Vikan


Vikan - 16.02.1939, Blaðsíða 9

Vikan - 16.02.1939, Blaðsíða 9
Nr. 7, 1939 VIKAN 9 r hækkun, sagði hann að lokum. Ég veit sannarlega ekki, hvort ég . . . — Það gerir ekkert til, sagði Hanna. — Ég hélt bara, að ég væri þess virði —- fyrir yður. En þér vitið bezt um það. Sumum fyndist kannske ég vera tvö hundruð punda virði. Það er meiri hækk- un. En mikil hækkun er nú alltaf betri en . . . Hún þagnaði og það tísti í henni. Godd- ard leit á hana. -— . . . en mikið fall. Húsbóndi hennar herpti saman varimar þangað til þær voru nærri horfnar, og eitt- hvað viðbjóðslegt kom fram í ljósgráum augunum. Hann starði á hana, stóð á fæt- ur og gekk til hennar. Hún stóð kyrr og mætti augnaráði hans. — Þér eruð gamansamar, sagði hann að lokum. — Stutt líf og skemmtilegt, sagði kon- an. — Mitt eða yðar? — Ef til vill okkar beggja, var svar hennar. — Ef — ef ég léti yður fá hundrað, sagði Goddard og vætti varirnar. Það ætti að minnsta kosti að gera líf yðar skemmti- legra. Hanna kinkaði kolli. — Skemmtilegt og langt, ef til vill, sagði hún hægt. — Ég er gætin, skal ég segja yður — mjög gætin. — Það er ég viss um, að þér eruð, sagði Goddard. Andlit hans var nú orðið eins og það átti að sér. — Gætin með það, hvað ég ét og drekk, á ég við, sagði konan og horfði fast á hann. — Það er hyggilegt, sagði hann dræmt. Það er ég líka. Það er þess vegna, sem ég greiði góðri matreiðslukonu há laun. En farið þér ekki of langt, Hanna. Drepið þér ekki hænuna, sem verpir eggjunum. — Það er ólíklegt, að ég geri það, sagði hún kulda- lega. Að lifa og lofa öðrum að lifa, það er mín lífsregla. Sumir hafa öðru vísi reglur. En ég er gætin. Það kemur mér enginn á óvart. Ég skildi eftir bréf hjá systur minni, ef eitthvað skyldi koma fyrir. Goddard sneri sér undan og tók að hagræða blómum í vasa, sem stóð á borðinu. Síð- an gekk hann að glugganum og horfði út. Hann var ná- fölur og hendur hans skulfu. — Það verður opnað eftir dauða minn, hélt Hanna áfram. — Ég hefi enga trú á læknum, eftir það, sem ég hefi séð til þeirra. Ef ég dey, þá verður líkið rannsakað. Ég hefi góðar ástæður til þess. Goddard kom aftur frá glugganum. En ef hún er for- úti og hún tók ráðin í sínar hendur smátt og smátt og smjattaði á hverjum bita. — Ég vona, að ég hafi gert það, sem rétt var, sagði hún einn morguninn. — Ég sagði Millu upp vistinni. — Goddard leit upp frá dagblaðinu, sem hann var að lesa. Er hún ekki góð þjón- ustustúlka? spurði hann. — Ekki að mínu áliti, herra minn, sagði konan. — Og hún sagðist ætla að tala við yður um það. En ég sagði henni, að það hefði enga þýðingu. — Það er bezt, að ég tali við hana og viti, hvað hún hefir að segja, sagði hús- bóndinn. — Auðvitað, ef þér viljið, sagði Hanna. — En ef hún fer ekki eftir að ég er búin að segja henni upp, þá fer ég sjálf. Mér þætti leiðinlegt að fara, mér hefir liðið mjög vel hér, — en annað hvort fer hún eða ég. — Mér þætti leiðinlegt að missa yður, sagði Goddard með vonlausri rödd. — Þakka yður fyrir, herra minn, sagði Hanna. — Ég hefi reynt að gera mitt bezta. Ég hefi nú verið nokkuð lengi hjá yður og þekki yður vel. Ég held ég skilji yður betur en nokkur annar gæti gert. Ég geri allt, sem ég get til að yður líði vel. — Jæja þá, ég læt yður um það. Godd- ard reyndi að gera rödd sína röska og skip- andi. — Þér hafið leyfi mitt til að segja henni upp. — Það var líka dálítið ann- að, sem ég ætlaði að tala um við yður, sagði Hanna. Það var um kaupið mitt. Ég ætl- aði að biðja um hækkun, því að nú er ég eiginlega ráðskona hérna. — Já, það er ekki nema réttlátt, sagði hann og hugs- aði sig um. — Látum okkur sjá, hvaða kaup hafið þér núna? — Þrjátíu og sex pund. Goddard hugsaði sig um svolitla stund og leit svo upp með góðlátlegu brosi. — Jæja, sagði . hann vin- gjarnlega. — við skulum hafa það fjörutíu og tvö. Það eru tíu shillings meira á mánuði. — Ég hafði nú hugsað mér hundrað, sagði Hanna þrjózku- lega. Honum varð hverftvið, er hann skildi þýðingu beiðninnar. — Það er nokkuð mikil

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.