Vikan - 15.06.1939, Blaðsíða 3
Nr. 24, 1939
VIKAN
3
LKS.
Eftir Quðmund Friðjónsson.
Fyrsta sumardag flutti Helgi Hjörvar
ræðu, er hafði þá fyrirsögn, — at-
hyglis og athugasemda verða. Hann
kallar konuna fátæku því nafni, og talar
einkanlega um barnamæður í kaupstöðun-
um. Mér fellur vel tónn ræðunnar. En
nafnið er ónotalegt.
Það getur leikið á tveim tungum, hvort
fátæka barnamóðirin sé rétt nefnd ambátt
þjóðfélagsins. Hitt væri sönnu nær, að
kalla hana ambátt mannsins, sem hún
þjónar, og valdur er að þeim þunga, sem
á henni hvílir vegna annríkis og ómegðar.
Allar Evu dætur verða að leggja sig í söl-
urnar vegna náttúrlegra hvata og eru
drottningar háðar því lögmáli — lögmál-
inu að leggja sig í sölurnar, því líkt sem
ambáttir.
St. G. St. segir, í kvæði um konu, sem
hann grunar að hafi átt örðugt:
Því kongborin sál gerir kima að sal,
að kastala garðshornið svalt.
Þó hafin sé dyrgjan á drottningarstól,
tók dáminn af kotinu allt.
Þetta þýðir það, að lág staða geti þó
gert að frú þá konu, sem er vel gerð, og
að kona í veglegri stöðu verði stundum að
úrþvætti (dyrgju).
Það vakir fyrir skáldinu, að sannar kon-
ur, sem eiga í vök að verjast, haldi þó
hlut sínum.
Slíkar konur má eigi kalla ambáttir
þjóðfélags né einstaklinga. Hitt er annað
mál að sýna þeim samúð, þeim, sem sitja
forsælumegin í lífinu.
Helgi Hjörvar ræðir mestmegnis um
konur kaupstaðanna eða borgarinnar, þær
fátæku.
Þetta málefni er vert meiri umræðu og
athygli en augnabliks íhugun hefir til
brunns að bera, og þess vegna tek ég til
máls, því að góðum málum á að halda
vakandi. Og þetta málefni er gott, frá
hálfu Helga Hjörvar, og í sjálfu sér.
Ég mun tala mestmegnis um kjör sveita-
kvenna, af því að frummælandi talaði fátt
um þær.
I kvæði um móðursystur mína er þetta:
Af íslenzku konunni er ætlast til þess,
ef aðeins hún bugast ei lætur:
að hafa á störfunum hraðvirknis tök,
á hlutunum sífelldar gætur;
á varðbergi standa hvern vonleysu dag
og vaka hjá börnum um nætur.
Fornsögurnar bera vitni um það, að
stórbændur og húsfreyjur þeirra höfðu
fyrir sig að bera barnfóstrur, sem báru
á höndum sér ungviðið. En þá voru fá-
tækra manna konur, eins og nú, dæmdar
til þess að sjá um börn og heimili meðan
kraftarnir entust. Mig minnir, að þess sé
getið í Sturlungu, að ofstopamannaflokk-
ur kom að hjónum á engi og var konan
að raka slægju bónda og hafði barn á baki
við raksturinn. „Ekkjan við ána“, þó fá-
tæk væri og gengi á engi, var þó ekki svo
illa stödd. Vinnan er böl eða ill nauðsyn,
þegar hún gengur úr hófi. En þó er að-
gerðarleysi meiri mannskemmd.
Sumar fréttir úr daglega lífinu koma
mjög á óvart.
I fyrra bauð kvenfélag eða stjórn
mæðrastyrks-félags kvenna fátækum kon-
um í Reykjavík í skemmtiferð út úr borg-
inni, þeim til upplyftingar. Þá kom það í
ljós, að sumar konurnar, sem urðu aðnjót-
andi þessara hlunninda, höfðu aldrei fyrri
komið inn fyrir Elliðaár. Svona sagðist
einni forstöðukonunni frá í opinberri frétt.
Nærri má geta, hve þessar konur hafa
verið aðþrengdar. Þó er eigi þar með sagt,
að þær hafi verið ambáttir manna sinna
né þjóðfélagsins. Díógenes bjó í tunnu
forðum, sá speltingur. En voldugur kon-
ungur öfundaði hann þó af nægjuseminni.
En þó að þær konur sætti sig við lítilmót-
leg kjör, sem fórna sér fyrir börn sín, má
eigi gleyma því, að þær eiga það skilið,
að þeim sé rétt hjálparhönd og við þeim
sé brosað. Hafi ég tekið rétt eftir, minnt-
ist Helgi Hjörvar alls eigi á konur
drykkjumanna. Þær eru, að öðru jöfnu,
verst staddar allra kvenna. Fyrst og
fremst eyða mennirnir fémununum í
óþarfann illa og verða þar að auki skap-
illir.
Ég get eigi hugsað mér annað ógeðfeld-
ara en það, fyrir konu, að hátta hjá
drukknum manni eða fá hann í rekkju til
sín og finna af honum fýluna. Slíkar konur
eru ambáttir. Og börn slíkra hjóna hljóta
að verða kramin — hjörtu þeirra, og þau
hljóta að líta kring um sig skelfdum aug-
um og fá skömm á lífinu.
Þá sný ég máli mínu að sveitakonunni
og má taka af henni ýmsar myndir.
Theodóra skáldkona skrifaði eitt sinn
um hana í Skírni og hafði eftir henni
margar ágætar tækifærisvísur, flestar
hetjulegar, og sumar þeirra báru vott um
þunglyndi, sumar vitnuðu um ástir, frjáls-
ar eða þá í meinbaugum. Vísurnar munu
hafa verið ættaðar að vestan. Það skiptir
engu máli. Konur eru vel gefnar í öllum
áttum.
Sú kona var og af Vesturlandi, sem
Skólaritið Viðar flutti mynd af í fyrra.
Svo var mál með vexti, að Reykjanesskóli
við Isaf jörð hélt námskeið fyrir konur, eina
viku eða svo, eða húsfrúaglaðningu ein-
hverja. Ein húsfreyjan ritaði um þetta
námskeið og fylgdi mynd af konunni, glað-
leg og gáfuleg mynd, en þunn á vangan.
Konan lét í veðri vaka, að þessarar viku
eða hálfa mánaðar mundu þær minnast
með mikilli gleði til æfiloka, einkum munn-
legu fræðslunnar.
Svona voru þær hjartanlega lítillátar og
þakklátar — þessar hálfsystur kvennanna,
sem ferðuðust í fyrsta sinni inn fyrir
Elliðaár. Konan þessi var, ef ég man rétt,
af Barðaströnd.
Stallsystur þessarar konu um allt land,
láta fæstar til sín heyra, koma sér eigi að
því og hafa engan tíma til hjáverka.
Vilhj. Þ. Gíslason hjálpaði einni í vetur
til að láta rödd hennar heyrast í útvarp-
inu. Sú á heima í Skaftafelli og yrkir vel.
En kvæðin báru þess vott, að konan var
bundin við störf.
Síðan fólksstraumurinn ágerðist til
kaupstaðanna, hefir hlutur sveitahúsfreyj-
anna versnað stórum að því leyti, að henn-
ar hjálparhöndum hefir fækkað. Híbýli
hafa að vísu batnað í sveitum. En konur,
sem eru í sveit, geta — fæstar þeirra —
ekki strokið um frjálst höfuð, sem svo er
kallað, vegna annríkis.
Margt er talað um orsakir þess, að fólk-
ið — einkum það unga — streymir, þeys-
ir og flýgur úr sveitunum. Og jafnvel hefir
verið stungið upp á að setja milliþinga-
nefnd til að rannsaka orsakir flóttans. En
sú nefnd væri óþörf. Orsakirnar eru aug-
ljósar: Von um glaðværara, auðveldara,
betra líf.
Þjóðin er í raun og veru hvött til þess-
ara flutninga — unga kynslóðin — t. d.
með auglýsingum í útvarpinu um dans,
dans og aftur dans, um hásláttinn jafnt
sem um hávetur.
Þessi vítaverða hvatning til að sækja
Jörfagleði og dansinn í Hruna, hljómar í
eyrum fólksins unga, þegar það kemur
inn frá útiverkum. Það andvarpar af ólund
yfir sínu hlutskipti og ber það saman við
kjör þessa sídansandi, iðjulausa fólks, og
það situr um tækifæri að komast á pall-
inn — í dansinn. Það virðist vera eigi
til bjargráða að auglýsa dansa, sem fara
þannig fram, m. a., að dansdúfur snar-
snúast á öðrum fæti, en hafa hinn hátt á
lofti. Iðjufólk, sem unir sínu hlutskipti
verr sem oflætið eykst á hinu leytinu, næt-
ur hafðar til vöku og dagarnir til svefns
— öllu snúið öfugt. Unga fólkinu leiðist
í sveitinni og það fær eigi það kaup, sem
því þykir við unandi.
Hjónin reyna að spara útgjöld, svo að
þau flosni eigi upp með börnin. Meðalbú
í sveit, ef þau taka — þ. e. bóndinn —
kaupamann og kaupakonu yfir sumarið,
verður að láta í kaupið mestallar seljan-
legar afurðir búsins — og verður með því
móti stutt til gjaldþrota.
Af þessum ástæðum verða hjónin að
basla hjálparlaus, einkum þó konan. Því að