Vikan


Vikan - 27.07.1939, Side 3

Vikan - 27.07.1939, Side 3
Nr. 30, 1939 VIKAN 3 Hallfreður vandrœðaskáld. iÆSt ' Kári Sigurðsson, stud. polit., skrifar hér um hinn þjóðkunna hag- yrðing, ísleif Gíslason, kaupmann á Sauðárkróki, er mikið hefir birzt eftir af lausavísum undir dulnefninu: Hallfreður vandræða- skáld. Sem drengur reri Kári á sjó með ísleifi, og kynntist hon- um þar sem hinum sí-yrkjandi og lífsglaða manni, sem er þó opinskár um það, sem honum þykir miður fara í veröldinni. að er engin furða, þótt jafn ljóðkunn- andi og ljóðunnandi þjóð eins og Is- lendingar hafi yndi af hnyttnum og vel- kveðnum tækifærisvísum og séu stoltir af þeim mönnum, sem hafa ort þær. Oft og tíðum er því þann veg farið, að almenningur á ekki kost á að kynnast þess- um óskabörnum sínum öðruvísi en í gegn um þeirra eigin verk, kveðskapinn, og það eru líka fjölmargir, sem halda því fram, og hafa þar að nokkru leyti á réttu að standa, að á engan hátt fái maður betra tækifæri á að kynnast skáldinu, en ein- mitt af hans eigin ritsmíðum — og það er alveg víst, að sá maður, sem yrkir eitt- hvað að ráði, kemst aldrei fram hjá því að opinbera að meiru eða minna leyti sitt eigið sálarlíf, vonir sínar, óskir og til- finningar, enda þótt hann í orði kveðnu yrki undir nafni alls og allra annarra en sínu eigin. — En við skulum líka minnast hins, að skopleikarinn getur þjáðst af þunglyndi, og skáldið, sem vefur fegurstu orðum tungunnar í lofgjörð til lífsins, bað- andi í sumri og sól, hann getur lifað lífi sínu í vetrarmyrkri og kulda. — — Ég er á ferð um Norðurland og kem í Skagafjörð, sveit hinna mörgu og merku sögustaða, sveitina, sem er fóstra söngvaranna og skáldajöfranna, Stephans G. og Hjálmars. — Norður á Sauðárkróki kem ég í litla sölubúð, og ég fer ósjálfrátt að brosa þegar ég opna hurð- ina, því að ég veit á hverju égmunieigavon -----. „Góðan daginn,“ segi ég auðvitað um leið og ég kem inn. „Ekki hægt núna,“ svarar maðurinn fyrir innan diskinn. — — Hann kemur því næst til mín, tekur fast og hlýlega í hönd mína og býður mig vel- kominn. — Hann er maður í meðallagi hár og þrekvaxinn, hár er mikið og fallegt, þótt tekið sé að grána, enda er maðurinn við aldur, andlitið er stórt og karlmannlegt — augun hvöss og gáfuleg og hggja undir háum og loðnum augnabrúnum — yfir- varaskegg er mikið og snúið — drættirn- ir kring um munninn eru djúpir og lýsa festu, svipurinn allur er karlmannlegur, ákveðinn og hánorrænn--------. Hver skyldi nú trúa því eftir þessa lýs- ingu, að þetta væri maðurinn, sem ort hefir hina þjóðkunnu vísu: Detta úr lofti drop- ar stórir o. s. frv. Þetta er kaupmaður norður á Sauðárkróki, hinn núverandi, þjóðfrægi Hallfreður vandræðaskáld, eða ógrímuklæddur ísleifur Gíslason, skáld. Þetta er maðurinn, sem með „Búðar- vísum“ sínum, eins og hann sjálfur kallar kveðskap sinn, er löngu orðinn landfræg- ur. — Hann er fyrst og fremst kýmnis- skáld, sér hið hlægilega við atvikin og hlutina og hefir gáfur til þess að túlka það sem listaverk á sviði skáldskaparins. En „öllu gamni fylgir nokkur alvara“, og eins er um gamankveðskap Isleifs. Oft liggur í þessari kýmni hans djúp og þung heims- ádeila, því hann kann manna bezt að fara með bitrasta vopnið, sem barist er með á vígvelli pennanna, hæðnina. Og hinn hjart- anlegi og heilbrigði hlátur, sem menn reka oft upp eftir lestur á vísum slíkra skálda — hversu oft deyr hann ekki út í glettnis- legu kuldabrosi á vörum þeirra, sem eitt- hvað hugsa. En ísleifur notar ekki þessa hæfileika sína til þess að hefna sín, eða klekkja á einstaklingum, sem eitthvað hafa gert á hluta hans-------komi óvinurinn hjálmlaus á hólminn, kemur Isleifur það líka, því hjá honum skipar jafnréttið önd- vegi. Við röbbum nú fyrst um verzlunina og alla erfiðleika í sambandi við hana — því næst um afla og aflahorfur, því hann er gamall, sunnlenzkur sjómaður, fæddur og alinn upp við sjó, og veit áreiðanlega, hvað bæði segl og sjór er af starfi sínu á opnu sunnlensku fiskiskipunum. — Hann á enn þá róðrarbát, tveggjamanna-„far“, sem hann ýtir oft og tíðum úr vör á vor- og sumarkvöldum, eftir að hafa lokið störf- um við verzlun sína, og hann er „á færum“ fram undir morgun ef veður er gott og afh. Ég minnist þeirra nótta, er ég sem strákur, var með ísleifi í þessum róðrum — — þar var aldrei lát á kveðskap, báturinn var kveðinn fram úr flæðarmálinu að kveldi — fiskurinn á færin — og báturinn aftur „settur“ undir kveðskap að morgni. Var þá vani ísleifs að hugsa meira um rím en efni og valdi hann sér oft hina erfiðustu bragarhætti og kallaði vísur sínar þá „rán- dýrar“. — Ein var sú list er ég sá ísleif gera á þessum sjóferðum okkar, og sem ég hefi engan mann séð leika annan, hvorki fyrr né síðar. Hann fór í öllum sjóklæðum fram í ,,barka“ bátsins, studdi höndum á borðstokkana sitt hvoru megin stefnisins og eftir nokkrar sekúndur stóð hann á höfði á bátshnýflinum og sagði, að „nú skyldi ég bara róa“. Satt að segja var ég þeirri stundu fegnastur, er hann hætti þess- um íþróttum sínum og settist að færinu og fór að draga og yrkja, jafnvel þótt eitthvað af vísunum væru skammavísur um mig og mína fiskimennsku. Því næst sveigðist tahð að íslenzkum nú- tíma bókmenntum, því út í rökræður um íslendingasögurnar voga ég mér ekki, því þar er hann flestum víðlesnari og minn- ugri og kann spakmæli, hnyttin svör og orðasennur upp úr þeim í tugatali. Isleif- ur er einn af mörgum hatursmönnum tízk- unnar og þess valds, sem hún hefir á pen- ingagetu hjá þjóð, sem varla hefir að borða. Sem dæmi upp á kveðskap hans um þetta efni eru vísur hans „Tízkan“, sem áður hafa verið prentaðar. Ég sá hana Sólarlags-Gunnu í svalviðri Þorranum á, í pilsi svo þrælslega þunnu, að því er ei segjandi frá. Með armana bera og bláa og brjóstunum skýldi’ ekki hót, og hæla svo ferlega háa, að hnjáliðabogin gekk snót. 1 húsaskúms sokkunum háu, og hér og þar glitti í skinn, en píslar hárlokkarnir lágu þeir lengstu um gráföla kinn. I tízku frá tá upp að enni hún trítlaði götuna létt, því heilsan og pyngjan hjá henni þær höfðu’ ekki atkvæðisrétt. Og lömuð af tízkunni lézt hún, en lifði þó áður við þraut, því hamingjufleyið sitt fest’ ’ún við framtíðar norðurheimskaut. Eða þetta smellna erindi um sama efni: Ó! hvað mig tekur það sárt að sjá, sumar stúlkurnar ganga, þessum helvítis hælum á, sem hreykja þeim beinlínis upp á tá og gera afstöðu alla svo ranga. Þið vesalings, vesalings hælar! Þið vitlausu tízkunnar þrælar! Nokkrar vísur hefir Isleifur ort, er hann kallar „bílvísur": Aksturinn var eintómt spól, olían af versta tagi, engin bremsa, ónýt hjól allt í þessu fína lagi. Enginn veður yfir Níl án þess vökni kálfi

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.