Vikan


Vikan - 23.03.1939, Blaðsíða 22

Vikan - 23.03.1939, Blaðsíða 22
22 VIKAN Nr. 12, 1939 Kjarval bauð eitt sinn ungri stúlku inn á Hressingarskála. Þegar þau höfðu tekið sér sæti, spyr Kjarval stúlkuna, hvað megi bjóða henni. — Mér er alveg sama, svarar stúlkan. — Halló, fröken, kallaði Kjarval. Viljið þér gjöra svo vel og koma með vatnsglas handa dömunni, og kaffi fyrir mig. * Að afloknu manntalsþingi á Skinnastað kallaði Júlíus Havsteen, sýslumaður, hreppsnefnd Öxarfjarðarhrepps á eintal og gat þess, að oddviti hreppsins hefði far- ið miður viðeigandi orðum um sig í opin- beru bréfi, og fór því þess á leit, að hrepps- nefndin fengi oddvita til að taka orð sín aftur og biðja sig opinberlega afsökunar á athæfinu. En er oddviti lét sig ekki, sneri Júlíus sér að honum og mælti með tölu- verðri snerpu: — Það skal ég láta yður vita, oddviti, að þér megið segja um mig sem privat- mann hvaða réttmætan óhróður, sem yður lystir, — en að þér berið mér nokkuð á brýn sem yfirvaldi og embættismanni, það þoli ég ekki! * Eitt sinn var Gottfred Bernhöft að hugsa um að kaupa málverk eftir Kjarval til að gefa það kunningja sínum. Hafði Gottfred auga á einu ákveðnu málverki, er Kjarval kvað kosta 500 krónur. En Gottfred, sem er vanur kaupmennskunni, bauð þá 400 króhur og bjóst við að fá málverkið fyrir það verð. En Kjarval lét engan bilbug á sér finna og fóru svo leik- ar, að Gottfred fór og kvaðst mundi líta inn á morgun. Og það stóð heldur ekki á því. 1 býti næsta morgunn barði Gottfred upp á hjá Kjarval og sagðist ætla að kaupa málverkið — og hér væru 500 krónurnar. — Nú er málverkið ekki lengur til sölu, svaraði Kjarval og lokaði hurðinni. # Eitt sinn mætti Kjarval Bjarna frá Galtafelli á götu og bað hann að lána sér 50 krónur. En svo vildi til, að Bjarni hafði ekki handbæra peninga og varð því ekkert úr láni í það skipti. Daginn eftir heimsækir Kjarval Bjarna, réttir honum 50 krónur og þakkar fyrir lánið. Bjami segist enga peninga hafa lán- að honum og spyr, hvort hann sé að hæða sig. — Eigi er það. Og söm var þín gerðin. Þú hefðir lánað mér, ef þú hefðir getað! # Styrbjörn, sem var fyrir mörgum árum alþekktur flakkari, hafði farið beininga- för um Bárðardal. Á leiðinni þaðan mætti hann öðrum húsgangi, sem ætlaði í sömu erindum inn dalinn. Hann hafði aldrei far- ið þangað fyrr og spurði Styrbjörn tíðinda ~J~. khos&fyátú. VÁutmah. Lárétt: 1. Milli Akureyr- ar og Rvíkur. 11. Stúlkunafn. 12. Fiskur. 13. Fölsk. 14. Spil. 16. öskra. 19. Fangi. 20. Söngrödd. 21. Hratt. 22. 1 kirkju. 23. Skima. 27. Einkennisbók- stafir. 28. Sókn. 29. Auðvelt. 30. Eyja. 31. Guð. 34. Skáld. 35. Er bamið stundum kallað. 41. Gamalt dans- lag. 42. Kvenmanns- nafn. 43. Rómarför Mussolinis 1932. 47. Athuga vel. 49. Setja niður. 50. Titill. 51. Hnífur. 52. Bæklingur. 53. Hey. 56. tírið segir. 57. 1 reykháfum. 58. Beina að. 59. Námsgrein. 61. Verkfæri. 65. Hænsnahús. 67. Samband. 68. Fjandi. 71. Eðli. 73. Hamingja. 74. 1 Shanghai. Lóðrétt: 1. Gekk burt. 2. Koma lagi á. 3. = 23. lárétt. 4. Óþverri. 5. Kvikmynda- leikari. 6. Landsbóka- vörður. 7. Með tölu. 8. Komast. 9. Kann við sig. 10. Stendur upp. 11. Þrá Reykvík- ingar. 15. Afmæli. 17. Dönsk eyja. 18. Frjósöm. 19. Væn. 24. Tunna. 25. Máninn, (ítalskt). 26. Hylki, (útl.). 27. Stundum hljóð- færi. 32. Handfarir. 33. Tónskáld. 35. Sænskur söng- vari og neyð- armerki. 36. -kaka. 37. Pípa. 38. Eplaþjófur. 39. Örgangur. 40. Á í Austurríki. 44. Sögupersóna. 45. Bæjamafn. 46. Keisari. 48. Hrökk við. 49. HvíJi. 54. Sælgætisgerð. 55. Á húsi. 57. Ber skyn á. 60. Iþrótt. 62. Erta. 63. 1 fjárhúsinu. 64. Ritstjóri. 66. Eignist. 68. Þingmaður. 70. Ókyrrð. 71. Upphrópun. 72. Drykkur. og hvernig fólkið væri. Þá svaraði Styr- björn: Fólkið er gott, en þú verður að bera þig hörmulega. » # Biblíu-Björn var maður biblíufastur og kryddaði einatt mál sitt með kjamyrðum úr Biblíunni, en ekki var laust við, að hon- um færist það stundum klaufalega. \ Einu sinni kom Björn votur og hrakinn!*' úr póstferð til amtmannsins, er tók Bimi vel og sagði, að honum myndi ekki veita af að fara til kvenfólksins og láta það velgja sér. Biblíu-Björn svaraði því brosandi: — Skrifað stendur, þú skalt ekki freista drottins guðs þíns. # Sigurðar. En þegar Sigurður sá þetta, kom hann á móti fénu og fór illum orðum um tiltæki Nikulásar. Við þetta reiddist Niku- lás enn meira, svo að samræðunni lauk með því, að hann sló Sigurð með pískinum, svo að hann féll í rot. Nikulás iðraðist þessa verks mjög og varð hræddur um, að hann yrði lögsóttur fyrir banatilræði. Næsta sunnudag eftir ,þetta fór hann til kirkju. Presturinn gekk þá til hans og sagði: — Það var guðs mildi, Nikulás, að þú drapst hann Sigurð ekki um daginn. — Já, sagði Nikulás, — það segið þér satt, prestur minn góður. Það er auðséð, að guð hefir verið í verki með mér. # Einu sinni var amtmaður á ferð og kom á heimili Bjarnar. Honum þótti vænt um komu amtmanns og tók á móti honum berhöfðaður með þessum orðum: — Ég segi nú eins og hundraðshöfðing- inn í Kapemaum, herra minn þér eruð ekki þess verðugur að koma inn í mín hús. # Nikulás bóndi 1 Hólkoti þótti búsmali ná- búa síns, er Sigurður hér, venja komur sín- ar of oft í engi sitt. Fór hann því eitt sinn í þungu skapi og rak búsmalann yfir í engi Ég skal gefa þér heilræði Jón: Talaðu aldrei upp úr svefni nema þú sért viss um, hvað þú ætlar að segja.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.