Vikan


Vikan - 15.06.1939, Blaðsíða 14

Vikan - 15.06.1939, Blaðsíða 14
14 VIKAN Nr. 24, 1939 ífegurct og lÖízkci Iþróttir. íþróttir hafa aldrei verið eins mikið iðkaðar og nú. Það er því að þakka, hvað unga fólkið er sólbrennt og hraustlegt allan ársins hring. Látið börn ykkar leggja stund á íþróttir og hvetjið þau til að iðka einhverja sérstaka grein þeirra. En varast verður að börn og unglingar iðki íþróttirnar á kostnað skyldunnar. Drengur, sem nennir ekki að lesa lexíurnar sínar af því, að hann vill heldur æfa knattspyrnu, er líklegur til að verða skussi, ekki einungis í skólanum, heldur líka síðar í lífinu. íþróttirnar eiga að þroska og göfga unglingana, og gera það, ef rétt er á haldið. Það er ekki rúm til þess hér að ræða íþrótt- irnar nánar. Þær eru margar og hver íþróttagreinin er annari ólík. Eitt skal hér aðeins tekið fram, að í íþróttum reynir öllu meira á kurteisi en annars staðar. Auðvitað er kurteisi alls stað- ar þörf, en annars staðar eru deilurnar alvarlegri, og menn eiga hægara með að stilla sig heldur en þegar um smámuni er að ræða í sambandi við íþróttir. Það vita allir, að hvergi er rifrildi eins algengt og í íþróttafélögum yfirleitt. Nýlega voru gefin saman í hjónaband ungfrú Guðrún Pálsson og Stefán Frankltn. Heimili ungu hjónanna er í Rafstöðinni. (Sig. Guðm. ljósm.). : . _ frú María Magnúsdóttir og Jón Jónsson, klæðskeri. Heimili ungu hjónanna er á Bárugötu 26. (Sig. Guðm. ljósm.). Sjóböð. Nú líður að þeim tíma, að fólk taki að iðka sjóböð. Þau eru, að vísu, enn til- tölulega lítið stunduð hér á landi, en það færist óðum í vöxt. Sjóböð eru ákaflega holl, en það er margt, sem þarf að varast í sambandi við þau. Þið skuluð aldrei fara ein ykkar liðs í sjóinn. Verið aldrei lengur en 5—7 mínútur í sjónum í einu, þó að yður langi til þess. Farið aldrei í sjóinn fyrsta klukkutímann eftir að þér hafið borðað. Varist að synda langt út. Verið eins léttklædd í vatni og þið getið. Konur og telpur eiga aldrei að fara í sjó án þess að hafa sundhettu. Seltan í sjónum fer illa með hárið. Ef ykkur er illt í eyrunum, skuluð þið aldrei fara í sjóinn án þess að troða í þau baðmull, er hrindir frá sér vatni (dökkri baðmull). Þurrkið ykkur rækilega, þegar þið komið upp úr sjónum. Ef hægt er, skuluð þið liggja dálitla stund í sólbaði, að sundinu loknu. Gætið þess samt, að þið sólbrennið ekki svo, að þið flagnið. Þennan hvílustól ættuð þér að geta búið til sjálfar. Hliðarslánum er haldið saman með fjórum skrúfuðum þverslám, svo að auðvelt er að taka stólinn í sundur, þegar sumarið er um garð gengið. Á milli efstu þverslánna tveggja er strengt segl. Hér eru ,,strandföt“, sem eru oft ákaf- )ega falleg. Blússan og buxumar eru í einu lagi og hneppt að framan. Sumarföt fyrir litlar telpur. Undir litla, lausa jakkanum er kjóll- inn baklaus.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.