Vikan


Vikan - 25.05.1939, Blaðsíða 8

Vikan - 25.05.1939, Blaðsíða 8
8 VIKAN Nr. 21, 1939 St. Louis Post-Dispatch er fyrsta blaðið, sem sendir reglulega útvarpsblöð. önnur blöð bíða árang- ursins með eftirvæntingu og hafa verið líftryggð, ef í hart fer. Klippa má síðumar af jafnóðum og þær koma úr tækinu. Útvarpsstöðin. Mynd, sem á að senda. „Rafmagns- augað“ nær öllum svörtum blettum, sem ljósið fer yfir Styrkjari Símleiðsla. Merki, sem koma á hvita pappírinn eftir blýantinn verða að lesmáli og myndum. Sigurverk opnar viðtækið snemma á morgnana. Ritblý kemur i stað hátal- ara. Blaðið kemur út úr tækinu með 6 metra hraða á klst. Móttökutækið er eins og út- varpstæki. hafa peningana. Komist uppfinningamað- urinn svo langt á eigin spýtur, að uppfinn- ingin komist á markaðinn, er keppt við m# ít 5 KIUED At><»UMCSCOUL.iOK . m WQ'Mfy 2 SAVEO G* í,6Aíl ?tí * 9 y. s. UMÍI 2UB, 1Í.0C. T.10I G«terr»a Craefcer 2110, HS0tTSa» IJO. W 237Vi- Sfee. CstíWfjf M«o. F&ncy 'hsi, Kitía't *t naajmaM pabf. fe*t? Itrn ITO. 2.01 iww(*s Ttew C« 23S. Vr»**»-suacsfí rm. «1». *»r 8»»« «4«, au»* S« Ameríkumaðurinn, W. G. H. Finch fann upp „ræmu“-aðferðina. hann með okurverði, svo að hann verður annaðhvort að selja einhverju fyrirtæki uppfinningu sína eða deyja úr hungri. Þannig getur farið fyrir uppfinninga- manni í Ameríku. I Lumberton, Missisippi, U.S.A., dó ný- lega maður, Purvis að nafni, sem hafði komizt í kynlegt æfintýri. Árið 1894 var hann saklaus dæmur til dauða. Þegar átti að hengja hann, slitnaði reipið, og síðar var hann náðaður. 26 árum síðar játaði annar maður á banasæng sinni, að hann hefði framið morðið, sem Purvis var dæmdur fyrir. Yfirvöldin í bænum gáfu Purvis 5000 dollara „fyrir greiða, sem hann hafði gert ameríska ríkinu“. # Golfleikurinn barst frá Hollandi til Skot- lands árið 1450, en til Hollands barst hann frá Austurlöndum. Eineygður maður las í blaði, að nú væri hægt að lækna blindu með því að flytja hornhimnuna úr heilbrigðu auga í veikt auga. En í stað þess að leita sér lækninga, auglýsti hann heilbrigðu hornhimnuna sína til sölu, því að hann sagðist vera búinn að sjá nóg af eymd og volæði og hefði ekkert við augað að gera. Síðan Dionne-fimmburarnir fæddust, 28. maí 1934, hafa dagblöðin í New York flutt að meðaltali fimmta hvern dag grein um þau. # Nýlega lézt í klaustri í fjallinu Athos í Grikklandi 82 ára gamall munkur, Mihailo Tolotos sem aldrei hafði séð konu. Móðir hans dó, þegar hann fæddist, og daginn eftir var hann fluttur til Athos, þar sem konum hafði verið bannað að stíga sínum fæti í margar aldir.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.