Vikan - 16.02.1939, Page 8
8
VIKAN
Nr- 7, 1939
E
nginn
flýr örlög sín
Síðustu greftrunargestirnir voru farn-
ir, og Spencer Goddard sat einn í
smekklegu vinnustofunni sinni, —
klæddur viðeigandi, svörtum fötum. Húsið
var einkennilega frjálslegt, svona rétt eft-
ir að kistan var farin. Líkkistan, sem nú
lá falin í einmanalegu gröfinni sinni undir
jörðinni. Andnimsloftið, sem síðustu þrjá
dagana hafði verið þungt og óhreint, var
nú hreint og ilmandi. Hann gekk að opn-
um glugganum, horfði út í hauströkkrið
og dró djúpt andann.
Hann lokaði glugganum og kveikti í ofn-
inum, settist síðan niður í hægindastólinn
sinn og hlustaði á snarkið í eldinum. Hann
var þrjátíu og átta ára gamall og nýtt
líf, frjálst og áhyggjulaust, lá fyrir hon-
um. Loksins hafði hann eignazt peninga
konunnar sinnar, sem nú var dáin, og gat
eytt þeim eins og honum sýndist. Nú þurfti
hann ekki að biðja um hvern eyri.
Hann leit við, er hann heyrði fótatak
við dyrnar og setti upp þenna alvöru- og
sorgarsvip, sem hann hafði gengið með
fjóra síðustu dagana. Matreiðslukonan
kom alvörugefin inn, gekk að arinhillunni
og setti ljósmynd upp á hana.
— Ég hélt, að yður langaði til að hafa
þessa mynd, herra minn, til þess að minna
yður á hana, sagði hún lágt.
Goddard þakkaði henni fyrir, reis á fæt-
ur, tók myndina og stóð og horfði á hana.
Hann var ánægður, er hann sá, að hönd
hans var algerlega stöðug.
— Þetta er mjög líkt henni, áður en
hún veiktist, hélt konan áfram. Aldrei
hefi ég séð neinn breytast svo fljótt.
— Það gerði eðli sjúkdómsins, Hanna,
sagði húsbóndinn.
Konan kinkaði kolli og stóð svo og
þurrkaði sér um augun og horfði á hann.
— Er nokkuð, sem yður vanhagar um?
spurði hann eftir nokkra stund.
Hún hristi höfuðið.
— Ég get varla trúað því, að hún sé
farin fyrir fullt og allt, stundi hún lágt.
Stundum er eins og mér finnist hún vera
hér enn . . .
— Þér hafið óstyrkar taugar, sagði
húsbóndinn hvatlega.
— . . . og sé að reyna að segja mér
eitthvað.
Goddard gat varla stillt sig um að líta
á hana.
— Óstyrkar taugar, sagði hann aftur.
Þér ættuð ef til vill að fá svolítið frí. Þetta
hefir verið erfiður tími fyrir yður.
Smásaga
eftir W. W. Jacobs.
— Fyrir yður líka, herra minn, sag'ðí
konan. Að sjá að öllu leyti um hana, eins
og þér gerðuð. Ekki skil ég, hvemig; þér
komust yfir það. Hefðuð þér haft hjúkr-
unarkonu . . .
— Ég vildi heídur gera það sjálfiir,,
Hanna, sagði húsráðandiim. Það hefði bara.
gert hana hrædda, ef ég hefði fengið hjúkr-
unarkonu.
Konan játti því. — Og svo eru þær allt-
af með nefið niðri í því, sem þeim kemur
ekkert við, bætti hun við. — Þær halda,
alltaf, að þær viti meira en læknarnir.
Goddard leit rannsakandi á hana. Hún
stóð þarna, stór og beinaber, og undirgefh-
in skein út úr hverri hreyfingu. Hún horfði
niður fyrir sig með köidum, ljósbrúnum
augunum. Andlitið var ólundarlegt: og;
sviplaust.
— Hún hefði ekki getað fengið betrL
lækni, sagði hann og Ieit aftur inn ii eld~
inn. — Enginn hefði getað gert meira;fyrir
hana.
— Og enginn hefði getað gert, meira,
fyrir hana en þér gerðuð, herra minn,, var
svarið. — Fáir eiginmenn hefðu gert, það„
sem þér gerðuð.
Goddard hrökk við í stólnum.,
— Nóg um það, Hanna, sagði hann
stuttur í spuna.
— Eða gert það eins vel, sagði konan
hægt og skýrt.
Goddard fannst eins og h®nn, væri að
sökkva niður, og þagði á meðan hann var
að ná sér. Síðan sneri hs.gn sér við og
horfði fast á hana.
— Þakka yður fyrir, sagði hann rólega.
— Þér viljið vel, en ég get ekki talað um
þetta núna.
Þegar dyrnar höfðu iokazt á eftir henni,,
sat hann um stund og hugsaði. Velliðanin,
sem hann hafði nofið nokkrum mjnútum
áður, var horfin, og í hennar stað kominn
ótti, sem hann viídi ekki kannast við, en
sem ekki vildi hverfa. Hann hugsaði vand-
lega um það, sem hann hafði gert síðustu
vikurnar, og gat engan galla fundið. Veik-
indi konu hans, álit læknisins, kvíði og
umönnun hans sjálfs, allt var eins og það
átti að vera. Hann reyndi að muna ná-
kvæmlega eftir orðum og látbragði kon-
unnar. Eitthvað hafði gert' hann hrædd-
an — og; hvað var það ?
Hann hefði getað hlegið að hræðslu
sinni næsta. morgun. Borðstofan var full
af sólskini og angaði af kaffi og svíns-
kjöti. Hanna var eins og hún átti að sér.
— Kjötið er ágætt, sagði hann brosandi.
Kaffið er einnig prýðilegt, — það er kaffið
yðar alltaf.
Hanna brosti við, tók við tveimur eggj-
um af blómlegri þjónustustúlku og; rétti
honum.
Þegar hann hafði reykt eina pípu og
fengið sér röska morgungöngu, leið, hon-
um enn betur. Hann kom heim aftur
þrunginn sömu frelsistilfinningunni og
deginum áður, fór inn í garðinn, sem hann.
átti nú aleinn og fór að ráðgera breyting-
ar á honum.
Eftir hádegisverðinn gekk hann um hús-
ið. Gluggarnir á svefnherbergi konu hans
voru opnir og herbergið snyrtilegt og loft-
gott. Hann leit yfir uppbúið rúmið og
gljáfægð húsgögnin. Síðan gekk hann að
náttborðinu og opnaði skúffurnar, hverja
af annarri, og leitaði í þeim. Það var ekk-
ert í þeim, nema svolítið smádót. Hann
fór út í ganginn og kallaði á Hönnu.
— Vitið þér, hvort húsmóðir yðar læsti
nokkuð af dóti sínu niður? spurði hann.
— Hvaða dóti? spurði Hanna.
— Ja, til dæmis skartgripina sína?
— Ó! Hanna brosti. — Hún gaf mér
þá alla, sagði hún hægt.
Goddard var nærri búinn að hrópa upp.
Hjarta hans barðist ótt og títt, en hann
talaði kuldalega.
— Hvenær?
— Rétt áður en hún dó — úr magasári,
sagði Hanna.
Það varð löng þögn. Hann sneri sér við
og tók ósjálfrátt að loka skúffunum í
náttborðinu. Hann sá í speglinum, hve föl-
ur hann var, og hann talaði án þess að
líta við.
— Það er þá allt í lagi, sagði hann með
hásum rómi. — Ég vildi bara vita, hvað
orðið hefði af' þeim. Mér datt í hug, að
Milla . . .
Hann hristi höfuðið.
— Það er ekkert út á Millu að setja,
$agði hún með einkennilegu brosi. — Hún
er eins heiðarleg og við sjálf. Var það
nokkuð annað, herra minn?
Hún lokaði hurðinni hljóðlega á eftir
sér, eins og góðir þjónar eiga að gera.
Goddard studdi sig við fótagaflinn á
rúminu og horfði inn í framtíðina.
Dagarnir liðu tilbreytingarlaust eins og
í fangelsi. Vonin um frjálsara líf var horf-
in. 1 stað fangaklefa var tíu herbergja hús,
en fangavörðurinn, Hanna, gætti þeirra
allra. Þótt hún væri prýðileg þjónustu-
stúlka, auðmjúk og samvizkusöm, sá hann
í hverju orði hennar ógnun gegn frelsi
hans og lífi. I ólundarlegu andlitinu og
köldum augunum, sá hann meðvitund
hennar um vald sitt. Það var husbóndinn
að leika þjóninn. Margra ára þjónusta var