Vikan


Vikan - 15.06.1939, Blaðsíða 17

Vikan - 15.06.1939, Blaðsíða 17
Nr. 24, 1939 V IK A N 17 Buxur Tarzans BARNASAGA. I áki og Tóti voru í rannsóknarferð í garðinum. Strákana, sem voru 9 og 10 ára gamlir, langaði nú reglulega til að leika sér. Láki var nýbúinn að lesa Tarzan og gat ekki um annað hugsað. Hann sagði Tóta frá því, hvernig villidýrin læddust innan úr þéttu kjarrinu, hvernig Tarzan stykki upp í trjágreinarnar og henti sér síðan niður beint fyrir framan ljón. Eða þegar hann væri í eltingaleik við apana, þá sveiflaði hann sér grein af grein, þar til hann kæmi að klettasnös, en þaðan styngi hann sér út í fljótið til sunds. Tóti hlustaði á þetta með athygli og sá það allt ljóslifandi fyrir sér. Hann þreif í handlegginn á Láka og hrópaði: — Þetta verðum við líka að reyna. Við förum út í skóg. Þú skalt vera Tarzan, en ég api, sem hann er að elta. Láki var strax til í það, og tveim mín- útum síðar voru þeir komnir upp í stórt tré. Þeir skemmtu sér vel um stund. Þeir voru báðir fimir og duglegir að klifra. Það var erfitt að gera út um það, hvor bæri sigur úr býtum, Láki Tarzan eða Tóti api, þegar Láki steig á gamla, þurra grein, sem brotnaði undan honum. Til allrar hamingju voru nokkur, lítil beykitré fyrir neðan. Hann datt, hékk dálitla stund á grein, en datt síðan niður. — Meiddirðu þig? kallaði Tóti. — Nei, ekkert að ráði, svaraði Láki um leið og hann reyndi að losa sig úr trján- um. — Ég skal koma og hjálpa þér, sagði Tóti. Skömmu síðar var hann einnig kominn niður og hjálpaði Tarzan til að losna. — Þetta er fallegt, sagði Tóti þegar hann hafði athugað Láka. — Þú hefir rifið buxurnar þínar að aftan. — Ég fann þetta, sagði Láki. — Ég festist á grein. Hvað eigum við að gera? Mamma sér þetta strax. Hinar buxurnar mínar eru í þvotti, og ekki get ég verið í þínum. — Við skulum gera við þær sjálfir og biðja svo vinnukonuna um að gera betur við þær í kvöld þegar við erum háttaðir. Ég skal sauma þær saman. — Tóti vildi um fram allt hjálpa bróður sínum. — Jæja, gerðu það, sagði Láki. Strákarnir hlupu heim. Láki læddist inn í þvottahús, en Tóti inn í borðstofu til að ná í saumakörfu móður sinnar. Til allrar hamingju var enginn þar inni, svo að hann náði í nál og spotta og flýtti sér út til Láka. Og nú hófst saumaskapurinn. Láki lagð- ist á magann á þvottabekkinn, en Tóti saumaði. Hann vandaði sig eins og hann gat, því að þetta átti að nægja til kvölds, og ekkert mátti sjást. — Saumatímarnir í 1. og 2. bekk koma okkur að góðum notum. Ég hefði svarið Láki lagðist á magann á þvottabekkinn, en Tóti saumaði. fyrir það, sagði Tóti. — Ungfrú Jakobína hefði hlegið, ef hún sæi til okkar núna. Æ, ég stakk mig! — Þú virðist nú samt sem áður hafa þurft að vera lengur í saumatímum, sagði Láki. — En bara að þér nægði að stinga sjálfan þig, en ekki mig — æ, æ, æ! Láki veinaði upp. Tóti hafði stungið hann illi- lega. — Þegiðu, annars heyrist til okkar, sagði Tóti. — Ég skal reyna að stinga þig ekki aftur, þó að erfitt sé að komast hjá því. Láki varð að liggja kyrr í hálftíma og sætta sig við að fá nokkrar stungur, sem hann svaraði með velvöldum orðum. Tóti virti verk sitt fyrir sér og lýsti því yfir, að það væri harla gott, því að engin verksummerki sæjust. Síðan tókust þeir í hendur, fóru inn og settust við lestur. Við kvöldverðinn voru þeir hljóðir. Mamma þeirra stakk upp á því að fara í boltaleik, en Láki sagðist heldur vilja ganga úti. Hann var hræddur um, að bux- urnar rifnuðu, ef hann beygði sig. Klukkan átta komu þeir heim og vildu fara að hátta. Mamma þeirra fór upp með þeim eins og venjulega til að hafa eftirlit með kvöldþvottinum. Strákarnir fóru að klæða sig úr. Láki hafði talað við vinnustúlkuna, svo að það var allt í lagi. Nú reið á að fara varlega úr buxunum, þá var allt klappað og klárt. Tóti gaut hornauga til Láka um leið og hann fór úr sokkunum. Láki auminginn komst ekki úr buxunum, hvernig sem hann reyndi. Hann gaf Tóta bendingu um að hjálpa sér. — Æ, hvíslaði Tóti. — Þær eru fastar við skyrtuna. í sama bili sneri mamma þeirra sér við og sá, að eitthvað var að. — Hvað er að, Láki? spurði. hún. Og Láki varð að leysa frá skjóðunni. — Ég reif buxurnar mínar og Tóti saumaði þær við skyrtuna, svo að ég kemst ekki úr þeim. — Láki var alveg eyðilagður. En sér til mikillar undrunar, sáu þeir, að mamma þeirra veltist um af hlátri. Þeir fóru þá að hlæja líka og sögðu henni alla söguna. Þegar þeir voru háttaðir, og mamma þeirra var farin, sagði Láki: — Það er skrítið, en við getum aldrei leynt neinu fyrir mömmu. Hún kemst alltaf að öllu, svo að það er eins gott að segja henni það strax. SKEMMTIFEBÐ. Frh. af bls. 11. stokkinn og skipaði Peter að róa á eftir hundinum. — Ég er fljótari, ef ég syndi, muldraði Peter. Hann óskaði nú af öllu hjarta, að hann hefði tekið doríuna, hann reyndi að ná jafnvægi í bátnum og rétti annan fótinn útbyrðis. Stelhngin var ekki beint djarf- mannleg, minnti fremur á gamlan mann, sem er að fara í bað. En nú kallaði Mrs. Rommey aftur: — Þér þurfið ekki. Joanna er búinn að ná honum. Peter tók fótinn innbyrðis og leit við. Joanna var að innbyrða hundinn. — Hann hefir það ágætt, kallaði Jo- anna. — Á ég að koma með hann? Mrs. Rommey leit á hundinn, rennvotan, og hristi höfuðið. — Nei, farðu með hann í land, við erum að koma líka. — En ég er ekki að fara í land, sagði Joanna, — ég er að leita að skútunni minni. Og án þess að segja meira, tók hún að róa í áttina til þeirra. — Róið á móti henni, skipaði Mrs. Rommey. í uppgerðar-flýti byrjaði Peter að róa. Hann fann það á sér, að frekari samræður við barnið væru miður æskilegar. En ef hann tefði, mundi Joanna flýta sér, og rétt á eftir lágu kajakarnir samsíða. Jo- anna tók upp hundinn, og lét hann — ef til vill í hugsunarleysi, en sennilega af illgirni — í kjöltu Mrs. Rommey. Hún sneri sér að Peter: — Svona á maður ekki að kenna hund- um að synda, sagði hún í ásökunarrómi. Mrs. Rommey leit upp. — Maður á að byrja upp við land, svo að þeir verði ekki hræddir, hélt hún áfram. Peter kinkaði kolli önuglega og byrjaði að róa. Hann þorði ekki að andmæla. Það eina, sem hann vildi, var að komast eins langt frá þessum nærgöngula stelpuanga

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.