Vikan


Vikan - 15.06.1939, Blaðsíða 18

Vikan - 15.06.1939, Blaðsíða 18
18 VIKAN Nr. 24, 1939 og hann gat. En Mrs. Rommey lyfti hend- inni. — Bíddu, sagði hún og sneri sér að Jo- anna. — Meinarðu, að hundinum hafi ver- ið kastað út? — Sástu það ekki? sagði Joanna undr- andi. — Peter kastaði honum! Síðan sneri hún burtu til þess að leita að skútunni. * Hinu megin við hólmann rauf Elísa- beth þögnina. — En hvað þér róið fallega! — Það er yður að þakka, sagði Sir William. Hann ætlaði ekki að segja þetta, en orðin sluppu af vörum hans áður en hann varði. Sér til skelfingar sá hann, að Elísabeth roðnaði. — Ég býst við, að þetta sé það, sem þér segið alltaf . . . ? — Alltaf, samsinnti Sir. William, en bætti svo við: — En ég meina það ekki alltaf. Hún sat hugsi góða stund, en sagði svo: — Langaði yður út á vatnið? — Auðvitað langaði mig. Hvers vegna ekki? — Af því, hélt Elísabeth áfram með dirfskufullri hreinskilni æskunnar, — ég hefi haldið, að þér væruð að forðast mig. •— En, barnið mitt! Hvenær? — Alla þessa daga. 1 gær sögðust þér ætla að koma í reiðtúr, en gleymduð því svo. — Ég! Það voruð þér. Þér sögðuð kl. þrjú við hesthúsið, og ég beið í stundar- f jórðung. — Þrjú? Ég sagði fjögur! hrópaði hún og stökk nærri upp af æsingu. — Þrjú? endurtók Sir William ákveðið, en mér þykir samt sem áður vænt um, að þér skylduð ekki gleyma mér. — Ég mundi aldrei gleyma — ég meina, ég gleymi aldrei svona, sagði Elísabeth. Sir William leit á hana og brosti. Hún var svo ósköp ung, svo alvarleg, að hann fann hjá sér sterka löngun til að fara með hana upp á hólmann og kyssa hana einn koss eða tvo og tala svo kannske við hana um hockey. Þetta var sennilega hennar fyrsta ást, og hún tók það auðvitað alvar- lega. En hann stillti sig. Það væri ekki heiðarlegt að nota sér það. Hann sneri því doríunni við og stefndi út á vatnið. — Eigum við ekki að fara í land ? spurði Elísabeth. — Langar yður til þess? Þér munduð vökna í fæturna. Hún rétti út sterklegan, brúnan fót í sterklegum, brúnum ilskóm. Allur líkami hennar var stæltur eins og ungt tré. — Þér eruð fallegar, sagði Sir William. Hún’ sat grafkyrr. Augnalokin bærðust ekki. Hún sat grafkyrr og beið. — Auk þess, bætti Sir William við til frekari varúðar, — er að koma rigning. Kyrrðin var rofin. Hún yppti fyrirlit- lega öxlum. — Rigna! Mér er sama, þó að ég vökni. — En mér er ekki sama, sagði Sir Will- iam. — Ef ég vökna, þá fæ ég gigt. Þér gleymið, að ég er orðinn svo gamall, að ég gæti verið faðir yðar. Elísabeth starði á hann undrandi. — Víst er ég það! sagði Sir William. — Hve gamlar eruð þér — 18 ára? Já, en ég er fjörutíu og eins. Hún starði ennþá á hann, en hann sá, að í staðinn fyrir að verða fyrir vonbrigð- um og leiðindum, varð hún hrifin. Hún áleit auðsjáanlega, að fertugsaldurinn væri sá dásamlegasti og rómantískasti, og þrátt fyrir öll góð áform, fann Sir William, að hann varð að láta undan. — Ég er ekki hrifin af strákum, sagði Elísabeth. — Ekki einu sinni Peter? spurði Sir William. Elísabeth gretti sig. Hún virtist vera alveg laus við ástleitni. — En sú kynslóð! hugsaði Sir William og leit með ástúðar- blandinni skelfingu á klæðnað hennar. II- skórnir, pilsið, þykka prjónatreyjan, allt var þetta tötralegt fram^úr hófi. Maður varð að vera átján ára til þess að geta borið uppi svona klæðnað. — Átján! hugs- aði Sir William, — dásamlega rómantísk- ur aldur! Stálheilsa, ósljófgaðar gáfur og ósnortnar hugsanir! Og sú hugsun flaug honum í hug, að þar sem hann myndi áreiðanlega gifta sig einhverntíma, gæti hann gert margt vitlausara. Þetta var alls ekki ný hugsun fyrir hon- um. 1 návist fallegrar konu hafði hann oft verið langt kominn. Meira að segja í gær- kveldi hafði hann nærri verið búinn að biðja Mrs. Rommey. Hann hafði sem sagt verið viss um, að það, sem hann þyrfti, væri veraldarvön kona. Nú, þegar hann leit á Elísabeth, var hann ekki viss um nema, að ung og ósnortin stúlka hæfði sér betur. — Elskan mín, sagði hann, leitandi fyrir sér. Augnatillit hennar var eins fölskvalaust og hann gat frekast á kosið. Hún ljómaði eins og — eins og sólargeisli. Hann varð gripinn viðkvæmni. Þetta — þetta var augnatillitið, sem hann vildi! Ekki þetta ertandi augnatillit Mrs. Rommey, ekki þetta rólega, kalda augnatillit kvenna á hans aldri, heldur þetta útstreymi — sál- arinnar. Sálarinnar! hugsaði Sir William, en mundi ekki eftir sama ákafanum, þegar hann hafði hugsað. — Gáfur eða tilfinn- ingarnæmni. Hann leit á Elísabeth aftur og sá, að varir hennar voru aðskildar, ef hann hefði ekki verið með árina, hefði hann beygt sig áfram og kysst hana og beðið hennar um leið. Og þegar allt kom til alls átti hann þá að láta árin standa í vegi fyrir hamingju sinni. Því að ham- ingjusamur vissi hann nú, að hann mundi verða: eftir öll þessi ár hafði hann loks- ins fundið það, sem hann vildi. Sir Will- iam tók upp árina og lagði hana gætilega eftir endilöngum bátnum. Á sama augnabliki gerði Joanna það sama, því að hún hafði eins og Sir Will- iam fundið það, sem hana vantaði. Ekki tvö skref frá henni maraði skútan Blue- bell í kafi. Hún lagði inn árina og teygði sig áköf eftir skútunni. — Elísabeth! sagði Sir William lágt. Allt í einu kváðu við hróp og skvamp. Joanna hafði hvolft kajakinum og brauzt. nú um í vatninu. — Kann hún að synda? spurði Sir William. — Eins og selur, sagði Elísabeth óþol- inmóðlega. En Joanna var í þungum skóm og þykku pilsi og hélt með annarri hendinni í skút- una. Hún buslaði eins og hvolpur, teygði lausu hendina eftir kajakinum, en hann rann undan og hún fór í kaf. Sir William greip árina og reri í áttina til hennar. — Verið tilbúnar að grípa í hana, skip- aði hann. Elísabeth hlýddi þegjandi. Hún óskaði ekki beinhnis eftir því, að barnið drukkn- aði, en hún mundi hafa hætt á það . . . — Nú! sagði Sir William. Elísabeth greip í öxlina á Joanna. Jo- anna gaf henni illt auga. — Togaðu, — ýttu ekki! sagði Joanna og greip andann á lofti. — Svona fer mað- ur ekki að því að bjarga úr lífsháska! Hún klifraði innbyrðis, rennvot, en ró- leg og strauk vatnið úr andlitinu. Sir William hafði það á tilfinningunni, að hún ætlaði að hrista sig eins og hundur og hörfaði eins langt undan og hann gat. — Ég held, að við ættum að fara með hana í land, sagði hann glaðlega. — Hún þarf að fá þurr föt. — Ó, nei, sagði Joanna, — ég ætla að synda eftir kajakinum mínum, þetta er í fyrsta sinni, sem ég syndi í ár. — Hvaða vitleysa, sagði Elísabeth byrst. — Þú kemst ekki upp í hann. Joanna leit fyrirlitningaraugum á hana. — Ég get komizt upp í hann á báðum endum. Ef þú hefðir látið mig vera, væri ég komin upp í hann núna. Þú getur gætt skútunnar fyrir mig. Joanna sparkaði af sér skónum, smeygði sér úr pilsinu og stökk útbyrðis. Rétt í þessu byrjaði að rigna, eins og Mrs. Rommey hafði spáð. Mrs. Campbell vaknaði við fyrstu regn- dropana, reis stirðlega á fætur og spennti upp regnhlíf. Vatnið var nú ekki lengur skemmtilegt og hún var ánægð yfir að sjá alla bátana nálgast land. En þó þeir væru ekki nema nokkra metra frá landi, gat hún ekki, vegna vætunnar á gleraugunum, greint útganginn á dóttur-dóttur sinni, né svipinn á hinum fjórum. Hún sá aðeins hóp af skemmtiferðafólki, sem var að flýta sér í skjól undan rigningunni, sjálf- sagt dálítið vott, en hvað gerði unga fólk- inu það til? — Hafið þið skemmt ykkur vel ? kallaði Mrs. Campbell glaðlega. Andartaks þögn. — Ágætlega! kallaði Joanna.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.