Vikan - 20.04.1939, Page 15
Nr. 16, 1939
VIKAN
15
*
A vegum
vonleysingjanna.
Jolán Földes:
Það, sem komið er af sögunni:
Barabás loðskinnaskraddari flytur búferlum
frá Budapest til Parísar og hafnar með fjöl-
skyldu sína, konu og þrjú börn í Veiðikattar-
stræti. Fyrsta fólkið, sem þessir nýju Parísar-
búar kynnast, eru tveir útlendir flóttamenn, þeir
Liiv og Bardichinov. Er annar Rússi, en hinn
Júgoslavi. Þeir eru bamgóðir og rabbsamir karl-
ar, er öllum vilja vel.
1 lok annars ársins i útlegðinni gripur Bara-
básfjölskylduna heimþrá. Samt hefir henni aldrei
vegnað eins vel.
Barabás, Bardichinov og Liiv sitja á veitinga-
húsinu á kvöldin og tala saman. Eitt kvöldið
bætist grískur flóttamaður í hópinn, Papadakis
að nafni. Siðar bætast tveir menn enn í hópinn,
arrnar er Vassja, sem öllum hjálpar, og Anna
verður ástfangin af, hinn er Fedor.
Vassja smitar alla af starfsgleði. -— Anna þrá-
biður pabba sinn og Bardiehinov um að lofa sér
að læra eitthvað. En skyndilega syrtir að.
Vassja verður fyrir bílslysi og deyr.
Þegar búið er að jarða Vassja, flytja allir úr
veitingahúsinu. Barabásfjölskyldan flytur í aðra
íbúð í Veiðikattarstræti.
Anna fékk ósk sina uppfyllta um að læra eitt-
hvað. Hún er nú orðin útlærð saumakona. Frú
Barabás finnur vel, hvemig bömin fjarlægjast
hana með aldrinum, hvemig þau vaxa frá henni
og þarfnast æ minna umsjár hennar og vemdar.
En þetta er lifið — og hún verður að sætta sig
við það.
István er Ungverji. Hann hefir ráð undir hverju
rifi um að verða sér úti um atvinnuleysisstyrki og
stundar styrkbeiðnir sem atvinnugrein. Hann
þykist vera hrifinn af önnu, hinni vaknandi
konu og ungu, bljúgu sál.
István býr að heita hjá Barabásfjölskyldunni
og reynir að koma sér í mjúkinn hjá önnu.
Nú koma alltaf nýir og nýir Ungverjar til
Parísar. Þar á meðal er Peter Hallay, sem ætlar
að setja upp næturskemmtistað, og hefir István
með sér í ráðum. Hallay hefir son sinn, fjórtán
ára gamlan, með sér. Hann á að fara i sama skóla
og Jani. Jani hlakkar til komu hans, en þeir verða
óvinir í fyrsta skipti, sem þeir talast við.
Þegar Elemér Hallay kemur í skólann, æsir
Jani alla strákana upp á móti honum, svo að það
endar með þvi, að hann verður að hætta í skól-
anum. En svona er lífið! Anna hélt, að Gretl og
Pia Monica yrðu óaðskiljanlegar vinkonur, en það
fór á annan veg. Pia Monica býður Önnu heim
til sín. Anna þiggur boðið og verður ákaflega
hrifin af Meneghetti, sem er skemmtilegur mað-
ur. Á heimleiðinni hittir hún István, sem fer heim
með henni. Bardichinov frændi liggur fyrir dauð-
anum í lungnabólgu.
Jani hefir tekið að sér kennslustundir
hans á kvöldin og hleypur á veitingahús
verkamanna í nágrenninu. Til allrar ham-
ingju kenna flestir nemendumir í brjósti
um gamla manninn og mótmæla ekki að-
stoðarkennaranum. Jani er með fyrsta
heftið af Berlitz undir handleggnum, og
nú er það hann, sem segir tuttugu sinnum
á dag . . . cést le crayon ou est le crayon ?
En eitt kvöldið er rússneski læknirinn
ákaflega áhyggjufullur á svipinn. Liiv og
Alvarez fylgja honum fram á ganginn, þar
sem Rússinn réttir úr handleggjunum, en
það þýðir það sama hjá öllum læknum í
heiminum. Sama þýðing og þegar her legg-
ur niður fána sinn fyrir framan óvinina.
— Hann er sextíu og átta ára. Ég held,
að hann deyi í nótt.
Liiv kinkar þögull kolli, og fer ekki aft-
ur inn í sjúkraherbergið. Hann kveður
lækninn og Alvarez með handabandi og
hraðar sér heim í gegnum Veiðikattar-
stræti til Quai St. Michel. Hann nemur
staðar fyrir utan hús Barabásfjölskyld-
unnar og lítur upp í gluggana. Þar er auð-
vitað ljós. Frú Barabás er nýkomin heim
til að búa til kvöldmat handa manni sín-
um. Liiv hefir oft komið upp í þessa litlu
íbúð, — nú er eins og hann sé að hugsa
um, hvort hann eigi að fara þangað og
flytja þeim þessar leiðinlegu fregnir, —
síðan hristir hann höfuðið og heldur leiðar
sinnar.
Alvarez snýr aftur til herbergis Bar-
dichinov með tárin í augunum. Þar er
Anna, Kalinin og Cathrina. Alvarez ætlar
að segja þeim það, en það er óþarfi. Lækn-
irinn sagði nokkur orð á rússnesku við|
Kahnin, áður en hann fór. Þau vita allt.:
Þau sitja hringinn í kringum rumið. —
Stundum gráta þau, stundum tala þaufc
saraan. Þekkið þið þessi kynlegu, lágu sam- '•
töl þegar dauðinn er í nánd?
— Ef til vill gerir guð kraftaverk . . .
hvíslar Kalinin. Alvarez, stjórnleysinginn,
mótmælir ekki; Cathrina ekki heldur. Hinir
tveir gömlu óvinir haldast líka í hendur.
Anna snýr bakstrinum með sárum fingr-
unum. Augu hennar hafa hitagljáa af
svefnleysi. Varir hennar eru blóðlausar.
Eftir því sem tíminn líður, verður Al-
varez fölari. Hné hans titra. Svitaperlur
glitra á enni hans. Um miðnætti stendur
hann skyndilega á fætur.
— Ég fer heim ... ég ... ég get ekki
horft á þetta lengur. Ég er hræddur.
Honum liggur við gráti af hræðslu. Anna
og Cathrina reyna að gera hann rólegan.
Anna setur hattinn á höfuð hans. Cathrina
með bækluðu fæturna fylgir honum fram
að stiganum. Alvarez tekur til fótanna inn
Veið'ikattarstræti og gengur stynjandi inn
í veitingahús sitt. Bara að Liiv væri nú
vakandi. Hann getur ekki, vill ekki vera
aleinn.
Hann sér mjóa ljósrák í gegnum hurð
Liiv. Guði sé lof! Alvarez ber að dyrum og
gengur inn. Andartaki síðar vakna allir í
húsinu við ógurleg óhljóð. Liiv situr á hæg-
indastóli sínum. Blóðið rennur úr úlflið
hans.
— Vertu rólegur, vinur minn, hvíslar
Liiv og fellur í öngvit.
Gestgjafinn kemur þjótandi upp stigann,
og nokkrir gestir koma frá herbergjum
sínum. Samhengislausar skýringar, síma-
hringingar eftir sjúkrabíl, lækni og lög-
reglu. Það næsta, sem Alvarez man, er,
að hann situr í sjúkrabílnum við hliðina
á Liiv og rígheldur í teppið, sem vafið er
utan um hinn meðvitundarlausa líkama.
Hann dregur djúpt andann og fær smám
saman skynsemi og vit aftur. Á sjúkrahús-
inu getur hann gefið greið svör og upp-
lýsingar um Liiv.
— Ef til vill . . . Læknirinn yppir öxl-
um. — Ef til vill . . .
Klukkan tvö kemur Klárí inn í herbergi
Bardichinov til að vaka. Hún nemur stað-
ar á þröskuldinum, lítur upp og horfir á
Cathrina og Kalinin, sem hafa ekkert að
gera hér um þetta leyti.
— Hvað er nú þetta? spyr hún og er
ákaflega vonsvikin. — Opinber fundur?
Þau segja henni með tárin í augunum,
hvað læknirinn hafi sagt.
— Þú getur ekki verið hér, bætir Cat-
hrina við.
— Þið getið ekki verið hér, svarar Klárí
með kuldalegri meinfýsni. — 1 fyrsta lagi
eyðið þið öllu loftinu, sem hér er inni, og
hvað verður þá, ef hann skyldi lifa til
morguns. Ef þið vakið nú, sofnið þið klukk-
an sjö, þegar þið eigið að gæta hans. —
Klárí horfir fyrirlitlega á þau til skiptis.
Hana langar til að koma því að, að maður
eigi alltaf að vera reiðubúinn til að mæta
lífinu en ekki dauðanum, en hún er ekki
nema þrettán ára, svo að hún getur ekki
komið orðum að því.
— Ég ætla að vera hjá vini mínum, segir
1 Kalinin.
— Þér eruð gamall og þreyttur, svarar
?Klárí vægðarlaust. — Langar yður til að
veikjast líka.
— Ég fer ekki heim, segir Anna ákveð-
in. Systurnar horfast í augu. Þær þekkja
hvor aðra, þær eru nærri því jafnbornir
andstæðingar.
Klárí kinkar kolli.
— Látum vera, að Cathrina verði hér,
en þú átt að fara til vinnunnar á morgun,
og Kalinin frændi er of gamall og . . . .
Klárí gengur nær þeim og talar lægra:
— Hann vaknar alltaf um dögun. Hvað
eigum við að segja við hann, þegar hann
sér þennan háalvarlega hóp? Eigum við
að segja honum, að við búumst við dauða
hans?
Anna og Kalinin fara.
Hálftíma síðar er barið að dyrum. Cat-
hrina hrekkur við. Klárí stendur upp og
er við öllu búin. Alvarez er kominn aftur
frá sjúkrahúsinu. Hann er enn utan við
sig, en æðið skín ekki lengur út- úr augum
hans.
•— Hvað eruð þér að gera hingað? spyr