Vikan


Vikan - 23.03.1939, Blaðsíða 10

Vikan - 23.03.1939, Blaðsíða 10
10 VIKAN Nr. 12, 1939 — Jæja, sagði Dick. — Hefir hún ekki verið í Englandi? Ronnie fór að hlæja. — Lucille verður á ballinu. Hún verð- ur með pabba sínum. Hefir þú nokkurn tíma heyrt annað eins? — Nei. Er þetta satt? — Ég ætlaði ekki að trúa því, þegar mamma sagði mér það. Ronnie fór aftur að hlæja. — En, Dick,þú verður að dansa við hana. — Hversvegna? — O, það getur ekki gert þér neitt. — Ég er til allrar hamingju ekki skáti, svo að ég þarf ekki að gera þrjú góðverk á dag! — Þú ættir að gera það, sagði Ronnie ánægjulega, því að ungum stúlkum leiðist svo, þegar þær eru ekki vinsælar og allt það------- — Hvað veizt þú um það? — Hvað áttu við? — Hvernig veiztu, hvernig ungri stúlku líður, ef hún er ekki vinsæl. Þú hefir aldrei reynt það. — Hvað áttu við? spurði Ronnie. Hljómsveit Keatons var að byrja á nýju lagi, þegar Ronnie og Dick komu inn. Þeim var tekið með miklum fagnaðarlát- um. Ronnie var dálitla stund frammi að laga sig til, því að það átti nú einu sinni við. Dick beið eftir henni í forsalnum. Rétt á eftir fóru þau að dansa. Hún var að dansa við Dick, þegar Lucille kom með pabba sínum. — Er þetta hún? spurði Dick kæruleysislega. Ronnie leit yfir öxl hans. — Þegar hún hafði séð Lucillu síðast, var hún stór og klunna- leg stúlka með brúnt hár og stór, dökk augu. En nú stóð hún þarna grönn, ung stúlka með dökkt, hrokkið hár. Hún var í fallegum, bláum kjól, sem fór ákaf- lega vel. Hún stóð við hliðina á föður sín- um og horfði í kringum sig. — Hún er lagleg, sagði Ronnie. Mrs. Elwyn Deacon gekk fram til að bjóða Michael Caroll og dóttir hans vel- komin og kynna þau fyrir ýmsu fólki. Lucille var ekkert hrifin af stúlkunum, þó að hún horfði dálitla stund á Ronnie. Hún heilsaði ungu mönnunum kurteislega og brosti sérstaklega vingjarnlega til Dicks Hendricks. Ronnie heyrði nokkur orð, sem þeim fór á milli. — Hefi ég ekki séð yður áður? spurði Lucilla blíðlega. — Það held ég ekki, flýtti Dick sér að segja. — Ég hefi aldrei komið út fyrir bæinn hér. — Hafið þér ekki verið í Princetown? Þér minnið mig svo á stúdentana þaðan. — Ég hefi oft hugsað um að fara til Princetown, sagði Dick og eldroðnaði. Ronnie þótti kynlegt, að Dick skyldi aldrei hafa minnzt á Princetown við sig. Ronnie. En í sama bili tók hún eftir því, að Lucille brosti til Dicks. Ronnie var ánægð, þegar ballið var úti, og hún sat í bílnum á heimleiðinni. Dick Hendricks grunaði ekki, að neitt væri að. Að lokum nam bíllinn staðar við heimili Ronnies. Þau höfðu talað um Lucille Caroll alla leiðina. Viku síðar sat Ronnie Perguson í þægi- legum stól við gluggann og var að lesa. En hún var alltaf að líta upp frá bókinni. Enginn hafði komið enn til að kalla á hana. Henni fannst sunnudagurinn aldrei ætla að líða. — Ég er að lesa svo skemmtilega bók, sagði hún. — Kemur Dick ekki til þín ? spurði faðir • hennar. — O, ég veit ekki. — Hann er hjá Luc- ille Caroll, svaraði hún stuttaralega. — Það er nýbúið að gera við tennisvöllinn þeirra, og nú er allt unga fólkið í bænum búið að fá þennan líka brennandi áhuga á tennisleik. — Það er allt of heitt til að leika tennis núna, sagði faðir hennar rólega. Vinir Ronnie voru búnir að svíkja hana. Þeir voru allir farnir til Lucille, sem bjó í stóra húsinu uppi á hæðinni. Ginger Matthews hafði meira að segja svikið hana. I rauninni gerði það ekkert til með Ginger. Dick var sá eini, sem hún sá eftir. Að lokum var hringt. Ronnie hrökk við, en hún áttaði sig fljótlega og gekk hægt og rólega til dyra. Það var Dick. John Ferguson brosti, þegar dyrnar skelltust aftur á eftir henni. — Góðan dag, Ronnie. En hitinn! — Já, það er svo heitt, að ég hefi ekki nennt að hreyfa mig. — Við höfuð verið hjá Caroll-fjölskyld- unni í dag og leikið tennis. — Ég skil ekki, hvernig þið nennið því, sagði Ronnie eftir stutta þögn. — Ég þyldi ekki við. — Já, það er heitt. Samtalið dó út. Ronnie fann ósjálfrátt, Framh. á bls. 17. Þegar hún var að dansa við Slim Davies, hátíðlegan piparsvein, tók hún eftir því, að Dick var að dansa við Lucille og virt- ist vera ákaflega vandræðalegur. Það var enginn efi á því, að Lucille var drottning kvöldsins. Það var hún, sem sagði hljómsveitinni, hvað hún ætti að spila, og hún kenndi mönnunum að dansa spor, sem þeir höfðu aldrei séð áður. — Ronnie sagði við sjálfa sig, að það væri ekki nema sjálfsagt, að allir væru almenni- legir við ókunnu stúlkuna. — Ég vona, að þér kunnið vel við yður héma, sagði Ronnie. — Ég hugsa, að ég geti skemmt mér, svaraði Lucille rólega. Dick Hendricks er ljómandi maður — allt of fallegur fyrir þennan litla bæ. Ronnie varð orðlaus, en seinna um nótt- ina lá hún andvaka í rúmi sínu og hugs- aði um allt það, sem hún hefið getað sagt. — Guð minn góður! hrópaði Lucille allt í einu. Ég lofaði Dick næsta dansi, hann verður reiður, ef ég kem ekki. Þegar Ronnie gekk inn í salinn, var síð- asti dans, og Dick kom þjótandi til henn- ar og bauð henni upp. Það birti yfir

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.