Vikan


Vikan - 16.02.1939, Page 5

Vikan - 16.02.1939, Page 5
Nr. 7, 1939 VIKAN 5 Liðnir leikarar. FJÓRÐA GREIN. Hér að framan hefir aðallega verið dvalið við tvo merka leikara, þá Árna Eiríksson og Kristján Ó. Þor- grímsson, vegna þess að þeir gerðust brautryðjendur á leiksviðinu eins og það er nú. Starfsaldur þeirra í þágu leiklist- arinnar tók yfir allt tímabilið frá fyrstu leikfélagssamtökunum á 8. tug aldarinn- ar, sem leið, og fram til þess, að önnur leikarakynslóð stóð á hátindi listar sinn- ar fyrir og um heimsstyrjöld, en náði ekki saman við starfsbyrjun þriðju leikara- kynslóðarinnar, sem nú er á leiksviðinu. Á undan þeim Árna og Kristjáni og samtímis þeim framan af, voru hér ýmsir merkir leikarar. Þeir voru flestir eða allir skólapiltaleikarar. — Leiklistarviðleitni þeirra, sem á undan fóru, var um það bil að verða lokið, er leikfélagssamtökin komú til sögunnar, en aðrir tóku þátt í þessum samtökum áhugamanna og urðu um mis- jafnlega langt skeið samferða. Meðal hinna fyrri ber að nefna Morten Hansen, síðar skólastjóra. I skóla hafði hann leikið Hinrik í „Pólitíska könnusteyparanum“ eftir Holberg við feikna fögnuð áhorf- enda. Við það tækifæri, á jólunum 1875, lék séra Janus Jónsson aðalhlutverkið í þessum leik, Hermann frá Bremen, en konu hans, Geske, Þórður Thoroddsen læknir, sem lék þá einnig Vielgeschrey í ,,Tímaleysingjanum“. Til viðbótar má geta þess, að í þriðja leikritinu, er skólapiltar sýndu við þetta tækifæri, lék séra Ólafur Ólafsson, síðar fríkirkjuprestur, aðalhlut- verkið. Þegar þessir skólapiltar voru komnir úr skóla léku þeir einu sinni enn, allflestir, veturinn 1878—79 í Nýja klúbbn- um, sem síðar varð Herkastalinn gamli og flestir fulltíða Reykvíkingar muna eftir. Þá lék Morten Hansen Jeppa á Fjalli með slíkum ágætum, að vafasamt er, hvort það hlutverk hafi sætt öllu betri meðferð hér á landi. Þórður Thoroddsen lék þá Nille, konu Jeppa, en að frátöldu næsta leikári, er hann lék enn með, var leiklistar- starfi hins vinsæla og síunga læknis vor Reykvíkinga lokið. Þá lék og séra Ólafur Ólafsson hlutverk von Buddinge liðsfor- ingja í Andbýlingunum, en það var sem sagt Morten Hansen einn, af þessum skóla- piltaleikurum, sem hélt áfram að leika og tók þátt í fyrstu leikfélagssamtökunum, í Glasgow-leikfélaginu 1881—82 og Gleði- leikjafélaginu í Glasgow 1885—86. I fyrra félaginu, þar sem Kristján Ó. Þorgríms- son lék í fyrsta skipti, lék Morten Hansen Skrifta-Hans í Æfintýri á gönguför, en við því hlutverki tók á næstu sýningu leiksins 1890—91, Árni Eiríksson, enda var Morten Hansen þá hættur að leika. Var meðferð hans á hlutverkinu viðbrugðið og tókst honum til fullnustu að vekja sam- úð áhorfenda með hinum slóttuga ó- lánsmanni. Eneinna mestum vinsældum náði Morten Hansen í enskum hláturs- leik, „Box og Kox“, svo það varð dóm- ur samtíðarmanna, að hann ætti manna hægast með að fá fólk til að hlægja. Þegar sá dómur er borinn saman við leik hans í hlutverki Skrifta-Hans, verð- ur að álykta, að leik- svið vort hafi átt á bak að sjá miklum leikhæfileikum, þeg- ar Morten Hansen tók þá ákvörðun að leika ekki framar. Það er vafalaust að meðleikarar Mortens Hansens hafa veitt leikaðferð hans nánar gætur, og gætir hennar ef til vill hjá Krist- jáni Ó. Þorgrímssyni, þó það verði ekki beinlínis ráðið af reikulum munnlegum heimildum eða stuttum athugasemdum í blöðum. Áður en samferðamanna þeirra Áma og Kristjáns í Gleðileikjafél. Glasgow verður getið, leyfi ég mér að gera smáútúrdúr, viðvíkjandi leiksviðinu hér í höfuðstaðn- um. Hér hafa verið nefndir tveir, þrír leik- staðir, auk Hólavallaskóla, Nýi klúbbur- inn og Glasgow. Sjónleikir voru alla síð- ustu öld í sífeldu húsnæðishraki, en í lok aldarinnar risu upp ekki færri en þrjú sæmileg leikhús, eftir þeirrar tíðar kröf- um. Þessi leikhús voru Breiðfjörðs-leik- húsið, síðar í daglegu tali nefnt Fjalakött- urinn, Góðtemplarahúsið og Iðnaðar- mannahúsið. Utan um sýningar í öllum þessum húsum mynduðust leikfélög, fyrst leikfélagið Thalia, með sýningum í Góð- templarahúsinu, þá leikfélag Stúdenta- félags Reykjavíkur í Fjalakettinum og loks Leikfélag Reykjavíkur í Iðnó. Um tíma átti höfuðstaðurinn því raunverulega þrjú starfandi leikhús, auk leiksýninga Bindind- isfélags skólapilta og síðar Leikfélags skólapilta. Til gamans skal þess getið, að eitt þessara leikhúsa var hátíðlega vígt af dönskum farandleikurum. Það var Breið- f jörðsleikhús, en Þjóðólfur flutti svofellda auglýsingu. REYKJAVlK NYE THEATER (Kjöbmand W. Ó. Breiðfjords Ejendom) Den 16de Juli kl. 8 præcis FEST FORESTILLING i Anledning af det nye Theaters Indvielse. Nærmere af Programer. Edw. Jensen. Sýndir voru smáleikir, en leikstjórinn, Framh. á bls. 17. Leikendur frá 1894, frá vinstri til hægri: Þóra Sigurðardóttir, Kristján Ó. Þorgrímsson, Ámi Eiríksson og Stefanía Guðmundsdóttir. — Það er Varaskeifan, sem myndin er úr. Leikhúsin í Reykjavík samankomin fyrir framan Þjóðleikhúsið. Fyrir miðju fremst er Hóla- vallaskóli, þar fyrir ofan landsyfirréttarhúsið og Glasgow efst. Neðst í vinstra horni er Fjalakötturinn, þá Báran, Góðtemplarahúsið og efst Nýi klúbbur (Herkastalinn). Til hægri Latínuskólinn (þar var leikið á Langa-lofti og einu sinni í Alþingissalnum), en fyrir ofan skólann sést á Iðnó. Stærðarhlutföllin í myndinni em ekki rétt.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.