Vikan


Vikan - 23.03.1939, Blaðsíða 16

Vikan - 23.03.1939, Blaðsíða 16
16 VIKAN Nr. 12, 1939 inn. Það kemur enginn hingað. Einn lít- inn koss, Anna, — bara systurlegan koss, svo að þú hafir ekki samvizkubit út af því. Því segir þú ekki já, kjáninn þinn? Augu þín flóa í tárum. Á ég að kyssa þig ? Ég veit, að það er það, sem þig vantar. Svona. Var það mjög vont? Komdu og lofðu mér að þrýsta þér að mér . . . svona! Ég held, að enginn hafi kysst þig áður. Anna hefir aldrei kysst nokkurn mann áður. Þetta er fyrsti kossinn hennar, og hann er yndislegur og hræðilegur — hann brennur á vörum hennar. Anna sér István vel núna, síðar mun hún ekki sjá hann eins vel. Stundum mun hún halda, að Ist- ván sé góður og heiðarlegur. í dag er hún aðeins æst, dáleidd og dauðhrædd. Hún er hrædd við István og eldinn — ástareldinn. Hún berst við ástina, og fyrsti kossinn dregur ekkert úr mótþróa hennar. István verður að biðja um hvert handtak, hvern koss. István er efalaust sterkari, hann er fullur sjálfstrausts og drambs, —ogstund- um leikur hann sér að Önnu, eins og kött- urinn að músinni, — en í öllu sínu veik- lyndi og óhamingju er Anna ákveðinn andstæðingur hans . . . Það er síðari hluta sunnudags, og fjöl- skyldan er að fara út með István til Montmartre á stað, sem heitir Cabaret de Néante. Á hurðinni er spjald, sem á stend- ur: Inngangur fimm frankar. En það borgar sig ekki. Á öðru spjaldi stendur: Hugsið yður tvisvar um, áður en þér eyðið peningum yðar í þetta. Anna hlustar varla á fólkið. Hún er hætt að vera svo barnaleg, að hún undr- ist, og hún er orðin svo veraldarvön, að hún brosir ekki vingjarnlega að öðru eins og þessu. Og í dag verður hún, guði sé lof, að fara til Bardichinov frænda til að hitta ungu ítölsku stúlkuna. Annars hefði hún farið með hinum eins og hún er vön, þó að hún telji István og sjálfri sér trú um, að hún megi ekki vera að því, hún þurfi að þvo af sér, teikna eða sauma, en það ber aldrei neinn árangur. I dag verður hún að hitta ítölsku stúlkuna, — það er skylda, umtalað mál, sem ekki er hægt að fresta, svo að hún lætur István og fjölskylduna fara. Henni léttir mikið, en samt er henni um og ó. — Ég elska hann ekki, segir hún við sjálfa sig, og endurtekur í sífellu: — Ég elska hann ekki. Hún stendur oft fyrir framan spegilinn og horfist í augu við sjálfa sig um leið og hún segir: — Ég elska hann ekki. Hún gengur oft eftir götunum í takt við þessi orð, og hún heyrir þau í suði vél- arinnar, þegar hún fer með sporvögnunum. Síðan fer Anna í splunkunýjan og mjög fallegan kjól, sem hún lauk við að sauma Seint í gærkveldi, — hún hefir ekki farið í hann fyrr, til þess að István sjái hana ekki í honum. Hún hefir þrjóskazt við sjálfa sig, hún hefir staðizt freistinguna eins og hetja. Hún fór ekki í hann, nei, hún fór ekki í hann . . . Og þó vissi hún, að hún hafði saumað hann Istváns vegna, bara til að þóknast István. í rauninni hafði hún ekkert að gera við nýjan kjól. En hún fór að minnsta kosti ekki í hann. Nú fer hún í hann. — Ég elska hann ekki, endurtekur hún, — ég elska hann ekki, — og síðan fer hún yfir götuna til Bardichinovs frænda. Þau sitja inni í herberginu hans og bíða eftir ungu, ítölsku stúlkunni. — Þú lest ekki mikið núna, segir Bar- dichinov frændi ásakandi. — Teiknitímarn- ir hafa auðvitað mikla þýðingu, en samt sem áður, menntun . . . Anna viðurkennir ekki, að hún hefir líka vanrækt teiknitímana mikið upp á síðkast- ið. Hún er á saumastofunni þangað til klukkan sex, svo að hún hefir aldrei getað lesið og teiknað nema á kvöldin, og nú er István alltaf hjá þeim á kvöldin. Þegar hún var nemandi, kom hún aldrei heim fyrr en klukkan hálf átta og átta á kvöld- in, því að hún varð að sópa stofuna eða fara út í bæ með kjóla, og samt hafði hún þá haft meiri tíma til að lesa en nú, — meiri tíma til þess að halda sér til. Líka til að gera við skyrtur Bardichinovs. . . . Anna skammast sín, og ákveður að fara með þær heim strax í kvöld og gera við þær. — Ég saumaði þennan kjól, segir hún afsakandi. — Hvernig finnst þér hann? Bardicliinoy frændi skoðar hann vand- lega. — Mjög fallegur! Það er rétt af þér að fá þér nokkra fallegri kjóla . . . Bardichinov frændi hallar sér að henni og hvíslar: — Lenin er dauður. Sovét reynir að halda því leyndu, en hann er dauður. Hann var með krabbamein, eins og ég sagði þér. Mig langar til að þú komir með mér til Petrograd, Anna. Ég ætla að taka þig að mér. Viltu koma með, Anna? — Auðvitað, Bardichinov frændi, svar- ar Anna kurteislega í hundraðasta skipti. Það er nákvæmlega hundrað sinnum, sem henni hefir verið sagt, að nú væri Lenin dauður, og alltaf hefir það verið jafnmikið leyndarmál. Á eftir hefir farið tilboðið um að annast hana. Það er barið að dyrum. — Kom inn! segir Bardichinov frændi, og Anna og hann standa upp. Pia Monica er komin. Auðvitað þekkjast stúlkurnar ekki aft- ur. Það eru líka rúmlega fimm ár síðan þær sáust á stöðinni í Buchs í nokkrar mínútur. Af Önnu sást ekkert nema dökk- brún augun fyrir ofan barm mjólkurkönn- unnar, og Pia Monica var aðeins sýn, álfa- barn, fiðrildisflug fegurðarinnar,hinlíkam- lega tilvera hennar kom ekki málinu við. Anna hefir gleymt sýninni, og jafnvel þó að hún væri minnt á hana, myndi hún ekki muna eftir einum einasta andlitsdrætti. Bardichinov frændi hefir ekki haft á röngu að standa: Pia Monica er yndisleg. Anna horfir dálítið vandræðalega á hana, en með gagnrýnandi augum, og henni finnst stúlkan vera fullkomin. Ekkert ill- fýsið auga mundi geta fundið nokkurn galla á henni. Það væri ágætt að fá að sjá hana á bakið líka . . . Þó að vöxtur hennar sýni, að hún hljóti að hafa fallegt bak. Augu saumakonunnar láta ekki blekkjast . . . En samt sem áður gæti maður . . . Jæja, eftir dálitla stund, því að það er ekki hægt að ráðast á mann- eskju um leið og maður er kynntur fyrir henni. Þær sitja hvor á móti annarri og eru dálítið vandræðalegar. En Bardichinov frændi hjálpar þeim að halda við samtal- inu. Það er líka nauðsynlegt, einkum fyrir Önnu, sem starir hugfangin á hið Ijósa hár ungu stúlkunnar, hið fíngerða hörund og hin stóru, brúnu augu. Hún er önnum kafin við að öfunda Pia Monica. Ef hún væri aðeins svona fögur sjálf . . . Nei, Anna getur ekki sagt, hvað það er, sem þá mundi verða öðruvísi og betra . . . Það er Gretl . . . Gretl er næstum því eins falleg og þó . . . Anna slítur hugsana- þráðinn. Pia Monica er orðin kát og hætt að vera feimin. — Ég vildi óska, að ég fengi eitthvað að gera, segir hún áköf. — Ekki eingöngu af því, að ég þarfnist peninganna, nei, það er ekki það eitt. Ég hefi hingað til verið í menntaskóla, en ég kærði mig ekkert um það. Ég var ekki dugleg, og stúlkurnar eru svo ólíkar stúlkunum heima. Þær eru ekki vitund lítillátar og meta aðeins þær, sem eru frekar og trana sér fram. Anna kinkar brosandi kolli og hugsar til Klárí, sem alltaf hefir verið fremst í flokki í sínum bekk. Henni finnst, að at- hugasemd Pia Monica hafi hitt naglann á. höfuðið. Bardichinov gefur glögga skýr- ingu á frönskum anda. Það fer inn um annað eyra Pia Monica og út um hitt. -— Það skiptir heldur engu máli, segir hún og bandar fjörlega með hendinni. — Það er ágætt, að þetta er liðið hjá. Við höfum ekki meiri peninga til að eyða í skóla. Það er ljótt af mér að tala svona, þar sem pabba og mömmu leiðist það. . . . Pabbi vildi, að ég héldi áfram að læra, mamma, að ég lyki námi í Sviss . . . Það hefði hvorugt komið ■ að nokkru gagni. Hefði ég vitað, að við vorum svona fátæk, mundi ég alls ekki hafa látið þau senda mig í svona dýran skóla. Við höfum verið hér 1 þrjú ár, — ef ég hefði lært að dansa eða farið í leikskóla, hefði ég vel getað unnið fyrir okkur nú. — Langar yður til að verða leikkona? spyr Anna. — Ég veit ekki, svarar Pia Monica. — Ég skal segja yður, hvernig þetta er . . . Ég get ekki gert neitt ærlegt handartak. Aðrar ungar stúlkur vilja lesa lögfræði eða efnafræði, eða finna upp vélar . . . eða læra að sauma, bætir hún við í flýti og horfir um leið á Önnu til að vita, hvort hún hafi sært hana með því að vera nærri búin að gleyma hinni lítilmótlegu stöðu hennar. — Anna hlær.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.