Vikan


Vikan - 27.07.1939, Síða 10

Vikan - 27.07.1939, Síða 10
« 10 Hann fór inn um franska gluggann. Gluggatjöldin voru dregin niður til hálfs — hann beygði sig til þess að rekast ekki á þau. Það var gulleitt hálfrökkur í stof- unni. Hérna hafði hann beðið eftir þeim öllum, kvöldið sem hann kom frá Ceylon. Ilmur af nellikum barst inn, og tvær eða þrjár fiskiflugur dangluðu í loftið hér og þar. Katrín systir hans sat við píanóið og spilaði. Hún snéri baki að honum. Hann hafði heyrt til hennar á leiðinni upp stíg- inn. Hann horfði á ljósrauða, oddhvassa olnboga hennar — hún var að spila vals, og lagið rann í gegnum þá í snöggum kipp- um. „Halló, Katrín!“ sagði hann og hlustaði með aðdáun. Svona hljómaði þá hinn nýi málrómur hans! „Halló, Terry!“ Hún hélt áfram að spila, með allan hugann við valsinn. Hún var iðin og dugleg, en hafði yndi af slúðursögum. „Nú fær hún efni í slúðursögu," hugsaði hann. „Josephína liggur niðri í bænahúsi, öll blóði drifin. Pötin hennar eru ónýt, en ég held, að bláa perlufestin sé óskemmd. Ég mundi fara að gá að því, ef ég væri í þínum sporum.“ „Heyrðu, Katrín!“ „Æ, Terry, þau eru að flytja húsgögn- in aftur inn í dagstofuna. Það vildi ég, að þú vildir hjálpa þeim. Það er svo vont að koma þessum stóru legubekkjum í gegnum dyrnar-------og skápunum.“ Hún hló. „Ég er að ganga frá músikinni." Hún hélt áfram að spila. „Ég býst ekki við, að hún geti gifzt nú. Það vill enginn giftast henni,“ hugsaði hann. „Veiztu, hvar Josephine er?“ spurði hann. „Nei, ég hefi ekki — trall-la-la, trall-la- la — minnstu hugmynd um það. Farðu nú Terry.“ „Henni geðjaðist aldrei að Josephine," hugsaði hann, um leið og hann fór. Hann stóð í dagstofudyrunum. Bræður hans og Beatréce voru að stjaka stórum, sirsklæddum hægindastólum eftir vax- bornu gólfinu. Þau fundu öll nærveru hans, en forðuðust að taka eftir honum eins lengi og þau gátu. Charles — fimmtán ára, með ljósrauð skorpin eyru — fannst rétt sem snöggvast skömm að því, og um leið og hann ýtti á skápinn, sagði hann og leit á Terry með góðlátlegri óbeit: „Komdu hérna Terry.“ „Hann getur ekki farið í skólann aftur,“ hugsaði Terry, „getur í raun og veru hvergi farið; hvað skyldu þau gera við hann? — senda hann til ný- lendanna?“ Charles var fágaður í fram- komu, herðabreiður og þrekinn. Hann hugsaði aldrei um nokkurn mann — skipti þeim aðeins í flokka. Josephine var „stúlka ,sem býr hjá okkur,“ „vinkona systur minnar.“ Rétt strax, þegar Terry væri búin að segja honum það, færi hann að hugsa: „Stúlka, sem bjó hjá okkur — — það er------sko til, ég á við, ef það hefði ekki verið stúlka, sem bjó hjá okkur-------.“ Terry gekk yfir til hans; þeir ýttu á VIKAN skápinn. En Terry ýtti of fast, skápurinn snerist, annað fremra homið nuddaðist við vegginn. „Æ, bíddu, við höfum nuddað málninguna af veggnum,“ sagði Charles. Það var rétt, grá rispa sást á veggnum. Charles roðnaði. Honum gramdist, ef eitt- hvað var illa gert. Það var fallega gert af honum að segja: „Við höfum nuddað málninguna af. Skyldi hann þá segja: „Við höfum drepið Josephinu?" „Ég held, að það væri betra, að þið hjálpuðuð þeim með legubekkina," sagði Charles kurteislega. „Þú hefðir átt að sjá blóðið á höndun- um á mér áðan,“ sagði Terry. „Slysalegt,“ sagði Charles og fór furtu. Beatrice, vinkona Josephine, stóð og studdi olnbogunum á arinhilluna og skoð- aði sig í speglinum fyrir ofan. I nótt hafði maður kysst hana niðri í bænahúsinu. Terry hafði séð þau. Beatrice hefir hlotið að finnast það skrifað með stórum stöfum á andht sér — að hverju skyldi hún ann- ars vera að gá? Augu hennar í speglinum voru dökk, biðjandi. Þegar hún sá Terry nálgast, hniklaði hún gremjulega brýrnar og sneri sér undan. „Heyrðu Beatrice, veiztu hvað kom fyrir niðri í bænahúsinu?" „Kemur þér það nokkuð við?“ Hún laut skyndilega niður og togaði niður ábreið- una á legubekknum, þar sem hún hafði kippzt upp, eins og það væri eitthvað ósæmilegt við fæturna á legubekknum. „Beatrice, hvað mundirðu gera, ef ég hefði drepið mann?“ „Hlæja,“ sagði hún þreytulega. „Ef ég hefði drepið kvenmann?" „Hlæja enn meira. Þekkir þú nokkurn kvenmann?“ Hún var indæl stúlka, já vissulega. Hann hafði sennilega eyðilagt alla framtíð hennar. Hann varð skyndilega gripinn skelfingu. „Beatrice, sverðu og sárt við legðu, að fara ekki út í bænahúsið." Það gat vel verið, já — auðvitað færi hún þangað, undir eins og hún yrði ein og eng- inn tæki eftir henni, mundi hún læðast niður í bænahúsið. Kossinn hafði verið þeirrar tegundar. „Æ, hættu nú að tuggast á þessu bæna- húsi!“ Hann hafði eyðilagt fyrir henni endurminningu næturinnar.. Ó, hvað hún hataði hann! Hann svipaðist um eftir John, en hann var farinn. Á forstofuborðinu voru tvö bréf, sem komið höfðu með seinni póstinum, bæði til Josephine. Enginn mátti lesa þau, hugsaði hann, hann var að vernda Josephine. Hann tók þau og stakk þeim í vasann. „Heyrðu,“ kallaði John ofan af loftskör-. inni, „hvað ætlarðu að gera við þessi bréf?“ John hafði ekki ætlað sér að vera hvass í máli, en þeir höfðu komið hvor öðrum að óvörum. Ekkert þeirra vildi láta Terry finna, hvað hreyfingar hans voru lymskulegar. Þegar þau mættu honum, þar sem hann var að læðast um einn, létu þau annað hvort sem þau sæju hann ekki, eða sögðu: „Hvað ert þú að fara?“ Þetta sögðu Nr. 30, 1939 þau hátt og glaðlega til þess að leyna þeirri staðreynd, að þau vissu vel, að hann hafði ekki hugmynd um það. John var eldri bróðir Terry, en var illa við að láta það heyrast á tali sínu. En hann gat ekki komizt hjá því að vita, að þessi bréf voru til Josephine, og Josephine var „stúlka, sem býr hjá okkur“. „Ég ætla að færa Josephine þau.“ „Veiztu, hvar hún er?“ „Já, niðri í bænahúsinu — — ég drap hana þar.“ En John hafði snúið við og var á leið upp aftur — honum var illa við öll afskipti af Terry. Terry fór á eftir honum upp og kallaði: „Ég drap huna þar, John---------- John, ég drap Josephine niðri í bænahús- inu.“ John flýtti sér á undan, hann hlust- aði ekki, leit ekki við. „Já, já,“ kallaði hann yfir öxl sér. „Það er rétt hjá þér, farðu með þau þangað.“ Hann hvarf inn í reyksalinn og skellti á eftir sér hurðinni. „Já, já,“ hugsaði Terry, „þú er hraust- ur náungi og herðabreiður, en þú hefir ekki getað gert það, sem ég gerði.“ Það hafði þá, þegar öll kurl komu til grafar, verið eitthvað í Terry spunnið. Hann var meiri maður en John. Þau mundu komast að því fljótlega. John hafði aldrei kj^sst Josephine. Terry settist í stigann. „Josephine, Josephine!" sagði hann. Hann sat þarna í stiganum, hélt sér í handriðið og hrist- ist af fögnuði. * Speldin í hurðinni á bókaherberginu höfðu alltaf verið alvarleg og hátíðleg. Þau voru þrungin hátíðleik. Terry varð að fara fram hjá þeim, til þess að tala við föður sinn. Hann kaus efra speldið vinstra meg- in og barði þar að dyrum. „Kom inn,“ var svarað rólegri röddu. „Hérna, og nú á þessari stundu,“ hugsaði Terry. Þetta var þýðingarmikið viðtal. Hann horfði á bækurnar, sem huldu alla veggi, og hugsaði um alla þessa spekinga. Paðir hans leit á hann þreytulegum, hálf- lokuðum augum. Skrifborðið var alþakið blöðum og skjölum. „Hvað viltu eiginlega?" sagði faðir hans og nuddaði hendinni eftir borðröndinni. Terry stóð þarna þegjandi — allt f jar- aði út. „Mig langar til — að tala um fram- tíð mína,“ sagði hann að lokum. Faðir hans stundi og kreppti hendina um blaðið á borðinu. „Heldurðu, að þú eigir raunverulega framtíð fyrir þér?“ sagði hann eins blíð- lega og hann gat. En hann iðraðist þess samstundis. „Jæja, seztu niður og bíddu andartak-------. Ég ætla aðeins------.“ Terry settist. Klukkan á arinhillunni bergmálaði höggin í höfðinu á honum. Hann beið. „Jæja?“ sagði faðir hans. „Já, ég hlýt þó að eiga einhverja fram- tíð fyrir mér, finnst þér ekki?“ „Jú, vissulega." „Sjáðu hérna, pabbi, ég hefi hérna dá- Framh. á bls. 22.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.