Vikan


Vikan - 23.03.1939, Blaðsíða 20

Vikan - 23.03.1939, Blaðsíða 20
20 VIKAN Nr. 12, 1939 Svipir iip daglega iííiou. rramh. at m*. s. flestum gangi illa að framfylgja henni. Kannske er hún líka allt of einföld. Og svo trúi ég á guð og vil engar vepjur um það hafa — og Jesú Krist alveg. Ég tek í nefið og ét mig saddan einu sinni á dag — um miðjan daginn. Svo fæ ég mér eitthvert snarl á kvöldin. Það er nóg fyrir mig. Konan mín hét Þórunn Margrét og var hálfsystir Jóns Hjaltalíns skólameistara. Það var hæglát kona og skýr. Við áttum sex böm. Fimm þeirra komust á legg. Konan mín dó fyrir fjórtán árum. Tveir synir mínir dóu á bezta skeiði. Einn son á ég heilsulausan á Vífilsstöðum og eina dóttir heima í kofanum mínum. Við sjá- um hvort fyrir öðru, og okkur líður vel. Það er eiginlega bezti kofi, þótt ekki sé hann stór, kofinh minn. Ég keypti hann einu sinni niðri á hafnaruppfyllingu, og það má skrúfa hann sundur og saman og þótti mér það mikill kostur. Ég reisti hann í heimildarleysi þarna í forsælunni á bak við Bjamaborg. Það hefir hvorki verið hátt til riss eða vítt til veggja í mínum heim- kynnum um æfina — en ég hefi komið í mörg fín hús hér í Reykjavík og dmkkið kaffi hjá margri hefðarfrúnni og höfðingj- anum, lasm. Á kvöldin hef ég svo horfið heim í kofann minn, og alltaf hef ég kunn- að þar bezt við mig. En nú má guð vita, nema þeir taki kofann einn góðan veðurdag, eins og þeir tóku af mér kálgarðinn, sem ég lagði einu sinni undir mig, þar sem nú er Þvergata. Það er engu líkara en ekki sé hægt að leggja nýjar götur og reisa há hús nema þar, sem gamlir menn vilja fá að vera — í friði! S. B. »Pabbi mín er gódur karl \** Oyrir nokkmm vikum kom dönskumæl- * andi unglingspiltur hingað til Reykja- víkur staðráðinn í því að setjast hér að og dvelja hér öllum stundum æfi sinnar, hvað sem tautaði og raulaði. Þessi piltur var Sveinn Kjarval, sonur Jóhannesar Kjarval listmálara. Sveinn er listfengur og listhneigður sem hann á kyn til í báðar ættir. Sker hann myndir í tré og „módelerar" og þykir gera hvorttveggja af miklum hagleik. En eigi hefir hann þó búið sig undir að helgahinum æðri listum krafta sína, heldur nam hann húsgagnasmíði og hefir nú lokið sveins- prófi í þeirri iðn, með ágætum vitnis- burði. Með sveins- bréfið upp á vasann steig hann hér á land og tók að leit- ast fyrir um at- vinnu. En það er hægra sagt en gert Hvað vekur meiri ánægju á heimilinu en fallegur, vel klæddur drengur? Kaupið þess vegna hin óvið- jafnanlegu matrósaföt frá okkur. Fyrirliggjandi í blá- um og brúnum litum. Ennfremur viljum við vekja athygli almennings á að við vefum saman slysagöt á alls- konar fatnaði (Kunststopn- ing). Afgreiðum gegn póst- kröfu um allt land. SPARTA Laugaveg 10. — Sími 3094. fyrir 19 ára ungling að fáatvinnu, endaþótt eigi skorti hæfni, þekkingu og ágæt með- mæli nýtra manna. Og er Sveinn fekk hvergi inni við hefilbekkinn fór hann að læra að aka bíl og iðka skíðagöngur sér til afþreyingar. Annars segist hann hvergi kunna betur við sig en hér, og um föður sinn segir hann: Pabba mín er góður karl! En nú fær Sveinn litli ekki lengur að leika lausum hala atvinnuleytandans í bráð. Á mánudaginn var, þann 20. þ. m., varð hann tvítugur að árum, og forsjón- in hagaði svo greiðlega málum þessa unglings, að þann dag var honum boðin framtíðar vinna á húsgagnaverkstæði Jóns Halldórssonar. Og vart mun geta betri af- mælisgjöf til handa tvítugum unglingi en fasta atvinnu við það starf, er hann hefir numið og helzt kýs að starfa við, í því landi, sem hann ávalt hefir þráð en orðið að dvelja fjarri — föðurlandi sínu. Ef ólánið kemur yfir þig, þá vertu þol- inmóður og með glöðu bragði. Það mun þá ekki hafa langa viðdvöl, því að það unir sér ekki innan um glaðværð. I nýlegu en miður þokkalegu húsi í London stóð við innganginn: „Gjörið svo vel að þurrka af fótum yður á dyramott- unni“. Einhver hafði bætt við: „um leið og þér gangið út.“ Frúin: — Hver var þessi langi slæpingi, Stína, sem var að tala við þig á gangin- um í gærkvöldi? Stína: — Ósköp er að heyra, hvernig fniin talar. Hafið þér aldrei á æfi yðar elskað ? Bjami letingi: — Því drapstu ekki flóna, Jón, fyrst þú náðir henni? Jón slæpingi: — O, mér var heldur meinlaust til hennar, því að ég mun hafa fengið hana hjá henni Jónku, kærustunni minni. Reynið viðskiftin! Kynnist verði og vörugæðum! Sérstök áhersla lögð á að hafa sem fjölbreyttast úrval af: Matvörum, hreinlætis-, tóbaks-, sælgætis- og snyrtivörum, með sem lægstu verði. KOMIÐ! SÍMIÐ! SENDIÐ! Tjarnarbúðin. simi 3570.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.