Vikan


Vikan - 23.03.1939, Blaðsíða 17

Vikan - 23.03.1939, Blaðsíða 17
Nr. 12, 1939 VIKAN 17 Kannske - og ef til vill ekki. Framh. af bls. 10. að það var eitthvað að, en hún vissi ekki, hvernig hún átti að komast hjá því. Dick var eitthvað svo skrítinn. — Weston er búinn að bjóða í veizluna á afmælisdaginn hennar Kathleen á þriðju- daginn, sagði Dick að lokum. Ronnie kinkaði kolli. Það var einhver mesti viðburður ársins. — Þau buðu Lucille auðvitað líka, bætti Dick við. Og — ég lofaði að sækja hana — Ronnie varð niðurlút, svo að hann sæi ekki, hvað hún roðnaði af auðmýkingu og vonbrigðum. — Mér er sama, sagði hún við foreldra sína, þegar þau voru að borða. — Ég held, að ég nenni ekki að fara á þessa barna- samkomu! — Hvenær varzt þú of stór til að fara í afmælisveizlur ? spurði móðir hennar undr- andi. — Æ, ég er orðin svo þreytt á þessu öllu í þessum leiðinlega bæ. Ég vildi óska, að ég gæti komizt héðan! John Ferguson og kona hans horfðu livort á annað, en þau sögðu ekkert. Tveir næstu dagar ætluðu aldrei að líða. Ronnie fór tvisvar ein í kvikmyndahús og hún sótti tíu bækur á bókasafnið. Á þriðju- daginn kom Ginger til hennar og færði lienni mikla fregn: Caroll fjölskyldan fer til Austurlanda í dag. — Mrs. Caroll er veik og þar að auki segist hún vera að drepast úr leiðindum. Hefir þú nokkurntíma heyrt annað eins! — Þú munt áreiðanlega sakna Lucille, sagði Ronnie kuldalega. Þú ert svo hrifin af henni! Ginger eldroðnaði. — Þú veizt nú, hvernig þetta er, sagði Lún hálffeimnislega. Ókunnugir eru alltaf dálítið skemmtilegir — á vissan hátt. — Svo þér finnst það ? sagði Ronnie. Dick kom seinni part dagsins og spurði Ronnie, hvort hann mætti sækja hana í veizluna. Ronnie glápti á hann steinilostin, og sagði að lokum: — Þú hlýtur að hafa undarlega skoðun á mér! — Þú meinar vegna Lucille? Ronnie kinkaði kolli. — Þú mátt ekki halda, að mér hafi leiðst, að þú ætlaðir að vera með Lucille. Mér var alveg nákvæmlega sama. En, að þú skulir vera svo frekur að bjóða mér bara af því, að Lucille er farin---- Hún barðist við tárin og gat brosað fyrirlitlega áður en hún sneri sér við og Ihljóp inn. Ronnie læsti dyrunum að svefnherbergi sínu og fleygði sér upp í rúm. Allt hafði verið svo dásamlegt, — en hann hafði -eyðilagt allt. Dick hafði ekki farið. Pabbi hennar var í forstofunni, og Dick fór að spjalla við hann. Hún vonaði, að pabbi hennar myndi vera svo skynsamur, að hann segði við Dick: — O, Ronnie er búin að neita svo mörgum að fara með þeim í veizluna í kvöld. Hún nennir ekki að fara. Hún segir, að sér leiðist allir í þessum bæ---. En það var ekki hægt að búast við því, að pabbi hennar væri svo skynsamur! Ronnie læddist að dyrunum og opnaði þær í hálfa gátt. — Eg skal segja yður, hvernig þetta er, Mr. Ferguson, sagði Dick hátt. — Ég var ekki einu sinni skotinn í Lucille. — Ekki? — Nei. Ég á við — þér vitið, hvernig maður getur flækst inn í svona? — Já, það veit ég, taustaði Mr. Fergu- son. — Ronnie sagði mér, að ég yrði að vera almennilegur við Lucille, því að hún væri ókunnug og svo fór ég þangað til að leika tennis. En þá varð Ronnie svo kuldaleg við mig, og þegar ég spurði hana, hvort hún vildi síður, að ég færi þangað,varð hún enn kuldalegri. Hún sagði alltaf, að sér væri alveg sama, hvað ég gerði — henni kæmi það ekkert við. Skiljið þér þetta, Mr. Ferguson ? — Karlmenn skilja þetta aldrei, góði minn. — Þetta er engin meining, sagði Dick. Ég gat heldur ekki sagt Ronnie, að Lucille hefði beðið mig að vera með sér í veizl- unni Þér skiljið þetta auðvitað ekki, Mr. Ferguson ? — Jú, sagði pabbi Ronnie. — Ég hefi þekkt margar konur. — En ég gat ekki sagt Ronnie þetta. Ég hélt, að hún myndi ekki skilja þetta. — Stundum skilja þær og stundum ekki. * Ronnie læddist að stiganum og gekk hægt niður. Mr. Ferguson fór inn í stofu. Ronnie og Dick horfðu eldrauð hvort á annað. — Ég heyrði það, sem þú varst að segja pabba, sagði Ronnie. — Ég talaði viljandi eins hátt og ég gat. Ég vildi, að þú vissir, að ég hefi aldrei kært mig neitt um Lucille. Ronnie horfði andartak á hann. — Kannske trúi ég þér, — og ef til vill trúi ég þér ekki. — Heyrðu, sagði hann, — þú verður að trúa mér! Ég fer með þér í kvöld af því að ég — þú og ég — Hann vissi ekkert, hvað hann átti að segja. Þau voru bæði svo ung, að þaú hræddust öll orð. — Jæja, sagði hún, ég verð tilbúin klukkan átta, og þá förum við. — Allt í lagi, sagði hann og skellti úti- dyrahurðinni á eftir sér. En skjátlaðist honum nú ekki, — var allt í lagi? Kristján: Hvar er vindurinn, pabbi minn, þegar logn er? Það er óneitanlega kynlegt, en samt satt, að mállausir menn tala upp úr svefni. Þeir tala á fingramáli. # Amerísk kona vildi skilja við mann sinn af því að hann bölvaði Roosevelt. Fyrir réttinum sagði hún, að þetta væri svo þreytandi fyrir sig, þar sem allir sínir vinir væru fylgjendur Roosevelts. * Hjónabandsskrifstofur í Bandaríkjunum hafa svo marga viðskiptavini, að 1000 brúðkaup eru haldin í hverri viku. # 1 mörgum kvikmyndahúsum í Suður- Ameríku fá áhorfendurnir að sjá nýja kvikmynd, ef þeir eru óánægðir með þá, sem verið er að sýna. Eins geta þeir fengið að sjá ákveðið atriði í kvikmyndinni aftur, ef þeir kæra sig um. Þetta hlýtur að vera mikil fyrirhöfn. 1 Englandi er enn þann dag í dag siður, að dómarinn hafi svart klæði yfir hár- kollunni, þegar hann kveður upp dauða- dóm, og fangavörðurinn lætur svartan fána blakta yfir fangelsinu að aftökunni lokinni. Enginn flugmaður mun eiga að baki sér svipaða sögu og franska flugliðshetjan René Fonck. 1 heimsstyrjöldinni flaug hann 1000 klukkustundir yfir vígvöllun- um, skaut niður með eigin hendi 32 þýzk- ar flugvélar og tók þátt í 206 loftárásum, án þess að vél hans sakaði nokkru sinni. # Þó margar sögur séu til um það, að fólk hafi fundið dýrmætar perlur í skelfiski, sem það var að borða, þá mun engin slík perla vera í miklu verði — því dýrmæt- ustu perlurnar finnast í skelfiski, sem er eitraður og því aldrei etinn. # Sum blóm gefa frá sér mismunandi ilm, eftir því á hvaða tíma sólarhringsins er. Orsakast þetta af efnaskiptingu, sem á sér stað í blómunum. Orkideur gefa t. d. frá sér mjög mismunandi ilm. # Hæfileikinn til að rata aftur til átthag- anna kvað vera þroskaðri með hjartardýr- um en öðrum skepnum. Sagt er að skozk- ur hjörtur hafi einhverju sinni verið seld- ur til Nýja-Sjálands, en þegar þangað kom hafi hann „strokið úr vistinni" og síðar fundist á sundi út í rúmsjó, 130 mílur frá landi, og hafi þá haldið beina stefnu heim til Skotlands. # Einhverjar einkennilegustu hrygninga- göngur í dýraríkinu eiga sér stað í Vestur- Afríku á ákveðnum tíma ár hvert, þegar urmuli af landkröbbum leitar út til sjávar til að verpa eggjum sínum. Þeir eru mjög hraðskreiðir, vafnir þétt saman, og hávað- inn frá skjöldum þeirra er eins mikill og hann væri frá heilli riddaraliðssveit.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.