Vikan


Vikan - 12.01.1939, Blaðsíða 11

Vikan - 12.01.1939, Blaðsíða 11
Nr. 2, 1939 VIKAN 11 ÓQÆFAN. ekki trúa því. Hann hlaut að hafa ofreynt sig á meðan ég var að heiman. En — nei — þegar hann kyssti mig, fann ég ang- andi vínlykt af honum. Ég hafði alltaf ver- ið laus við allan drykkuskap. Pabbi hafði verið bindindismaður. Þegar heim kom, settist ég í stól og fór að gráta. spurði ég viðutan. Hann lét fyrst sem hann skildi mig ekki. En síðan fleygði hann sér á hnén fyrir framan mig og játaði allt. — Góða Helena mín, hrópaði hann. — Ég vildi heldur deyja, en að láta þig sjá mig svona. Ef þú hefðir aðeins komið ein- um degi síðar, hefðir þú aldrei þurft að vita neitt um þetta. Ég ætla nú að segja þér allan sannleikann, elskan mín. Nokkr- ir starfsbræður mínir héldu Eitberg lækni kveðjusamsæti í fyrrakvöld, og — ég drakk dálítið, en þoldi ekki mikið. Og í morgun var ég svo eftir mig, að ég varð að drekka meira. En það hafði meiri áhrif á mig en ég hélt. Ég lofa þér því, að það skal aldrei koma fyrir aftur. Fyrir- gefðu mér og reyndu að gleyma þessu, og ég skal alltaf vera góður við þig. Fyrst fannst mér, að ég yrði að fara heim um hæl. En ég varð við bón hans, fyrirgaf honum og reyndi að gleyma. I meira en ár var hann eins góður og hægt er að hugsa sér. En þá kom gamall vinur hans til bæjarins, og það var haldin veizla. Aftur kom hann fullur heim. Það versnaði með hverjum degi. 1 tíu ár var ég stöðugt hrædd. Stundum, þegar ég kom inn á lækninga- stofuna hans, lá hann þar dauðadrukkinn. Ég gat fengið hann til að sofna, og varð síðan að fara brosandi fram í biðstofuna og segja sjúklingunum, að því miður hefði maðurinn minn verið sóttur út í bæ, þar sem mjög alvarlegt slys hefði komið fyrir, og hann kæmi ekki heim fyrr en seint í kvöld. Ef þeir kærðu sig um, skyldi ég láta hann hringja til þeirra í fyrramálið. Þegar farið var að dimma vakti ég hann, ef ég gat, og fékk hann til að koma heim. En auðvitað vissu alltaf einhverjir um þetta. Einu sinni var klukkan fjögur að morgni, þegar ég fékk hann heim. Ég var dauðþreytt og þarfnaðist svefns og hvíld- ar. Anton sá mikið eftir þessu, og í hvert skipti fullvissaði hann mig um, að þetta yrði í síðasta sinnið. Ég segi það satt, að ég reyndi að gera allt, sem ég gat, til að hjálpa honum. Ég reyndi að breiða yfir þennan veikleika hans, en hvernig sem ég reyndi, gat ég þó ekki alltaf verði viðstödd og gætt hans. Hann missti atvinnuna, og við stóðum uppi með tvær hendur tómar. Að lokum varð ég að leita á náðir for- eldra minna, og síðan lifðum við af því, sem þau létu okkur í té. 1 hvert skipti, sem hann Framh. á bls. 17. gat það ekki. Síðar sagði hann mér, að þá hefði hann vitað, að hann hefði fundið þá konu, sem hann mundi alltaf elska. Brúðkaupsveizlan leið, eins og ljúfur draumur. Við vorum saman allt kvöldið, og áður en við skildum, vorum við trúlofuð. Ég hefði gifzt honum strax, ef það hefði verið hægt! Nokkrum vikum síðar, kom hann heim til mín, og foreldrar mínir gáfu samþykki sitt með því skilyrði þó, að við biðum þang- að til, að ég yrði 18 ára. Ég grátbað þau, en það var þýðingarlaust! Árið leið þó furðu fljótt, og í júní giftum við okkur og fluttum til höfuðborgarinnar. Anton lofaði mér því, að ég skyldi fá að heimsækja foreldra mína á hverju sumri og dvelja þar í 3—4 vikur. Stundum dett- ur mér í hug, hvort hf mitt hefði ekki farið öðruvísi, ef hann hefði aldrei lofað mér þessu. I fimm ár vorum við hamingjusömustu manneskjurnar undir sólinni. Anton var ekkert nema gæzkan og hafði enga ókosti. Við áttum þegar nóga peninga til að lifa á í ellinni. En hvað við gátum hlegið að þessu orði: „elli“. Okkur fannst hún vera svo fjarri. En einn góðan veðurdag kom ógæfan eins og þruma úr heiðskíru lofti! Ég var að koma heim, úr þessum árlegu heimsókn- um til foreldra minna, og þá kom hann fullur á móti mér. Hann var loðmæltur, augun blóð- hlaupin, og hann slagaði. Ég trúði varla mínum eigin augum. — Ég sagði ekki eitt einasta orð í bílnum á heim- leiðinni. Enda gat ég ekkert sagt og ekk- ert hugsað. — Gat þetta ver- ið maðurinn minn, sem allt- af hafði fyrir- litið þá, sem drukku sig fulla. Ég gat ekki — vildi HANN er dáinn, og mér þykir vænt um það! Ég starði á hið fagra and- lit mannsins míns, þar sem hann lá, kaldur og stirðnaður í kistunni, og þó að tárin streymdu niður kinnarnar á mér, gat ég ekki um annað hugsað, en það, að í tíu, löng ár hafði ég beðið um frið, og nú hafði ég loksins fengið hann. Mér var ómögulegt að syrgja hann eins og hann var orðinn. Við hittumst fyrst í brúðkaupi vinkonu minnar, en það brúðkaup var aðalviðburð- ur þess árs. Svaramaðurinn kom fyrst daginn fyrir brúðkaupið. Það var búið að segja okkur heilmikið um hann. Hann var vinur og skólabróðir brúðgumans og ný- búinn að ljúka námi. Brúðarmeyjarnar sögðu, að hann væri fallegasti maður, sem þær hefðu séð, hár, dökkhærður og yndis- legur. Kvöldið fyrir brúðkaupið var „general- prufa“. Þegar ég var búin að klæða mig og stóð fyrir framan spegilinn, kom brúðurin inn og hrópaði: — Helena, þú ert yndisleg! Dr. Munch (það var þessi frægi svaramaður) verður strax ástfanginn í þér. Dr. Munch var kominn, þegar við fórum upp til að hafa fataskipti.Ég gleymi aldrei þeim áhrifum, sem hann hafði á mig. Hjartað barðist í brjósti mínu, og mér fannst, að allir mundu hljóta að heyra það. Ég reyndi að forðast augnaráð hans, en

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.