Vikan


Vikan - 27.07.1939, Síða 11

Vikan - 27.07.1939, Síða 11
Nr. 30, 1939 VIKAN 11 l r nnnm Dœgrardvalarþankar eltir GUÐMUND FRIÐJÓNSSON Irá Sandi. jammmmmmr ^SBÍir l h n h r d i daga ársins eru leikir auglýstir í útvarpi voru, svo að bergmál þeirra upphrópana kveður við um allt land. Það leynir sér eigi, að íslendingar leika sér. Einn leikur er þó ekki æfður, svo að orð sé á gerandi, og er þó merkilegastur allra leikja — orðaleikur tungunnar, sem vér mælum. Islenzkan er orðafrjósöm móð- ir, segir Bólu-Hjálmar. Og karlinn sá vissi, hvað hann söng. Honum var svo tamur orðaleikur, að hver vísa hans var með þess konar marki brennd. Ég tek til dæmis þessa vísu: Góðverka -var sjónin sjúk, svartan bar á skugga, ágirndar því flyksufjúk fennti á sálarglugga. Þetta líkingamál minnir á sögusögnina um Axlar-Björn, sem var orðinn svo and- lega blindur, af illverkum, að hann sá eigi sólina, sem þó skein í heiði. Höf. Hávamála segir, að sólin sé mönnum 'dýrmæt. Hann mun hafa hugsað á þá leið, að hæfileikinn til að greina birtu sé dýrmætur og skin sólar sé eftirsóknarvert — ljóselska nauð- synleg. # # Nú leita mennirnir ljóssins í ýmsum átt- um. Sveitamenn (og stúlkur) leita rafljósa á vetrum í sjávarþorpum. Borgabúar leita sumargeisla uppi á öræfum. Kaþólskir menn leita kertaljósa í kirkjum og kapell- um. Gunnar sagði við Hallgerði forðum: Hefir hver til síns ágætis nokkuð. Um síðustu aldamót las ég í útlendu tímariti merku, grein um söfnuð, sem sótt- ist eftir undarlegri birtu eða skímu — í fjandann sjálfan í skini rauðrar týru, á sjálfri Parísarborg. Sá söfnuður blótaði náttarþeli. Þar birtist andskoti mannanna í hálfgerðu hafurslíki, með horni og klauf- um. Þarna var leikur framinn, sem var óleikur, í svipuðum svartaskóla, sem Einar kveður um í sínu magnaða kvæði um Sæ- mund fróða, þar sem ranghverfa hins hrapaða engils birtist í hálfrökkrinu, sem líkingamál skáldsins verður að íþrótt. * Ásóknin til öræfanna er í mínum augum jafn undarleg sem hún er í augum rit- stjóra Storms. Hann segir frá því í blaði sínu nýlega, að hann var staddur á öræf- um, 16 ára að aldri, gangnaskyldur, og lenti í stórhríð. Nærri lá, að hann biði þar bana. En honum bjargaði roskinn bóndi til byggða. Ritstjórinn segir, að síðan hafi hann ekki fýst að fara í göngur, enda sé sér óskiljanleg fararfýst manna til öræf- anna. Svipaðar ástæður valda því ef til vill, að ég vil ekki leika mér um óbyggðir. Ég lenti á unga aldri oftar en einu sinni í ill- viðri, í fjallgöngum, varð holdvotur og skalf eins og hrísla náttlangt. Einn morg- un eftir slíka nótt, birti upp með frosti og er mér sú beiskja minnisstæð. Ég mun þá hafa fengið brjósthimnubólgu af innkuls- inu. Og ber ég hennar menjar enn, eftir hálfa öld. En að því slepptu eru öræfin í mínum augum andstyggileg. Þar er svo sem ekkert líf grasa og dýra. En lífið er „þrátt fyrir allt og þrátt fyrir allt, þreytuna, stritið og baslið allt“, það dýrmæti, sem mest er um vert í ríki nátt- úrunnar. Aðalfegurð öræfanna íslenzku tilheyrir jöklunum. En þeir eru fegurstir í þeirri fjarlægð, „sem gerir fjöllin blá“. Þegar þeir eru skoðaðir í nálægð, kemur í ljós, að þeir eru skítgráir af grjóti og sandi og leir. Það bezta, sem sagt verður um ís- lenzka öræfanekt og innræti hennar, birt- ist í vísuorðum Bessastaðaskáldsins: „því náttúran talar þar ein við sjálfa sig.“ Mikil skáld eiga sammerkt við skapara alls, á þann hátt, að þau geta gert mikið úr litlu eða jafnvel engu. En ef þetta er gagn- reynt og metið, að náttúran talar við sjálfa sig, þá kemur á daginn sú raunalega staðreynd, að hún talar um dauðann og djöfulinn — og er þetta að vísu orðaleik- ur. Þarna birtast þeir í líki klaka og elds. Þarna eiga þeir heima. En þeir féndur þjóðar vorrar hafa leikið hana svo grátt, sem árbækur og annálar sýna og sanna. Einn gróðurreitur, t. d. Gunnarshólmi ofan við Reykjavík, innan í urðarumgjörð, er miklu fallegri og tilkomumeiri en Ódáðahraun og Sprengisandur og hálendis- auðnin öll, sem er svo nízk, að hún veitir eigi einum spörfugli akarn í nef sitt né gæs griðastöðvar fyrir hrafni né skolla. Þar verður auðnin uppvæg, ef vindur fer yfir hana í þurrkatíð. Og hún verður mygl- uð öll í framan og mosagrá, ef regnskúr kemur úr lofti, eins og þjófur úr heið- ríkju. * Þarna brá ég á orðaleik. Og samskonar fimi sýndi J. J. nýlega í Tímanum í ritgerð, er hann skírði si svona: „Eru íslenzkar stúlkur að hrapa fyrir sjávarhamra?“ Ritgerðin fjallaði um ferðalag ungra stúlkna í höfuðstaðnum út í erlend skip, í forsælu kveldanna. Þarna er að vísu engin hætta á hrapi fyrir hamra, blátt áfram. En orðaleikurinn skilst og er fólgin í honum nauðsynleg áhersla, til auk- innar eftirtektar. Þetta fall eða hrap má tákna á ýmsan hátt. * Og nú kem ég aftur að upphafi máls míns. íslenzkan er samvaxin orðaleiknum og er styrkur hennar að sumu leyti fólg- inn í réttri beiting hans. Líkingin er syst- ir orðaleiksins, ef svo mætti að orði kveða. Meinleg fyndni nýtur sín bezt í orðaleik, og skáldskapurinn þarf á honum að halda, svo að hann verði f jölskrúðugri og bragð- meiri, en ella. Þetta vissi Jónas Hallgríms- son, þegar hann segir frá hirðmeyjum drottningarinnar, sem gengu á stóra spegl- inum — en krupu niður og létust vera að binda á sig skóna, þegar þær urðu þess varar, að þær sáu sig sjálfar svona staddar. Þeim er nóg sem skilur. Fótaleikir kunna að hafa til síns ágætis þó nokkuð. En hætt er við, að iðkendur þeirra leggi litla stund á að iðka eða skilja orðaleiki og þá snilld tungunnar, sem í þeim felst. Þeir eiga uppruna sinn frá alda öðli og eru ættaðir svo sem bezt má verða — frá sjálfum guðunum. * Þessa gátu sagði mér vinnukona föður míns, þegar ég var sjö vetra eða níu og er gátan sú orðaleikur: Gettu hvað ég gerði mér til gamans vinna: bjó ég til fyrir blíðan svanna böggul í milli rekkvoðanna. Ég gat mér til, eins og gengur, þessa og hins, og lenti í vandræðanna völundar- húsi með úrlausnina. En það sem maður- inn gerði fyrir stúlkuna, var þetta: að hann vatt af snældu og bjó til hnykil í rúmi sínu eða hnoða. * Þegar bræðurnir, Sigurður Jórsalafari og Eysteinn konungur í Noregi, deildu í veizlu og tóku hvor annan sér til jafnaðar- manns, luku þeir keppni sinni með því móti, að Sigurður sagðist hafa í Jófsala- ferð sinni synt yfir ána helgu og riðið á austurbakkanum í skógarjaðri knút bróð- ur sínum, sem hann mundi aldrei fá leyst- an. Eysteinn svaraði á þá leið, þessari áleitni, að Sigurður konungur hefði, þá er hann kom heim í Noreg úr þessari ferð, siglt einskipa í her sinn (Eysteins), „ok mátti ek þá ríða þér þann knút, ef ek vilda, seni þú hefðir aldrei leyst.“ Þessi orðaleikur konunganna (eða nor- rænunnar) er á sinn hátt svo slyngur sem beinskeyti Ólafs konungs Tryggvasonar, Framh. á bls. 21.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.