Vikan - 20.04.1939, Side 17
Nr. 16, 1939
VIK A N
17
Afmælisgjöfin.
Gerður var ættuð úr einu af kauptún-
unum vestur á fjörðum. Þar hafði
hún slitið bamsskónum til fulls, en
síðan flutzt til næsta f jarðar, þar sem hún
nú bjó. Nú hélt hún heimili með syni sín-
um, sem var verzlunarmaður þar í kaup-
túninu. Hann hafði unnið um hríð í Reykja-
vík, eftir að hafa lokið námi, en um vorið
tók hann fastri stöðu, sem honum bauðst
heima. Þau bjuggu í húsi, sem stóð utan-
vert á eyrinni og bar hærra en önnur hús,
svo að útsýni var gott inn yfir f jörðinn og
út til hafs. Síðari hluta dags sat hún oft
við gluggann og horfði út í fjarðarmynnið,
þegar bátanna var von að landi. Leið
þeirra lá nokkra tugi faðma frá húsdyr-
um hennar, svo að glöggt mátti þekkja
hvem mann innanborðs.
í kvöld var Gerður óróleg. Hversvegna
kom ekki sonur hennar heim? Hann lauk
þó vinnu sinni klukkan hálfátta á hverju
kvöldi, og var.þá vanur að kqma heim til
kvöldverðar. Gerði varð eitthvað svo þungt
fyrir brjósti af þessari bið. Hún settist við
gluggann og horfði út. Máninn óð hálfur
í skýjum og sendi glætu niður um skýja-
rofin og lýsti upp sölnaðan síðsumarsgróð-
urinn.
Sonur hennar hafði annars verið ærið
oft að heiman á kvöldin, að minnsta kosti
síðan sumri tók að halla. Ekki vissi hún
fullri vissu, hvað fjarveru hans olli. En
svo mikið hafði hún heyrt sagt, að henni
skildist, að nú væri hjartarósemi hans
bmgðið, og að nú væri hún ekki lengur
eina konan, sem hann hugsaði um. En það
var nú allt saman gott og blessað, hefði
það einungis ekki verið þessi stúlka, sem
hrifið hafði Grím. Það var sízt nokkuð út
á Höllu að setja. Hún var vel gefin, hafði
fallegt og svipmikið andht, var vel vaxin,
og algjörlega laus við allan tepruskap. —
Hvers vegna gat nú Gerður ekki litið þessa
stúlku réttu auga, eða séð neitt það, sem
gott var í fari hennar?
Gerður sat við gluggann og beið eftir
Grími. Hún var að hugsa um fortíðina.
— Gott kvöld, mamma mín.
Klukkan var að verða tíu þegar Grímur
kom heim.
— Ég er ærið seinn í tíðinni núna.
Það var annarlegur hreimur í röddinni.
— Það gerir ekkert til, maturinn verður
tU eftir andartak.
Hún spurði einkis. Þau borðuðu þögul.
Stundarfjórðungi eftir að máltíðinni var
lokið kom Gerður inn og settist aftur við
gluggann.
— Grímur minn: Mig langar til að tala
við þig í kvöld.
Hann hrökk upp. Hann hafði hallað sér
aftur á bak í legubekkinn og virtist sokk-
inn niður í hugsanir sínar.
Smásaga
eftir Hjálmar Finnsson.
— Seztu hérna við gluggann.
Grímur settist andspænis henni við borð,
sem stóð undir glugganum, og lagði hend-
ur fram á borðið.
— Þú hefir alltaf verið mér góður son-
ur, Grímur minn, og nærgætinn. Þú hefir
aldrei spurt. Viltu heyra brot úr æfisögu
minni? Ég hefi aldrei talað um hana við
nokkurn mann.
— Ég hefi aldrei spurt, af því að ég hefi
alltaf vonað, að þú myndir segja mér eitt-
hvað ótilkvödd. Grímur horfði alvarlegur
á móður sína.
— Frændur hefi ég fáa átt, og vini því
næst enga. Foreldra mína missti ég þegar
ég var 10 ára. Þá fór ég að vinna fyrir
mér, og síðan hefi ég orðið að treysta á
guð og sjálfa mig. Þegar ég var 21 árs,
var ég vetrarstúlka hjá formanni einum
heima á Valþjófseyri. Þenna vetur var í
skiprúmi hjá honum ungur og myndarleg-
ur maður, ættaður norðan af landi. For-
manninum var vel til hans, enda virtist
hann hinn vandaðasti maður, og duglegur,
svo að af bar. Ég orðlengi það ekkert, en
að þessum vetri liðnum átti hann hug minn
allan. Við höfðum betri skilyrði við að búa,
en flestir elskendur, því að hann hjó í sama
húsi og ég. Um vorið hvarf hann á brott
frá Valþjófseyri og fór á síldveiðiskip.
Hann ætlaði að afla sér fjár til stofnun-
ar heimilis okkar, eftir því sem hann sagði.
Við vorum heitbundin, þótt ekki væri það
opinbert. Við skrifuðumst reglulega á um
sumarið. Um haustið fékk hann góða at-
vinnu til eins árs. Hann vildi koma fótum
undir sig, eins og hann orðaði það. Ég var
honum samþykk í öllu.
Síðari hluta vetrar kom reiðarslagið. Ég
vil vera stuttorð. Ég fékk bréf, sem hljóð-
aði þannig:
— Gerður! Það er öllu lokið. Ég mun
gifta mig í vor. Gerðu það fyrir mig, að
skrifa ekki.
Það var víst óþarfi að biðja mig að
skrifa ekki. Ég sagði þér, að ég hefði átt
fátt vina um dagana. Það er satt. Hann
var . . . hann getur ekki hafa verið vinur
minn. Hann var . . . hann var . . .
Tár blikuðu í augum Gerðar. Grímur
horfði þögull með hluttekningarsvip á
sársaukadrættina, sem fóru um andlit móð-
ur hans. Hún hélt áfram:
— Tilvera mín og framtíð var lögð í
rústir. Ég hafði lifað björtustu sólskins-
daga æfi minnar. Lífið virtist mér tilgangs-
laust og verra en það. En ég tók ekki af
mér lífið, af því að mér hefir ávallt fund-
izt það bera vott um kjarkleysi, og slíkan
verknað hefi ég fordæmt. Ég óskaði þess
heitt í örvilnan minni, að láta ekki bugast.
Ég fór að heiman til þess að . . . Ég þráði
tilveru þína, sonur minn. Ég þráði eitt-
hvað, sem ég gæti lifað fyrir. Faðir þinn
var ungur, fallegur og hraustur maður. En
hann dó úr afleiðingum . af slysi. Þegar
hann vissi, að hann átti skammt eftir ólif-
að, þá ánafnaði hann þér það, sem hann
átti af sparifé. Vöxtunum og höfuðstóln-.
um hefi ég varið til styrktar þér við nám
þitt. Sjálf hefi ég aldrei getað lagt neitt
fyrir. Sonur minn, ég vona, að þú dærrir
ekki breytni mína of hart.
Grímur greip vinnulúnar hendur móður
sinnar, grúfði sig yfir þær og þrýsti þeim
að andliti sínu.
— Mamma! Ég hefi ekki vitað, hversu
þú hefir þjázt. Þú hefir bara sagt, að faðir
minn hafi dáið, þegar ég var ársgamall.
Viðkvæmni hljómaði úr rödd hans. Hann
leit upp, þegar hún dró að sér hendurnar.
Svipur hennar hafði harðnað aftur.
— Ég frétti að hann hefði flutzt til Val-
þjófseyrar á meðan ég var í burtu. Þá
settist ég að hér, og hér hefi ég barzit og
nú . . . Nú er ég að missa þig, sonur minn.
— Hvað áttu við, mamma?
— Ertu oft með Höllu? Ertu . . . ?
Hvernig . . . ? Hún þagnaði og horfði í
gaupnir sér.
— Já, mamma. Ég er stundum með
Höllu. Eg er oft með henni. Ég hélt, að
þér gæti ekki verið illa við það. Ég von-
aði, að það mundi gleðja þig. Þú hefir
verðskuldað að fara að hvíla þig dálítið.
Halla er yndisleg. Ekki tekur hún mig frá
þér. Henni þykir vænt um þig. Já, síðan
áður en við kynntumst í sumar, enda þótt
þú hafir ekki verlð jafn alúðleg við hana
einS og alla aðra.
Þetta rann af vörum hans, samhengis-
laust, eins og þegar stýfla er tekin úr læk.
— Ég var að koma frá henni áðan. Þú
veizt, að hún missti móður sína í vor, og
ég var hjá henni af því að . . .
— Grímur! greip hún fram í fyrir hon-
um. Röddin var hörð. — Heldur vildi ég
vita þig ókvæntan alla æfi, heldur en vita
þig eiga Höllu fyrir konu. Ur þeirri átt
getur ekkert komið, sem verða megi okkur
til gæfu. Þungi var kominn í röddina og
hún hækkaði róminn:
— Veiztu hver það var, sem sveik hana
móður þína? Það var faðir Höllu.
Grímur kipptist við og fölnaði.
— Heldurðu að mér falh létt að sjá dótt-
ur mannsins, sem sveik mig, eyðileggja
einkason minn. Eplið fellur sjaldan langt
frá eikinni. Góða nótt, Grímur minn. Hún
reis á fætur og gekk til svefnherbergis
síns, sem lá við hliðina á stofunni.
— Mamma! Ég ætla út stundarkorn.
Ef til vill hefðir þú átt að lofa mér að
ljúka við setninguna áðan, en nú er bezt
að henni sé ólokið. Ef þér verður ekki
svefnsamt strax, þá hugsaðu um þetta, þó
að þú hafir orðið að bola illt frá hendi