Vikan - 20.04.1939, Page 21
Nr. 16, 1939
VIK AN
21
HITLER
fimmtugur.
Eftir að Hindenburg ríkisforseti út-
nefndi Hitler sem kanzlara þýzka
ríkisins, 30. janúar 1933, hafa æfi-
dagar og störf þessa manns stöðugt vérið
undir kostljósum alþjóða athygli og hann
mjög gagnrýndur og eigi að ófyrirsynju.
En eitt er víst, að í dag er þessi maður
fimmtugur, fæddur 20. apríl 1889.
Hann fæddist hvorki sem konungssonur
né fimmburi. Vagga hans stóð í þorpinu
Braunau við þýzk-austurrísku landamærin.
Faðir hans var tollvörður, maður skap-
harður og einbeittur — og dálítið dutl-
ungafullur. Var hann af fátæku bænda-
fólki kominn, en hafði eftir langa baráttu
komist í þjónustu ríkisins og lagði mikla
áherzlu á, að sonur hans yrði einnig
embættismaður. En drengstúfurinn Adolf
Hitler var því fráhverfur og kvaðst ekki
vilja eyða æfinni innan dyra og vera öðr-
um háður hverja stund. — Örlaði þannig
snemma á sundurþykkju milli þeirra feðga
og mun ekki hafa gróið um heilt meðan
þeir áttu leiðir saman.
Svo ákvað Adolf litli að verða listamað-
ur og tilkynnti foreldrum sínum þessa
fyrirætlan sína. Helzt af öllu vildi hann
verða listmálari eða húsateiknari. Faðir
en er orðinn gríðar stór.
Hann var einu sinni lítill ....
hans lagði blátt bann við þessum draum-
órum drengsins, og skömmu síðar dó
gamli maðurinn frá syni sínum óráðnum í
gagnfræðaskóla. Móðir hans dó og tveim
árum síðar.
Nú var Adolf Hitler frjáls ferða sinna
og gerða, en fátækur að fé. Með eina ferða-
tösku og 20 skildinga lagði hann land und-
ir fót og stefndi til Vínarborgar með þá
föstu ákvörðun að verða listamaður. Það
voru nærföt og nokkrar vatnslitateikning-
ar í töskunni. En er til Vínarborgar kom
varð þessu unga listamannsefni ljóst, að
enginn lifir á loftinu einu saman. Tók hann
þá að stunda þar almenna daglaunavinnu
sér til lífsviðurværis
og framdráttar. Þeim
peningum, er hann
gat lagt til hliðar,
varði hann til bóka-
kaupa og til leikhús-
ferða, og hafa það
jafnan verið mestu
ánægjustundir þessa
manns að sækja leik-
hús og óperusýning-
ar. Árið 1912 hvarf
Hitler frá Vínarborg
til Miinchen. Þar
kunni hann mæta vel
við sig og betur en
annars staðar. En
svo braust stríðið út
og lausamaðurinn
Adolf Hitler gaf sig
fram sem sjálfboða-
liða. Var hann f jögur
ár á vígvöllunum og
hlaut járnkrossinn að
launum. I stríðslokin
lá hann særður og
blindur eftir gaseitr-
un á sjúkrahúsi einu
í Pommern, og er
hann var brottskráð-
ur af sjúkrahúsinu,
ákvað hann að verða
stjórnmálamaður. Þá
var Þýzkaland orðið
lýðveldi og keisaraveldið hrunið til grunna.
Árið eftir stofnaði hann, ásamt sex mönn-
um öðrum, nazistaflokkinn,ogfjórumárum
síðar gerði hann misheppnaðarbyltingartil-
raunir í Miinchen og var síðan dæmdur til
fangelsisvistar — en í fangelsinu skrifaði
hann bók sína „Mein Kampf“, sem nú er
kölluð biblía Þjóðverja. Sumir stælast við
hverja raun og sú var raunin á með Adolf
Hitler. 1930 var flokkur hans annar stærsti
flokkur þýzka ríkisþingsins, og 1933 var
hann orðinn meirihluta flokkur.
Síðan ekki söguna meir, hana þekkja
allir, en um eitt geta menn verið sammála,
að ,,foringinn“ var einu sinni lítill, en er
nú orðinn gríðar stór, og voldugasti mað-
urinn í einu voldugasta ríki heimsins.
AFMÆLISGJÖFIN. Frh. af bls. 18.
þú hafir fyrirgefið, að þú vitir ekki,
að ég sé að .......
Hönd Gerðar, sem hélt blaðinu, féll mátt-
laus niður. Nú skildi hún allt. Þetta var
það, sem Grímur hafði ætlað að segja í
kvöld, þegar hún tók fram í fyrir honum.
Halla stóð kyrr í sömu sporum. Þung stuna
leið frá brjósti hennar, og hún fól andlitið
í höndum sér. Halla gekk til hennar, tók
utanum höfuð hennar og lyfti andlitinu,
svo að það sneri móti birtunni, kyssti hana
létt á ennið og hvíslaði:
— Kveðjan hans pabba!
Augnablik horfðust á tvenn tiúdrandi,
tárvot augu.
— Blessað barn, hvíslaði Gerður og
greip stúlkuna, sem titrandi féll að brjósti
hennar.
Gerður starði út um gluggann, yfir öxl
Höllu, móti hækkandi degi austurloftsins.
Hún var að hugsa um son sinn, sem flutt
hafði fyrirgefningarorðin fyrir hennar
munn, sem þó hafði verið að dæma stúlk-
una, sem hann unni, og nú hvíldi hér örugg
við brjóst hennar. Hún hugsaði um son-
inn, sem flutt hafði deyjandi manni fyrir-
gefningu, soninn, sem fyrirgaf bæði hon-
um og henni sjálfri.
— Halla mín, sérðu daginn, sem er að
rísa. Það er afmælisdagurinn minn í dag.
Þú ert ein af hinum dýrmætu afmælis-
gjöfum, sem sonur minn hefir gefið mér
í þetta skipti.
MARCÓ PÓLÓ. Framhald af bls. 8.
lengi að heiman og voru orðnir ríkir. Tóku
þeir því ákvörðun um að fara heim og
njóta auðæfanna. Keisarinn gaf þeim far-
arleyfi, en þó ekki fortölulaust.
Þeir völdu sjóleiðina, lenntu í hrakning-
um miklum og rötuðu í ýms æfintýri;
komu loks heim á þriðja ári eftir að ferð
þeirra var hafin frá Kína, eða árið 1295,
— eins og áður er getið.
Ferðasaga Marcó Póló er í tveimur bók-
um. Hann segir frá ýmsu, sem fyrir augu