Vikan - 16.02.1939, Side 20
20
VIKAN
Nr. 7, 1939
ég get gefið henni. Ég á brúður, bækur,
spil og---------
Maja lauk ekki við setninguna. Hún
starði lengi út í loftið. Mömmu hennar
grunaði, hvað var að brjótast um í huga
dóttur sinnar — en hún lét Maju afskipta-
lausa, þar sem hún vissi, að hún myndi
verða sterkari, ef hún gerði það sjálf.
Eftir dálitla stund sá frú Holm Maju
ganga niður eftir garðstígnum, þar sem
Bob var að leika sér að bolta. Hún sá
hana taka hundinn upp og þrýsta honum
ákaft að sér. Að lokum fór hún inn með
hundinn.
— Mamma, sagði hún og henni var
mikið niðri fyrir, — ég ætla — ætla að
gefa Önnu Bob.
Mamma hennar tók utan um Maju og
litla hundinn hennar.
— Ég er viss um, góða mín, sagði hún
og hún virtist líka vera hrærð, — að Önnu
þykir ekki eins vænt um neitt í heimin-
um.
Og það var líka áreiðanlegt. Anna varð
alveg orðlaus af ánægju, þegar Maja kom
til hennar daginn eftir og gaf henni Bob.
Hann: Hverju munduð þér svara, ef ég
bæði yður að sigla með mér eins lengi og
við lifum bæði?
Hún: Já, ef ég má alltaf sitja við stýrið.
* _________________________
Draumurinn.
Framh. af bls. 11.
snöggt viðbragð til þess að framkvæma
slíkan glæp. —
Það var erfitt að hætta að hugsa um
þetta. Nokkrum mánuðum síðar, vakti
konan mín mig aftur eina nótt. Ég var
dauðþreyttur og reiddist..Hún var föl og
skjálfandi. Hana hafði dreymt sama
drauminn. Hún fór að gráta og spurði mig,
hvort ég hataði sig. Ég sór við nafn allra
dýrlinga Rússlands, að ég elskaði hana.
Loksins fór hún að sofa aftur. Það var
meira en ég gat gert, ég varð andvaka.
Mér fannst ég sjá hana detta niður fyrir
handriðið og heyra ópið í henni, og hlunk-
inn, þegar hún skall ofan í steingólfið. Ég
hríðskalf. —
Rússinn þagnaði, og stórir svitadropar
stóðu á enninu á honum. Hann hafði sagt
söguna vel og greinilega, og ég hlustaði
með athygli.
Það var enn dálítið brennivín eftir í
flöskunni. Hann hellti því í glas og drakk
það í einum teyg.
— Hvernig dó konan yðar? spurði ég
eftir stundarkom. —
Hann tók upp óhreinan vasaklút og
þurrkaði sér um ennið.
— Svo undarlega bar við, að hún
fannst, seint um kvöld, hálsbrotin niðri á
kjallaragólfi hússins.
— Hver fann hana?
— Einn leigjandinn í húsinu, sem kom
inn skömmu eftir, að slysið vildi til.
— Og hvar voruð þér?
Ég gleymi aldrei augnaráðinu, sem hann
sendi mér. Það var í senn svo kænlegt og
illskulegt. Það var eins og svörtu augun
hans skytu neistum.
— Ég var hjá vini mínum um kvöldið
og kom ekki heim fyrr en klukkutíma
síðar.
Þá færði þjónninn okkur kjötréttinn,
sem við höfðum beðið um, og Rússinn
tók til matar síns með beztu lyst. Hann
hámaði í sig matinn og tók geysistóra
munnbita. — Mér var hálf órótt. Hafði
hann í raun og veru verið að segja mér
það blátt áfram, að hann hefði drepið kon-
una sína. — Þessi feiti og letilegi maður
leit ekki út fyrir að vera morðingi. Ég gat
ekki trúað því, að hann hefði þorað að
drepa mann. Eða var hann bara að gera
gabb að mér?
Fáum mínútum síðar, varð ég að fara
til að ná í lestina. Ég kvaddi hann og
hefi aldrei séð hann síðan. Og enn í dag
veit ég ekki, hvort honum var alvara eða
hann var að gera að gamni sínu. —
Karl: Hvað kemur til, að Jón,
sem kemur svo dæmalaust illa
saman við konuna sína, hefir
hana með á öllum sínum ferða-
lögum?
Björn: Það er af því, að hvor-
ugt hjónanna ann hinu að vera
í friði.
Litla Blómabúðin
Bankastræti 14.
Ávallt mikið af
afskornum blómum
og pottaplöntum. -
Verkfræðistörf
— Teiknistötf.
Jámbent steinsteypa.
Miðstöðvateikningar.
Gróðurhúsateikningar o.fl.
Ingólfur Jörundsson,
Skálholtsstíg 7. Sími 5169.
Steindórsprent
prentar fyrir yður
Aðalstrœti 4 • Sími 1175
Húsmœður, Láta * *kki eriiais-
vinnu ónýta daginn, heldur leikið yður
að þvi að fegra gólfið með
N otkunarreglur:
1. Hafi gólf verið bónað
áður eða lakkað með
öðru en REFLEX, —
þarf fyrst að þvo það
vel úr sterku sápu-
vatni og lofa því síð-
an að þorna alger-
lega.
2. Síðan er REFLEX-
SJALFGLJÁI borinn
á með mjúkum pensli
eða léreftsklút, einu
sinni á mánuði. Tvær
yfirferðir -—■ látið
þorna á milli! — gefa
sterkari gljáa og
meiri endingu. Nudd-
ið ekki.
3. I góðu og hlýju veðri
þornar REFLEX-
SJALFGLJAI á 20
mínútum; í rigningu
tekur það svolítið
lengri tima.
4. Farið yfir gólfin með
mjúkum, rökum klút,
helzt daglega, þá gljá
þau að nýju.
5. REFLEX-
SJALFGLJAI
má ekki frjósa,
Einkaf ramleidandi:
Lakk- og Mátningarverkssiðjan
IllM h.i. Reykjavik.
Heildsölubirgdir:
H. Ólafsson & Bernhöft.
Reykjavík.
Nýkomið stórt og
fallegt úrval.
Fallegir litir,
falleg snið.
GEYSIR
Fatadeildin.