Vikan


Vikan - 15.06.1939, Blaðsíða 20

Vikan - 15.06.1939, Blaðsíða 20
20 VIKAN Nr. 24, 1939 Bláa taskan. SMÁSAGA. bóta, að hann sé stór og hraustur, svo að hann megi sín nokkurs í „loftorustu“ ná- lægt marki og láti ekki þrengja að sér. Það er líka skilyrði fyrir hann að ráða yfir fullkominni knattmeðferð, því að stundum verður hann að leika fram hjá gæzlumanni sínum og reka knöttinn án aðstoðar samherja sinna og skora mark upp á eigin spýtur. Hann verður að vera hugprúður og má ekki víla fyrir sér að leggja til atlögu við sjálfan markvörðinn. Næst á eftir markverðinum er það ef til vill miðframherji, sem getur vakið á sér mesta og bezta athygli á leikvelli, því að iðulegast stendur hann í fylkingarbrjósti, þar sem mest er um að vera. Hann verður því, líkt og markvörðurinn, að vera búinn sérstökum hæfileikum, ef hann á að kom- ast í fremstu röð. Er ég þá enn kominn að greinarlokum. Þessa grein um sókn og sækjendur má heldur ekki skoða sem neina fullnaðarum- sögn. Hún hlyti að verða mörgum sinnum lengri, ef geta ætti um allan fjöldan af einstökum atriðum, sem snerta leikni og leikkænzku framherja og á sinn þátt í starfi þeirra á vellinum. Þó vona ég, að mér hafi tekizt að benda á þýðingarmestu atriði málsins og sett þau svo ljóslega fram, að lesendur, sem lítið þekkja til knattspyrnunnar, hafi getað gert sér hug- mynd um íþróttina. Langur og erfiður var vegurinn, sem vinsælasta íþrótt vorra daga varð að fara frá upphafi. Stundum var tekið fyrir vöxt og viðgang hennar vegna smáborgaralegr- ar þröngsýni og heimsku. Já, allt fram á vora daga hafa hinar svokölluðu æðri stéttir litið niður á knattspyrnuna og jafn- vel kallað hana „leik fyrir skrílinn". Þá hafa þeir, sem ábyrgð báru á heilsuvernd og uppeldi þjóðanna, oft sýnt furðanlegt skilningsleysi gagnvart þessari íþrótt. En smámsaman lukust augu manna upp fyrir hinni miklu þýðingu knattspyrnunnar í öllum menningarlöndum heims, og uppeld- islegt notagildi hennar hlaut viðurkenn- ingu, þó hægt færi af stað. 1 öllum menn- ingarlöndum er nú knattspyrnan ekki ein- asta skemmtilegur sjónleikur fyrir allan fjöldann, heldur einnig hið þýðingarmesta uppeldis-úrræði. En það er löngu viður- kennt, að varla getur þá íþrótt, sem jafn- ast á við knattspyrnuna, hvað snertir kröf- Cunningham hafði aðeins hagrætt sér í vagninum, þegar hann tók eftir töskunni. Hún lá í aftursætinu. Lítil, dökkblá rúskinnstaska. Hún var óvenjulega falleg. Cunningham brann í skinninu að skoða hana nánar. Hann gaut hornauga til bílstjórans, Jú, það var áreiðanlega óhætt. Taskan var fóðruð hvítu silki. 1 henni var sjálfblekungur, púðurdós, varalitur, rauð budda með nokkrum krónum í og blað úr vasabók, skrifað með kvenmanns- hönd: Hringja til Jack. Hringja til Helen. Kaupa ilmvatn. Te hjá Renton. Elísabeth. Klukkan sex. I htlu hólfi í töskunni lágu þrjú nafn- spjöld með mjórri sorgarrönd. Á þeim stóð Johnny Hingham og heimilisfang. Cunningham langaði ákaflega mikið til þess að sjá þessa frú Hingham, sem eftir töskunni að dæma hlaut að vera sérstak- lega falleg. Hann hafði reyndar ákveðið að borða með Hoagland, en hann var svo góður og þolinmóður, að hann yrði ekkert móðgaður, þó að hann þyrfti að bíða. Cunningham bað bílstjórann um að aka heim til frú Hingham. Hún bjó í nýju hverfi, í glæsilegri og áreiðanlega mjög dýrri íbúð. Þegar Cunningham afhenti stúlkunni, sem lauk upp, nafnspjald sitt, iðraðist hann þess um leið. — Hún er áreiðanlega gömul, hugsaði hann. En hún var ung og sérstaklega fögur! Fegursta kona, sem hann hafði nokkurn tíma séð. Hún var dökkhærð, há og grönn, í falleg- um kjói. una um stælingu líkamans, en auk þess krefst hún félagslyndis og íþróttalegrar sannsýni af iðkendum sínum. Það er svo langt frá því, að knattspyrnan sé „leikur fyrir skrílinn“, að miklu nær er að nefna hana „uppeldis-úrræði þjóðanna“. — Hr. Cunningham, sagði hún brosandi, — hverju á ég þetta að þakka? — Fyrirgefið, stamaði hann, — það var auðvitað óþarfi, en ég fann töskuna yðar í bíl, og svo langaði mig til . . . til . . . — Til þess að sjá eigandann? Það var fallega gert. Ef einhver hefði sagt Cunningham, að hann hefði roðnað eins og skóladrengur, hefði hann harðneitað því. En hann roðn- aði nú samt, og auðvitað tók hún eftir því og — hló! — Þér eruð rómantískur maður, hr. Cunningham? Það eru reyndar allir, þeg- ar öllu er á botninn hvolft. Viljið þér reykja ? — Takk, en . . . — Jú, jú. Og setjist þér niður. — Ég ætlaði ekki að gera yður ónæði.. — Jæja? sagði hún brosandi og fékk sér vindling. Þegar hann hafði kveikt í honum, hélt hún áfram: — Þér yrðuð áreiðanlega fyrir von- brigðum, ef æfintýrið yrði ekki lengra. — Já, frú, ég . . . — Annars er ég yður afar þakklát. Mér þykir vænt um að hafa fengið töskuna. Hvað get ég gert fyrir yður? — Komið með mér út að borða. — Það get ég því miður ekki. Hingað koma gestir, en . . . getið þér ekki verið hér? Ég skal segja yður, hvernig í mál- inu liggur. Ég bauð hingað þremur vinum mínum, en einn gat ekki komið, svo að okkur vantar fjórða mann í brigde. Þér gerið mér greiða með því að vera kyrr. — Mín er ánægjan, sagði Cunningham. Miðdegisverðurinn var ágætur. Menn- imir tveir voru ákaflega skemmtilegir, og frú Hingham ágæt húsmóðir. Honum var sagt, að hún væri ekkja, og hann gladdist yfir því í stað þess að hryggjast, því að hann var orðinn alvar- lega ástfanginn. ' I stuttu máli sagt, var Cunningham í sjöunda himni, þó að hann tapaði hundrað krónum í spilinu. Cunningham hafði aldrei spilað peninga- spil og var þar að auki óvenjulega óhepp- inn, en hann huggaði sig við það, að óheppni í spilum þýddi heppni í ástum. Frú Hingham hafði þar að auki lofað honum að borða með honum strax næsta dag. Svo að það var allt í lagi! Morguninn eftir hringdi hún samt, eða réttara sagt lét stúlkuna hringja til hans og frestaði miðdegisverðinum um eina viku. Cunningham varð hálfgramur, en tók þetta samt ekkert nærri sér. Hann hugg- aði sig við það, að þetta væri vani kvenna, þegar þær væru ástfangnar. Næsta dag ók hann í bíl frá skrifstof- unni til heimilis síns. Þegar hann hafði Framh. á bls. 22.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.