Vikan


Vikan - 25.05.1939, Qupperneq 19

Vikan - 25.05.1939, Qupperneq 19
Nr. 21, 1939 VIKAN 19 Svifflugan „Örin“ Barnasaga ATei, nú stendur mér ekki á sama, sagði ' Baddi og tók tyggigúmmíklessu af buxunum sínum. — Mér er sama, þó að þú japlir þetta, en ég kæri mig ekki um, að þú klínir þessu hér og þar, jafnvel á stólana. Nonni, yngri bróðir hans, varð vand- ræðalegur. — Ég skal aldrei gera þetta aftur, sagði hann. — Ég athugaði þettá ekki. — Nei, þú athugar aldrei neitt, hreytti Baddi út úr sér. — Jú, Baddi, sagði Nonni grafalvarleg- ur. — Þetta er nú ekki satt, stundum er ég athugull. Baddi brosti. Það var ekki hægt að vera lengi reiður við Nonna í einu. — Jæja þá, sagði hann blíðlegar. — Þú sleppur þá í þetta skipti. En ég vil ekki hafa þessar tyggigúmmíklessur hér í her- berginu á meðan ég er að vinna að svif- flugunni, sem á að keppa. Hann horfði ánægjulega á borðið, þar sem hálftilbúin sviffluga lá innan um allskonar verkfæri og efnivið. — Heldurðu, að þú vinnir? spurði Nonni ákafur. — Ég veit ekki, svaraði Baddi. — Andrés kennari segir, að það geti vel ver- ið. Hann segir, að ég sé svo duglegur. En þangað koma margir strákar úr skólan- um, sem eru kannske enn duglegri en ég. Svo er nú líka mikið undir heppninni komið. — Ég er með þér, sagði Nonni. — Þú hefir búið til ágæta svifflugu. Heyrðu, hefir þú skírt hana? Hún er að verða full- gerð. — Já, svaraði Baddi. — Ég ætla að kalla hana ,,Örina“. — Það er fallegt nafn. Ég er viss um, að ,,Örin“ vinnur. — En það er ég ekki, bróðir sæll. En við reynum gæfuna. Það væri ekki ónýtt að vinna fyrstu verðlaunin: Pallegan verk- færaskáp með silfurplötu. — Nei, það er satt. Ég vona að þetta gangi vel hjá þér. — Ég verð ánægður, ef þú hættir að ráðast á mig með tyggigúmmíinu, sagði Baddi. — Ef þú kemur einu sinni enn með það hingað inn, rek ég þig út. — Allt í lagi, sagði Nonni og hló. — Ég skal syndga annarsstaðar, svo að ég trufli ekki byggingarstjórann. Hann þaut út, áður en Baddi gat náð í • hann. 1 rauninni voru bræðurnir ágætir vinir. Þegar Nonni var farinn, fór Baddi að vinna að svifflugunni. Hann átti aðeins eft- ir að mála hana, svo var hún búin. Nokkr- um tímum síðar hafði hann látið hana út til þerris. Snemma næsta morguns fór hann upp í brekku til að reyna hana. Þar átti sam- keppnin að fara fram daginn eftir. Hin bratta brekka var alveg tilvalinn staður fyrir svifflug. Bara, að byrinn yrði nú góð- ur á morgun, svo að svifflugumar gætu svifið lengi í loftinu. Auðvitað var það aðalatriðið í samkeppninni, að svifflug- an héldist sem lengst í loftinu og lenti glæsilega. Allar svifflugurnar áttu að vera búnar til heima. Baddi sendi ,,Örina“ með mjúkri hreyf- ingu fram og niður á við. Þar þaut hún áfram. Hana, nú hækkaði hún sig. Hún sveif í loftinu, ýmist hátt eða lágt. Baddi tók tímann á klukkunni sinni. Hvað var nú að ? Allt í einu stakkst hún beint áfram. Síðan datt hún, allt annað en glæsilega og lenti í runni neðarlega í brekkunni. Baddi hnyklaði brýmar. Það hafði byrj- að svo vel, — en þetta var endirinn. Hann sótti fluguna og setti hana aftur af stað. Alveg sama sagan. ,,Örin“ gat flogið, en það var eitthvað að. Það hlaut að vera eitthvað að jafnvæginu. Hann reyndi að negla lítinn nagla undir stélið. Nei, það hafði enga þýðingu. Hann flutti naglann framar og framar. Loksins batnaði það dálítið, en ekki alveg. Hann gat ekki kom- ið hinu rétta jafnvægi á fluguna, hvernig sem hann reyndi. Að lokum gafst hann upp og lagði af stað heim til sín í vondu skapi. Það vant- aði ekki, að „Örin“ svifi nógu vel, en hún hafði brugðizt vonum hans. Og það var áreiðanlega mjög vafasamt, hvort hún stæði sig í samkeppninni. Þegar Baddi sótti ,,Örina“ daginn eftir til að fara á svifflugu-mótið, var hann daufur í dálkinn, og ekki batnaði það, þeg- ar Nonni stóð með sakleysissvip við borð- ið, þar sem flugan lá. — Þú hefir vonandi ekki snert á henni, hreytti Baddi út úr sér. — Nei, nei, stamaði Nonni ruglaður. — Og ekki klínt tyggigúmmíinu þínu neinstaðar hér inni? — Nei, hvernig dettur þér það í hug? Baddi þreif ,,Örina“ og þaut af stað. — Hann var að verða of seinn. Það leið ekki á löngu, áður en hann stóð uppi í brekkunni ásamt tíu strákum. Þeir voru allir með svifflugur. — Ég vinn ekki, hugsaði Baddi. — Viðbúnir! Veðrið er ágætt, kallaði dómarinn. — Af stað, einn, tveir og þrír! „Örin“ rann út úr höndum Badda. — Hún fór laglega af stað, hugsaði hann. — En til hvers er það, þegar jafn- vægið er í ólagi? Svifflugurnar svifu af stað. Þrjár, sem höfðu farið of hranalega af stað, duttu, áður en þær komust í loftstraum- inn. Baddi fylgdi „Örinni“ með augunum. — Hvenær skyldi hún detta? hugsaði hann. Þarna duttu tvær enn. Sekúndurn- ar liðu hægt. Eftir eina mín- útu höfðu sex flugur dott- ið. Tvær mínútur — þrjár. ,,Örin“ sveif enn eins og fugl, hækkaði og lækkaði, hækkaði aftur. Fjórar mínútur. Nú voru aðeins átta eftir í loft- inu. — Hún stendur sig, hugs- aði Baddi. — En hvað lengi? Pimm mínútur. Aðeins þrjár svifflugur voru eftir. Enn leið hálf mínúta, og ein datt. Nú varð Baddi alveg þrumu lostinn af undrun. „Örin“ var enn uppi. Hún myndi, að minnsta kosti, verða önnur. Sex mínútur. Hálf mínúta. Þar lenti síðasti keppinauturinn. En „Örin“ hélt áfram. Hækkaði sig enn. Sjö mínútur. Sjö, fimmtán. Sjö, tuttugu. Sjö, tuttugu og fimm! Loksins lenti svifflug- an neðst 1 brekkunni. Fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna. Baddi hafði unnið keppnina. Hann var alveg orðlaus, þegar hann tók við verð- laununum og hamingjuóskunum. Þegar hann kom heim, vissi hann ekki sitt rjúk- andi ráð. Framh. á bls. 22. -— Nei, þú athugar aldrei neitt, hreytti Baddi út úr sér.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.