Vikan


Vikan - 15.06.1939, Blaðsíða 15

Vikan - 15.06.1939, Blaðsíða 15
Nr. 24, 1939 VIKAN 15 Jolán Földes: w i I>að, sem komið er af sögunni: Barabás loðskinnaskraddari flytur búferlum frá Budapest til Parísar og hafnar með fjölskyldu sína, konu og þrjú böm, í Veiðikattarstræti. ■— Fyrsta fólkið, sem þessir nýju Parísarbúar kynn- ast, eru tveir útlendir flóttamenn, þeir Liiv og Bardichinov. Er annar Rússi, en hinn Júgoslavi. Þeir eru bamgóðir og rabbsamir karlar, er öllum vilja vel. — Ett kvöldið bætist grískur flóttamað- ur í hópinn, Papadakis að nafni. Síðar bætast tveir menn enn í hópinn, Vassja, sem öllum hjálp- ar, og Anna verður ástfangin af, og Fedor. — Vassja smitar alla af starfsgleði. — Anna þrá- biður pabba sinn og Bardichinov um að lofa sér að læra eitthvað. En skyndilega syrtir að. Vassja verður fyrir bílslysi og deyr. Þegar búið er að jarða Vassja, flytjast allir úr veitingahúsinu. Barabásfjölskyldan flytzt í aðra íbúð í Veiðikatt- arstræti. — Anna fékk ósk sína uppfyllta um að læra eitthvað. Hún er nú orðin útlærð sauma- kona. — István er Ungverji. Hann hefir ráð undir hverju rifi um að verða sér úti um atvinnuleysis- styrki og stundar það. ■— Hann býr að heita hjá Barabásfjölskyldunni og reynir að koma sér í mjúkinn hjá Önnu. ■— Nú koma alltaf nýir og nýir Ungverjar til Parísar. Þar á meðal er Peter Hallay, sem ætlar að setja upp næturskemmti- staö, og hefir István með sér í ráðum. — Jani verður fyrstur manna til að segja Önnu, að ávís- anafölsun hafi komizt upp í einhverjum banka. Þeim líður illa. Þau vita, að þar hefir István ver- ið að verki. Nöfn eru ekki nefnd í blöðunum, fyrr en næsta dag. István hefir verið tekinn fastur. Feðginin, Anna og Barabás, fara til Suður-Ame- ríku í von um betri kjör, en i fyrstu höfn er Barabás bitinn í fótinn af skaðlegri flugutegund. Hann leggst veikur. — Jani er orðinn ástfang- inn af stúlku, sem Albertine heitir og er fiðlu- leikari. — Barabás og Anna fara heim til París- ar. Anna fær vinnu aftur á saumastofunni. Nú er Barabásfjölskyldan hamingjusöm, þó að ekki sé nema svolitla stund. -— Anna hittir Pia Monica stundum á saumastofunni, en þær eru alltaf jafn vandræðalegar, þegar þær tala saman. — Nú hefir Barabás líka fengið virmu. ■— Loksins heimsækir Albertine Barabásfjölskylduna. — Nú ■streyma Þjóðverjar til Parísar. Cathrina kynnist einum þeirra Giinther Volkmar, docent. Hún býð- ur honum til Barabásfjölskyldunnar, eingöngu til að kynna hann og Önnu. — Anna verður ekki ástfangin af honum, en henni leiðist hann ekk- ert. Jani er nú orðinn fullveðja. Hann afsalar sér ekki frönsku borgararéttindunum. — Anna og Klárí hafa miklar áhyggjur út af því, að Albert- ine og Jani verði aldrei hamingjusöm. Anna fer upp í rúmið. — Segðu honum það, ef þú þorir. Klárí verður hugsi, síðan segir hún: — Ég þori því ekki. Við erum ekkert slæm systkini, Anna? Ef eitthvað er að, stöndum við saman og erum reiðubúin til að hjálpa hvert öðru eins og við getum. En tala um það . . . — Ég er sú eina af okkur, sem hefi átt við sorg að stríða, segir Anna hnuggin. — Láttu ekki svona! Ég átti alls ekki við það. Klárí sér, að Anna er farin að dotta. Hún slekkur ljósið. — Góða nótt! Klárí hefir rétt fyrir sér, sérhver hreyf- ing Albertine fer í taugarnar á Jani. Hann getur ekki skýrt, hvað það er, sem fer í taugarnar á honum. Litlar, sakleysislegar athugasemdir getur hann aldrei þolað. — Yndisleg! hrópar Jani í hrifningu eftir fiðlusónötu. — Þessi! Albertine setur skeifu á munn- inn. — ,,Tráumerei“ er eins og sykurvatn. Það er ágætt sem aukanúmer, því að það er svo stutt. Viðkvæmar sálir verða hrifn- ar af því. Auðvitað fara þau að rífast. Þar að auki eru þau ekki sammála um tónlist, sem þó hefir tengt þau meira saman en nokkuð annað. I rauninni skilur Jani aðeins hrein, einföld og viðkvæmnisleg lög, en Albertine hneigist meir og meir að nýtízku tónsnill- ingum. Það getur verið, að þessi skoðana- munur eigi ekkert skylt við þjóðernið, en Albertine hefir svarið á reiðum höndum. — Þú ert auðvitað hrifnastur af þýzkri tónlist, því að hún er nógu væmin. — Ég get ekki þolað þýzka tónlist, svar- ar Jani bálreiður. — Þú spilar nú varla annað en þessi þýzku lög, sem eru eins og móðursýkisköst. — Það er satt, segir Albertine hlæjandi. — Þú hefir unnið. Við erum sátt. Hún hleypur til hans og klappar honum, en Jani getur ekki heldur þolað það. Um svona mál verður að ræða og útkljá þau almennilega. Það er ekki hægt að hlaupá svona frá einu í annað, eins og Albertine er vön að gera. En hann finnur litla, grann- vaxna líkamann hennar, svo að hann held- ur vingjarnlegar áfram: — Heyrðu, góða míii . . . — Nei, kjáhinn þinn, ég rífst ekki við þig. Þú ert ljótur, heimskur og andstyggi- legur! Ferkantaði hausinh á þér er fullur af allskonar órum. Þú ért áldrei ánægður með neitt, -— en ég elska þig. Elskar þú mig? Jani elskar haha. Samt sem áður getur hann ekki þölað þetta flangs hennar. — Þetta áhyggjulausa kæruleysi, þegar hún daðrar við hljómsvéitarstjórana og lista- mennina á söngleikahúsinu. Hann getur ekki heldur þolað þetta kynlega ófrjáls- lyndi, sem Albertine á svo hægt með að sameina léttúðinni. Hvað þetta snertir hef- ir lífið gert hjarta Janis vorkunnlátt. Vegna hinnar heiðarlegu, tryggu tilveru sinnar, dæmir Albertine dauða jafnt sem lifandi. En hvaða gagn er að því að vera að ýfa þetta upp? Jani finnst hinar góðu hliðar Albertine jafn óþolandi og hinar vondu. Gallar hans sjálfs eru óþolandi, ef hún hefir þá. Það góða, sem hann er hrifinn af hjá sjálfum sér, dæmir hann fyrir neð- an allar hellur hjá Albertine. Hinn sami löstur og hin sama dyggð verður allt ann- að, ef hann verður þess var hjá henni. Smekkur þeirra, skapferli og skoðanir eru í ósamræmi. Þau geta aldrei verið sam- mála. Og . . . hvað útlendingum viðvíkur . . . Albertine reynir að dylja það, en hún skoð- ar sérhvern útlending sem sjaldgæft fyrir- brigði af f jarlægri dýrategund. Klárí hefir á réttu að standa, Albertine er að kalla hrærð yfir því, að þau skuli hegða sér eins og manneskjur. Hún hlustar á hið glæsilega tal Bardichinovs. Hún horfir á hann með sama hrifningarsvipnum og hún hefði horft á sel í fötum. Fyrir henni var Jani enginn útlendingur. Jani— er Jani. Klárí skoðar hún líka sem jafningja sinn. Hún leitar ráða hjá henni og heimsækir Barabás-fjölskylduna við og við. Hún reynir að venjast þeim, en það gengur ekki rétt vel. Hún situr með stóra nefið sitt á meðal þeirra eins og andar- ungi, sem hefir villzt í hænsnakofa. Hún fær í magann af ungversku réttunum, sem eru framreiddir henni til heiðurs. Hún hræðir foreldra Janis með nákvæmum lýs- ingum á meltingarstarfsemi sinni. Samt eru Barabáshjónin farin að kunna vel við Albertine, eins og foreldrar Alber- tine eru farin að kunna vel við Jani, Það eru aðeins Jani og Albertine, sem kunna ekki vel hvort við annað. Þau eru aðeins ástfangin. Þetta er raunaleg saga. Barabás-systkinin þrjú minnast ekki á leyndarmál sín. Þau eiga hvert sitt leyndarmál, sem eru hvert öðru lík. Leyndarmálin þrjú eru þrjú æfintýri. Ein vinkona Klárí, lítil, stuttnefjuð, frönsk stúlka, sem les læknisfræði, spyr hana, hvort hún þurfi ekki góða, ódýra saumakonu. — Ég? Klárí hlær. — Ég er bezt klædda konan í París. Kjólarnir mínir eru ekki einungis sniðnir af fyrsta flokks sníðara í stóru maison de eouture, heldur einnig saumaðir af honum. Þar að auki fæ ég það ókeypis. Það er systir mín. —- Gerir ekkert, segir Suzanne og hlær líka. — Komdu með mér til saumakonunn- ar. Hún býr hér rétt hjá, við Rue Vaugir- ard. Hún er að sauma á mig danskjól. Mig langar til, að þú skoðir hann, sérstaklega þar sem þú ert skyld svona snillingi. — Jæja! Klárí lætur tilleiðast, þegar það kemur í ljós, að hún hefir nægan tíma. — Ég kem! — Hún hefir ekki stóra saumastofu, segir Suzanne, — en hún er dugleg. Hún er ekki frönsk. Hún er rússnesk og ódýr. Þær snúa talinu að öðru, prófum, verk- legum æfingum, starfsbræðrum — sér- staklega einum, sem heitir Raymond, og Suzanne stríðir Klárí með honum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.