Vikan


Vikan - 12.01.1939, Blaðsíða 15

Vikan - 12.01.1939, Blaðsíða 15
Nr. 2, 1939 VIKAN 15 Jolán Fjöldes r A vegum vonleysingjanna. l>að, sem komið er af sögunni. Barabás loðskinnaskraddari flytur búferlum frá Budapest til Parísar og- hafnar með fjöl- skyldu sína, konu og þrjú böm, í Veiðikattar- stræti. Pyrsta fólkið, sem þessir nýju Parísar- búar kynnast eru tveir útlendir flóttamenn, þeir Liiv og Bardichinov. Er annar Rússi en hinn Júgoslavi. Þeir eru barngóðir og rabbsamir karl- ar, er öllum vilja vel. Þeir bjóða Barabás glas af öli og vilja allt fyrir bömin gera •— kenna þeim frönsku, útvega þeim skólavist og fylgja þeim í skólann. Kona Barabásar nam ljósmóðurfræði á sínum ungu ámm. En i Paris vantar sízt af öllu ung- verska ljósmóður. Aftur á móti þarfnast heimilið vinnu hennar, því Barabás hefir stopula og illa launaða vinnu. Anna, elzta dóttir þeirra hjóna, annast heimilisstörfin á daginn, meðan móðir hennar vinnur úti. Klárí og Jani, yngri systkin- in, ganga í skóla. Nú koma þau Anna og Bardi- chinov frá að fylgja bömunum í skólann. Bardichinov frændi og Anna ganga heim meðfram höfninni. Þau beygja niður Veiði- kattarstræti. — Og þú? spyr Bardichinov frændi allt í einu. — Langar þig ekki til að læra? Anna yppir öxlum. — Ég veit ekki . . . Anna hefir aldrei verið neitt sérstak- lega dugleg í skólanum, eins og hin börn- in. Hún var heldur ekkert afleitur nem- andi, en rétt í meðallagi. Hún var fjögur ár í alþýðuskólanum og tvö í gagnfræða- skólanum, og nú getur hún ekki haldið áfram. í andartakinu veit hún einu sinni ekki, hvort henni þykir það leiðinlegt. Hún verður vör við kvíðann í Jani og Klárí, og er fegin að vera laus við hann. Á hinn bóginn . . . kemur það fyrir, að hana dreymir um að læra og verða einn góðan veðurdag fín kona. — Ég verð að búa til mat og gera hreint, svarar hún hikandi. Bardichinov frændi kinkar kolli, en fer ekkert frekar út í þessa sálma. Hann ger- ir örlög litlu, ungversku fjölskyldunnar að sínum örlögum, af því að hann þekkir enga aðra fjölskyldu. Hann langar til að hjálpa henni áfram, svo hún geti einhvern- tíma sagt: — Já, það var hann Bardichinov gamli . . . gjaldkerinn . . . ef hann hefði ekki verið .... Hann veit ekki vel, að hverskonar fram- tíð hann stefnir fyrir þessa vini sína. Hann kennir börnunum frönsku og fylg- ir þeim í skólann, og nú er hann að hugsa um, hvað hann geti gert fyrir Önnu. Það er Iítið, sem hann getur gert fyrir hana. Hún verður að matreiða og annast innan- hússtörfin, því að móðir hennar vinnur utan heimilisins. Barabás hefir fengið atvinnu. Hann fékk hana strax, eins og frú Briill hafði sagt fyrir. En sá hluti spádómsins, sem snerti launagreiðsluna, var enn ekki kominn fram. Það var enginn misskilningur, frönsku loðskinnaskraddararnir fá 21/.—3 franka í kaup á klukkustund, en þeir nota til hlítar ungversku verkamennina, þá er- lendu. Vinna Barabás var jafn vönduð og hinna frönsku, en hann fær aðeins lþo franka á klukkustund. Þeir segja, að það valdi svo miklum erfiðleikum, hvað hann tali málið illa, og að Frakkarnir fari bet- ur með skinnið en hann. Það verði hann að læra. Þetta var auðvitað ekki satt, en hvað er við því að segja? Þess vegna er það svo, að frú Barabás verður líka að leita sér atvinnu. Hún get- ur auðvitað ekki starfað sem ljósmóðir. Það mundi verða allt of miklum erfiðleik- um og vandkvæðum bundið í þessu ókunna landi, þar sem hún skilur málið illa, og að líkindum krefjast Frakkarnir þess, að hún taki próf. Hún var í rauninni þegar hætt að sinna ljósmóðurstörfum heima í Budapest, og hafði aðeins starfað sem ljós- móðir í Mezötur, þegar hún var ung. Hún er ólík manni sínum. Hann þorir að bjóða öllu birgin, vill reyna allt, hvað sem fyrir kemur. Barabás var aðeins sveitadrengur, sem fór nemandi til skraddara í þorpinu Kenderes, en þó var það hann, sem vildi fara til Budapest, hvað sem það kostaði. Mezötur var jafnvel of lítill bær fyrir hann. Frú Barabás var uppalin í bæ. Hún var ekki sveitastúlka. Hún var frá litlum bæ, en ekki þorpi. Og samt myndi hún með glöðu geði hafa viljað vera kyrr í Mezötur, fæðingarbæ sínum. En Barabás þráði Budapest, og þó undarlegt megi virð- ast: daginn, sem hann kom þangað, gekk hann um götur höfuðborgarinnar eins og hann hefði aldrei átt annarsstaðar heima. Konan hans var aftur á móti alltaf sami smáborgarinn — jafnvel í Budapest. Sum- ir eru fæddir smáborgarar og verða aldrei annað en smáborgarar. Hún var hrædd við stórborgina og þorði ekki einu sinni að gegna starfi sínu; rétt eins og börn í stór- borg fæddust ekki eins og önnur börn. Þau þurftu þess ekki heldur, því að Barabás vann sér inn nóga peninga, og þar að auki fæddist hvert barnið á fætur öðru — tvö hin yngstu fæddust í Budapest, — í stuttu máli sagt: frú Barabás hafði lagt niður ljósmóðurstörf sín fyrir tíu árum. Nú varð hún að vinna sér inn peninga. En hvaða vinnu fær fátæk kona í veröld- inni, þegar mest á reynir og mest þörf er fyrir peninga? Ó, það er ein staða, sem er algengari en staða hermannsins og eldri en verk eldsins. Hun er í þjónustu annarr- ar og vingjarnlegri höfuðskepnu. Það er staða þvottakonunnar. Tilhögunin er ÖU- um kunn og alltaf hin sama. Vatnið renn- ur, loftið er mettað hvítri gufu, sem legg- ur af sjóðandi sápu, og þvotturinn í pott- inum lyftist upp í smábólur. Tilhögunin er alltaf hin sama og áhöldin breytast lít- ið: Bali, sápufroða, pottur, bursti og tveir sterkir kvenmannshandleggir, naktir upp fyrir olnboga, rennandi blautir og hörund- ið allt í blöðrum. Fingurgómarnir eru hrjúfir eins og trjákvoða, vatnið bleytir þá upp og gerir þá hrukkótta. Svitadropar glitra á enninu. Enginn söngkór er eins nákvæmlega vel æfður og þessar konur, sem standa bognar yfir þvottabölunum. Frá Bombay til Montreal, frá miðjarðar- línu til beggja pólanna, nudda þær og skola og hengja upp til þerris annarra þvott — allar með sömu tilburðunum. Þetta er gömul og heiðarleg staða, sem hefir sínar erfðakenningar og sína sið- fræði. Það má ekki nota klór; ekki held- ur sóda — og þó —. Það er skammarlegt að nota bursta, en þó gagnlegt. Það eru til mörg önnur lög og bönn, sem aðeins meðlimir stéttarinnar þekkja, hermennirn- ir í þessum alþjóða kvenher. Þessi lög og bönn ganga á dularfullan hátt í arf frá móður til dóttur. Sameiginleg leyndarmál og sameiginleg brögð í rakri, hvítri guf- unni, og sameiginlegt hlutskipti, sameigin- legt einkenni: rósóttur, afdankaður morg- unkjóll og uppbrettar ermar. Frú Barabás vinnur í þvottahúsi í nánd við heimili sitt, á horninu á Rue de la Huchette og Veiðikattarstræti. Hún fer snemma á morgnanna, á undan manni sín- um og áður en börnin fara í skólann. Anna sér um morgunverð fyrir fjöl- skylduna. Hún er stöðugt að hasta á Klárí og ergja hana. Stundum skoðar hún í eyr- un á Jani, sem eru illa þvegin. Hún býr um morgunverð föður síns og barnanna. Morgunverð ? P’rú Barabás er ekki enn búin að ná sér eftir áfallið og reiði sína þriðja daginn, sem börnin voru í skólanum. Þau fóru bæði að ybbast við hana og heimtuðu einum munni: „quart de rouge“ — einn fjórða líter af rauc. Ini — hinn fastákveðna hluta af morgunverði franskra barna, sem et- inn er í frímínútunum klukkan tíu. Frú Barabás fnæsti og saup hveljur. Hún minntist auglýsingaspjalds í heimalandi sínu: Vínandi drepur, vínandi gerir fólk heimskt, vínandi eyðileggur . . . Og svo gaf hún börnunum utan undir, grét, barm- aði sér og skammaði skólann, landið og stjórnina. En maður hennar hló. — Ef það gerir frönsku börnunum ekk- ert, drepur það líklega ekki börnin okkar, sagði hann loks glettnislega.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.