Vikan


Vikan - 15.06.1939, Blaðsíða 6

Vikan - 15.06.1939, Blaðsíða 6
6 VIEAN Nr. 24, 1939 O- Þjóðverjar hafa komið upp skóla fyrir fallhlífa-stökkmenn í Stendal, fyrir vestan Berlín. Nemendumir fara á æfingar með fallhlífarnar í töskum. Aðeins lítill hluti manna veit sannleikann um þýzku lofthernaðartækin. — Um ekkert hefir samt meira verið rætt síðustu árin. Hið eina, sem menn vita með vissu, er það, að Þjóð- verjar gera allt til þess, að loftfloti Þýzkalands verði öflugasti loftfloti heims- ins. Og af því leiðir, að Englendingar, Ameríku- menn og Frakkar hafa sig alla við til að standa þeim á sporði. Englendingar segja: — Það getur verið, að Þjóð- verjar byggi flugvélar, sem svífa um loftið með ótrúlegum hraða, en hrá- efnið í þeim er svikið, svo að þær eru ekki hættu- legar. En Ameríkumaðurinn, S. Paul Johnston, sem er ritstj. flugblaðsins ,,Avia- tion“ og hefir á ferðum sínum um Evrópu haft tækifæri til að athuga flug- vélaiðnað stórveldanna, telur Þýzkaland standa lang fremst. Hann hefir ekki birt neinar fram- leiðslutölur, en haft opin augun og beitt skynsem- inni í hinum mörgu verk- smiðjum, sem hann hefir Stökkið úr flugvélinni verður að vera rétt. Það er lært í hinum stóra æfingarsal skólans, þar sem nemandinn stekkur í kaðli af sérstökum palli. Það er ákaflega áríðandi að koma rétt niður. Flugmaðurinn er æfður, svo að hann þoli að svífa um loftið, og honum er kennt, hvernig hann eigi að koma niður og forðast að flækja sig í kaðli fallhlífarinnar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.