Vikan


Vikan - 15.06.1939, Blaðsíða 7

Vikan - 15.06.1939, Blaðsíða 7
Nr. 24, 1939 VIKAN 7 i heimsótt, og komizt að þeirri niðurstöðu, að Þýzkaland sé eina landið, sem eigi loft- flota, er sé jafnstór og hann er góður. Johnston segir ennfremur, að í Þýzka- landi sé til fyrsta flokks varafloti og fleiri og menntaðri flugmenn og verkamenn í » flugiðnaðinum en í nokkru öðru landi. Mr. Johnston er maður, sem veit, hvað hann syngur, og Ameríkumenn taka mikið mark á orðum hans. Myndirnar sýna, hvernig ungum, þýzk- um flugmönnum er kennt fallhlífa-stökk. Vera kann, að Þjóðverjar séu að reyna fallhlífa-herbrögð Rússa, sem eru í því fólgin að senda í flugvélum heilar liðs- sveitir vopnaðra hermanna inn í lönd óvin- anna, þar sem hermennirnir fleygja sér niður í fallhlífum og koma að baki óvina- hernum. Sérfræðingar telja samt þessa að- ferð miður heppileea. Stökkmaðurinn hefir komizt heilu og höldnu til jarðar og streitist við að stöðva lyftiafl fallhlífarinnar. Þegar æfingunum í salnum er lokið, stökkva nemendurnir út úr flugvélum. — Nokkrir ung- ir menn hafa stokkið í einu. — Fallhlífarnar hafa þanizt út, og þær síga hægt niður á jörðina.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.