það voru ekki eingöngu ræningjam- ir sem gleyptu við þessu boði, heldur og hverskonar æfintýramenn. Þannig gengu margir aðalsmenn í samband við ræningjana og tóku að stjórna þeim. Með þessu höfðu bæirnir sjálfir komið sér í klípu, sem Margrét drottning varð síðar að hjálpa þeim úr. Frá þessum tíma stafar nafnið „Vitaliebræður“, sem þeim var gefið, af því að þeir áttu að sjá Stokkhólmsbúum fyrir matvælum. Þessu nafni héldu þeir eftir að ferð þeirra var lokið, og þeir gátu á ný virt að vettugi, hver var vinur og hver óvinur. Þeir rændu öllu, sem þeir gátu. Orðtak þeirra var: Vinir guðs, óvinir alls heimsins. Ekki leið á löngu áður en Eystrasaltið varð ill- ræmdasta hafið á hnettinum. Þeir voru einnig kallaðir Framh. á bls. 18. Margrét drottning hafði bægt Albrecht frá Mecklemborg frá Svíþjóð, en Stokk- Störtebeckcr-peningur, sem virðist vera gamall, ;n er í rauninni svikinn. Hann var sleerinn 1694. Giæpamenn á miðöldum, sem bíða eftir því í hlekkjum að verða teknir af lifi. Eitt fylgsnanna í Fríslandi, þar sem Störtebecker og menn hans dvöldu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.