Vikan - 23.03.1939, Blaðsíða 23
Nr. 12, 1939
VIKAN
23
hefði mátt búast við að hefði í fylgd með
sér hjálpars. „hafa“, en í Sonatorreki Egils
kemur þetta orðalag einnig fyrir (hann
segir: „uni alit“), svo að það virðist hafa
verið leyfileg málvenja að sleppa orðinu
„hafa“, á 10. öld, úr þátíð nafnháttar.
í síðari helfingi vísunnar virðist orðið
„ne“ vera stafavíxl fyrir ,,en“, því að þetta
samtengingarorð vantar í vísuhelfinginn,
en á 10. öld var það úrelt málvenja, að
því er virðist, að skeyta neitunar orðið
„ne“ framan við sagnorð, sem -at eða -t
var skeytt við í merkingunni ,,ekki“.
„Mattið" er óþekkt mynd, sennilega
þannig til orðin, að upphaflegt rúna ,,t“ er
ráðið = d en því svo eftir að ,,ð“ kom til
sögunnar breytt í þenna nýja staf. Orðið
„hliðs“ er meira, en grunsamlegt orð.
Hins vegar er ,,líðs“ = öls tilvalið orð í
kvenkenningu, sem að orðið ,,henni“ sýnir,
að hefir staðið í vísunni, en annars vantar.
Hins vegar er hitt að bæta ,,h“ framan
við orð algengt, og því ástæða til þess að
sjá hvemig orðið reynist ef ,,h“ er strikað
út. Orðið „gina“ er gmnsamlegt.
Af þessum ástæðum er rétt að athuga
hvemig lesa má úr vísunni, sé hún rituð
með rúnastafsetningu.
Hún liti þá svo út:
Kúnastafsetning á hdr. vísunni:
framit þutumk ek fluta
fraur mínum kram traura
kauts at katna muti
kaltrs bluþfrikum halta
in(ni) klumranar kina
kat (h)liþs init matit
min laikr hukr a hini
hlun ius uiþbanmuni.
Hin nýja ráðning rúnanna:
Framit þættumk ek flótta
Freyr mínum gram dreyra
Gauts at gatna móti
galdrs blóðfrekum halda
en glym Ránar ginna
gát líðs innit máttit
mínn leikr hugr á henni
hlunn jós viðbanmunni.
Klassiskar kenningar, og nýgervingar,
ar Kormáks, eru þessar: 1. Gautsgaldrs
= Óðinssöngs = orustugatna (gata, vegr,
land, hólmr) = orustuhólms Freyr =
hólmgöngumaður. 2. Dreyraflóttamót =
fundur, sem dreyrinn flúði frá. 3. Gramr =
sverð. 4. Blóðfrekr = blóðþyrstur, hug-
rakkur. .5. Glym Rán = hávaðasjór = brim-
jós = sjávarhests = skipshlunn (hér =
karlkyns viðarheiti) = skipsviðr = maðr.
6. Gát (eða gátt) = sú, sem gætir líðs =
ölgæzla (sbr. fangagæzla) = kona. 7.
viðbanmunni = viðarbanamunni = elds,
Logamunni = sverðseggju (tólfall), sbr.
Sn. E. og þulur hennar. = Ég hólmgöngu-
maðurinn, ætti að þykjast hafa haldið
sverði mínu bíóðþyrstu á mótinu, sem
dreyrinn flúði frá, en ég megnaði ekki að
ginna (konuna nefni ég ekki — mér leik-
ur hugur á henni) manninn með sverðs-
egginni.
Vísan er einskonar „revy“vísa, sem þeir,
er vissu allar aðstæður, sennilega hafa
skemmt sér vel við. Hver konan er, sem
K. þykist hafa tekið eftir á mótinu, en ekki
komist í tæri við, vitum vér ekki, en ef til
vill skýtur hann þessu inn til þess eins að
gera Steingerði afbrýðisama, ef hún heyri
vísuna — nærgætni þeirra hvors til ann-
ars virðist ekki hafa verið til fyrirmyndar.
Um hólmgönguna vitum vér hinsvegar
það, að stykki úr sverði Kormáks hrökk í
fingur á honum sjálfum og særði hann.
Bersi notaði sér af þessu til þess að hætta
leiknum, en Korm. vildi halda bardagan-
um áfram og taldi að Bersi vildi hætta
vegna þess að hann skorti hug til þess að
halda áfram.
Ef vér tökum orðið ,,dreyri“ í þeirri
merkingu, sem vér leggjum í það nú og
teljum að hann hafi haft sömu skoðun á
eðli og þýðingu blóðsins og vér, þá verður
nýgervingurinn „dreyraflóttamót" í raun-
inni tóm vitleysa. Ef vér hinsvegar leggj-
um þá merkingu í orðin, sem hann hlaut
að leggja í þau vegna þess að menn héldu
þá að blóðið flytti andann eða huginn um
líkamann, þá verður annað uppi á teningn-
um. Dreyraflóttamót verður þá „fundur-
inn, sem hugurinn eða hugrekkið flúði frá“,
eða m. ö. o. fundurinn, þar sem Bersi
misti móðinn. Þessi merking í orðinu blóð
kemur og fram annarsstaðar t. a. m. í vísu
kerlingarinnar, sem kveður um uxann, sem
drap Þórodd í Álftafirði. Hún segir, að
hann knýi blóð sitt = nísti hug sinn =
geri sig hrædda. Þetta lifir enn í málinu.
Strákarnir segja: „Sé nokkur ærlegur
blóðdropi í þér þá kondu“ = Sé nokkur
snefill af hug í þér, þá eigðu við mig.
Til þess að skilja mann, sem við tölum
við, verðum vér að leggja í orð hans þá
merkingu, sem hann gerir. Sama gildir um
vísurnar skyldi menn ætla. Merm verða að
reyna til þess að mynda kenningar eftir
þeim reglum, sem skáldið fór eftir og nota
orðin í þeirri merkingu, sem það lagði í
þau.
Um hina vísuna:
Huilum handar bála
hlin valda skaup sinu
þat siam reið at raði
rik tueim megin brikar
nærgi er oss ieina
angrlaust sæng gaungum
dyr skaufnungi drafnar
dyneyjar við freyja,
er fátt að segja annað en það, að 5. v. o.
er rangt kveðið vegna þess að afritari hefir
látið orðin: „sæng“ og „nærgi“ skipta um
sæti og ,,sköfnungi“ ritvilla f. „sköfnunga“.
Vísuna virðist verða að skilja þannig:
„Handarbála Hlín, hvílum tveim megin
bríkar. Reið sköp, rík at ráði sínu, valda.
Þat séum dyn Drafnar Freyja, dýr Sköfn-
unga við, nærgi es gangim í eina sæing, oss
angrlaust.
*
Kormákur notar alls ekki persónufor-
nöfnin í þessari vísu. Handarbála = gull-
hringa Hlín = kona. Sköp (fl.t. vegna
þess að K. talar um skap þeirra beggja)
’= geð. Reiðsköp = geðílska. Rík at ráði
sínu = sem hefir mikið vald; drottnar.
Dyn Dröfn = hávaðaalda = brimalda.
Brimöldueyjar = steinar, klettar. Freyja
= ásynja = Gerðr. Dyn Drafnar eyjar
Freyja = Steingerðr. Sköfnunga við =
sverða við = karlmanni (þgf.); dýr =
lystileg. Oss angrlaust = án reiði, án þess
að rífast. Efnið er því þetta: Kona, við
hvílum sitt í hvoru rúmi. Drottnandi geð-
ílska veldur því. Við munum sjá það, Stein-
gerður, lystileg karlmanni, hvenær sem við
samrekkjum án þess að rífast.
Kormákur segir henni, giptri konunni,
að til fyrirstöðu því, að hún komi upp í
rúmið til sín, sé ekki annað en það, að hún
sé í illu skapi. I þessari tóntegund eru
ástavísur Kormáks til Steingerðar yfir-
leitt; stríðni og skens o. s. frv. Hver fyrst-
ur hefir komið þeirri flugu á loft, að Kor-
mákr væri ástaskáld (Troubadour) veit ég
ekki, en hann og þeir sem éta það eftir
honum, tala áreiðanlega um Kormák eins
og sá, er talar mest um Ólaf kong, en
hvorki hefir heyrt hann né séð. Ég hefi að
minnsta kosti ekki rekið mig á vísur eftir
Kormák, er geti veitt honum það nafn, og
flestar þeirra hafa inni að halda ónot, há-
vaðaskammir eða skens.
En að eitthvað muni hæft í þessu virð-
ist mér framkoma Steingerðar sanna, er
hún heyrir þessar ástavísur hans. Hún
reiðist í hvert skipti, nema þegar hann
biður hennar og þegar hann er að slá henni
gullhamrana, í fyrsta sinn er þau hittust,
er tæplega geta talist ,,lyrik“. En hann
er ekki verra skáld fyrir það. Öllum, nema
þeim Steingerði og Tinteini, hefir verið
skemmt, við vísur hans.
Þegar ég gaf út Sonartorrek hafði ég
ekki veitt eftirtekt því, sem að framan
greinir og olli það því að villur hafa slæðst
þar inn, sem komist hefði orðið hjá. Mun
ég leiðrétta þær annars staðar.
Menn virðast eiga bágt með að losa sig
við þá barnatrú sína að ekkert hafi verið
fært í letur hér á landi fyrir árið 1117—18,
vegna þess að rúnar sé ekki hægt að rista
á annað en steina, málma tré o. s. frv., en
þessi efni eru ekki fallin til bókagerðar.
Að rísta megi rúnar á leðri virðast menn
ekki geta trúað. Ég set því mynd af þeim
hér og vona, að það ásamt þessum forn-
leifum, sem ég hér hefi bent á að finnist í
handritunum megi verða til þess að menn
fari að athuga það hvort þessi barnatrú sé
heilbrigð fyrir hin íslenzku fræði.