Vikan


Vikan - 16.02.1939, Blaðsíða 19

Vikan - 16.02.1939, Blaðsíða 19
Nr. 7, 1939 VIKAN 19 fáaJinGbSOjfya.. Hann sagði þeim, að hann væri að koma frá lítilli stúlku, sem hefði orðið fyrir bíl, þegar hún ætlaði að fara yfir götuna. — Hvaða litla stúlka var það? spurði frú Holm. — Hún heitir Anna Hansen. Móðir hennar er ekkja og þvær fyrir fólk, svar- aði læknirinn. \\ aja var alveg viss um, að það væri ekki til eins fallegur hundur í öllum heiminum eins og Bob. Hún var líka viss um, að það væri engin stúlka til, sem þætti eins vænt um hundinn sinn og henni. Þetta var nú líka ákaflega fallegur hund- ur með stór, gáfuleg augu og löng, dásam- legu eyru. En þó var það af einni, alveg sér- stakri ástæðu, að henni þótti svona vænt um Bob. Hún hélt, að það væri engum öðr- um að þakka en honum, hvað henni batn- aði fljótt veikin síðastliðinn vetur. Hún mundi greinilega, hvað hún hafði verið veik. Mamma og pabbi gerðu allt fyr- ir hana, og Jenssen læknir kom iðulega til hennar, en það kom að engu gagni. En dag einn kom Tommi frændi þjótandi inn í herbergið til hennar og hrópaði: — Maja, Molly er búin að eignast hvolpa, og mamma sagði, að ég ætti að gefa þér einn! Stuttu síðar kom hann svo með lítinn, fallegan hvolp. Þó að Maja væri mikið veik, gat hún ekki setið á sér að rísa upp í rúminu og segja: — Ó, hvað mér þykir vænt um hann. Og hvernig sem á því stendur, þá fór Maju batnandi með hverjum degi, og áður en langt um leið, var hún komin á fætur og farin að leika sér með vinstúlkum sínum. Öllum leiksystkinum Maju þótti Bob ákaflega fallegur — og þau vildu öll leika sér við hann. Maja var nefnilega búin að kenna. honum að sitja á afturfótunum, stökkva í gegnum tunnugjörð og margar fleiri listir, sem fólk hafði gaman að. Á meðal þeirra, sem þótti vænt um Bob, var Anna, dóttir konunnar, sem þvoði fyrir mömmu Maju, frú Holm. 1 hvert skipti, sem konan þvoði, kom Anna með henni. Bæði Maju og frú Holm þótti vænt um Önnu litlu, sem átti ekki eins mikið af leikföngum og Maja. Frú Hansen, móðir Önnu, varð nefnilega að vinna fyrir sér og dóttur sinni með því að þvo fyrir fólk -—- og það gekk nú svona upp og niður. Bob og Anna urðu fljótlega góðir vinir. Þegar Bob sá til Önnu, hljóp hann á móti henni, dillaði rófunni, hoppaði í kringum hana og sýndi listir sínar. Fyrst lá við, að Maja öfundaði Önnu, enn mamma hennar benti henni á, hvað það væri óviðeigandi, þar sem hún ætti miklu meira af öllu en Anna litla. Upp frá því var Maja alltaf ánægð, þegar hún sá Önnu og Bob leika sér saman. Á hverjum morgni, þegar Maja átti að fara á fætur, opnaði mamma hennar dym- ar á herberginu hennar, og Bob kom hlaup- andi inn og sagði: — Góðan daginn, eins greinilega og nokkur hundur getur boðið vera alveg batnað. — Ó, hrópuðu mæðgurnar, báðar í einu. — Það hlýtur að vera Anna okkar. Stór tár hrundu niður kinnarnar á Maju, því að henni þótti svo vænt um litlu leiksyst- ur sína. — Og hún var á leið heim til sín eftir að hafa skilað Bob hingað. Frú Holm sagði lækninum allt um Önnu. — Eigum við að fara til hennar? spurði Maja með ákafa. Frú Holm og Maja fóru oft til Önnu litlu á meðan hún lá á sjúkrahúsinu. Og í hvert skipti gáfu þær henni eitthvað til að leika sér að — en mest var gaman, þegar Bob kom. Hann dillaði rófunni fyrir veiku vinkonu sína og sýndi margar listir — og Anna brosti. .— Heldur þú ekki, að Önnu þyki vænna um Bob en allar vinkonur sínar? spurði Maja mömmu sína einn daginn. — Jú, ég held það. Bob hjálpar henni til að batna, alveg eins og hann hjálpaði þér, þegar þú varst veik. Að lokum var Anna orðin það góð, að hún gat farið af sjúkrahúsinu, en læknir- inn sagði, að hún myndi alltaf verða hölt. Þegar Maja heyrði það, grét hún svo, að hún ætlaði að springa. Mamma hennar reyndi að gera hana eins rólega og hún gat. — Við skulum vera góðar við Önnu. Við getum heimsótt hana á hverjum degi og gefið henn bækur, myndir og spil. — Já, sagði Maja, — ég á margt, sem góðan dag. Hann settist á afturfæturna og rétti fram aðra framlöppina. En morgun ehm var það mamma, en ekki Bob, sem vakti Maju. Mamma sagði: — Bob er ekki í körfunni sinni. Það er bezt, að þú farir á fætur og leitir að hon- um. Maja var ákaflega hrygg, þegar hún var að klæða sig, og hún hafði enga lyst á að borða. Hún fór strax að leita. Hún leitaði í garðinum og úti á veginum, en hún fann Bob hvergi. Síðan fór hún til nágrannanna, en það bar engan árangur. Það var eins og Bob hefði orðið uppnum- inn. Um hádegið sat Maja úti við gluggann og starði út á hinn fáfama veg, og allt í einu hrópaði hún: — Mamma, mamma, þarna kemur Bob. — Og það var satt, að hann kom þarna trítlandi við hliðina á — við hliðina á hverjum, haldið þið? Önnu litlu. Maja hljóp undir eins á móti þeim og tók Bob í fangið og þrýsti honum að sér. Mamma kom nú út og spurði Önnu, hvar hún hefði fundið Bob. — Ég fann hann ekki. Hann fór heim með mér í gærkvöldi, svaraði Anna. — En hvers vegna komstu ekki með hann hingað aftur? spurði frú Holm hana. Anna leit undan og vissi ekki, hvað hún átti að segja. Að lokum stamaði hún: — Bob er svo fallegur, og hann svaf á teppinu við rúmið mitt í nótt. Bob dillaði rófunni eins og til að stað- festa það, sem Anna sagði. Frú Hohn skildi allt. Hún klappaði Önnu á kinnina og sagði, að hún væri dugleg stúlka. Síðan bauð hún henni inn og gaf henni mjólk og kökur. Þegar Anna fór, klappaði hún hundinum vingjarn- lega og sagði: — Vertu sæll, Bob minn. Síðar um daginn, sátu Maja og mamma hennar úti ágrasflöt- inni, þá gekk Jenssen læknir þar fram hjá og notaði tækifærið til að heilsa upp á frú Holm og dóttur henn- ar. Honum þótti vænt um, að Maju skyldi

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.